Radiohead opnar fjársjóðskistuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2020 12:30 Gríðarlegt magn efnis má nú finna á vef Radiohead. Mynd/Radiohead Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað. Safnið er aðgengilegt á vef Radiohead og hefur vefsvæðið fengi nafnið Radiohead Public Library sem þýða mætti sem Almenningsbókasafn Radiohead. Í tilkynningu frá hljómsveitinni sé að markmiðið með verkefninu sé að á einum stað sé hægt að nálgast gríðarmikið efni sem tengist hljómsveitinni, sem áður hefur verið dreift hér og þar um internetið. Þannig geti aðdáendur nú nálgast ýmsar tónleikaupptökur og annað sem tengist hljómsveitinni í miklum gæðum og án auglýsinga.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Meðal þess sem finna má í „bókasafninu“ er hágæðaupptaka frá goðsagnakenndum tónleikum sveitarinnar á Bonnaroo tónleikahátíðinni árið 2006, upptaka frá umdeildum tónleikum sveitarinnar í Tel Aviv árið 2017, fjórtán mínúta upptaka frá tónleikum Radiohead á Glastonbury árið 1997, sem nefndir hafa verið sem bestu tónleikar sögunnar, og svo mætti lengi áfram telja. Undanfarin ár gjöful fyrir aðdáendur Einnig er hægt, í fyrsta skipti, að streyma fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar, stuttskífunnar Drill sem kom út árið 1992, á netinu. Undanfarin ár hafa verið nokkuð gjöful fyrir aðdáendur sveitarinnar en gríðarmikið áður óútgefið efni hefur komið út á síðustu árum. Árið 2017 gaf hljómsveitin út 20 ára afmælisútgáfu OK Computer-breiðskífunnar, þar sem finna mátti upptökur sem aldrei höfðu heyrst áður. Það efni má til að mynda finna í hinu nýja „bókasafni“.Sjá einnig:Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Á síðasta ári gaf hljómsveitin svo út sautján klukkutíma af upptökum frá æfingum og tónleikum þegar hljómsveitin var að vinna að gerð OK Computer, eftir að efninu var lekið á netið. Óhætt er að segja að upptökurnar veiti magnaða innsýn í gerð plötunnar, sem er iðulega ofarlega á blaði þegar bestu plötur tónlistarsögunnar eru teknar saman.Nálgast má bókasafnið hér. Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað. Safnið er aðgengilegt á vef Radiohead og hefur vefsvæðið fengi nafnið Radiohead Public Library sem þýða mætti sem Almenningsbókasafn Radiohead. Í tilkynningu frá hljómsveitinni sé að markmiðið með verkefninu sé að á einum stað sé hægt að nálgast gríðarmikið efni sem tengist hljómsveitinni, sem áður hefur verið dreift hér og þar um internetið. Þannig geti aðdáendur nú nálgast ýmsar tónleikaupptökur og annað sem tengist hljómsveitinni í miklum gæðum og án auglýsinga.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Meðal þess sem finna má í „bókasafninu“ er hágæðaupptaka frá goðsagnakenndum tónleikum sveitarinnar á Bonnaroo tónleikahátíðinni árið 2006, upptaka frá umdeildum tónleikum sveitarinnar í Tel Aviv árið 2017, fjórtán mínúta upptaka frá tónleikum Radiohead á Glastonbury árið 1997, sem nefndir hafa verið sem bestu tónleikar sögunnar, og svo mætti lengi áfram telja. Undanfarin ár gjöful fyrir aðdáendur Einnig er hægt, í fyrsta skipti, að streyma fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar, stuttskífunnar Drill sem kom út árið 1992, á netinu. Undanfarin ár hafa verið nokkuð gjöful fyrir aðdáendur sveitarinnar en gríðarmikið áður óútgefið efni hefur komið út á síðustu árum. Árið 2017 gaf hljómsveitin út 20 ára afmælisútgáfu OK Computer-breiðskífunnar, þar sem finna mátti upptökur sem aldrei höfðu heyrst áður. Það efni má til að mynda finna í hinu nýja „bókasafni“.Sjá einnig:Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Á síðasta ári gaf hljómsveitin svo út sautján klukkutíma af upptökum frá æfingum og tónleikum þegar hljómsveitin var að vinna að gerð OK Computer, eftir að efninu var lekið á netið. Óhætt er að segja að upptökurnar veiti magnaða innsýn í gerð plötunnar, sem er iðulega ofarlega á blaði þegar bestu plötur tónlistarsögunnar eru teknar saman.Nálgast má bókasafnið hér.
Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30