554 bíða eftir að hefja afplánun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 11:03 Fangelsið að Litla-Hrauni. VÍSIR/VILHELM Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár. Þá hefur hátt í tvö þúsund dómum verið fullnægt með samfélagsþjónustu frá því slíkt var heimilað árið 1995, eða rétt tæp 20% af fjölda dóma á sama tíma. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ómars Ásbjarnar Óskarssonar, varaþingmanns Viðreisnar, um fangelsismál og afplánun dóma. Samkvæmt svarinu sem dreift var á Alþingi í gær hafa 459 dómþolar sem bíða verið boðaðir til afplánunar og þar að auki eiga 95 dómþolar eftir að fá boðunarbréf. Þannig bíða alls 554 einstaklingar eftir að hefja afplánun. Dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra og þá hafa aldrei verið fleiri í gæsluvarðhaldi. Í svari ráðherra segir að raunar sé ekki hægt að vísa í biðtíma í sjálfu sér, sökum þess að margvíslegar ástæður kunni að vera fyrir því að dómþolar eru lengi á boðunarlista til afplánunar. Þannig geti þeir til að mynda sjálfir óskað eftir fresti á afplánun, dómþolar fari úr landi áður en unnt er að fullnusta refsingu og þá getur það haft áhrif þegar framsali á milli landa er synjað. Hátt í 300 afplánað á heilbrigðisstofnun Ómar spurði jafnframt um fjölda tilfella þar sem heimild til vistunar á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun hefur verið nýtt, án þess að dómþoli hafi verið metinn ósakhæfur. Í 269 skipti hefur dómþoli afplánað á heilbrigðisstofnun, að hluta eða öllu leyti, samkvæmt svarinu og í 664 skipti á meðferðarstofnun. „Vakin skal athygli á því að sami einstaklingur getur hafa fengið að fara í meðferð oftar en einu sinni í sömu afplánun,“ að því er segir í svarinu. Ómar innti eftir svörum ráðherra við því hvernig hún hyggist bregðast við „þeim vanda og mannréttindabrotum sem felast í löngum biðlistum eftir afpánun,“ líkt og það er orðað í fyrirspurinni. Í svarinu segir að með breytingu á lögum um fullnustu refsinga hafi svigrúm og heimildir til afplánunar utan fangelsis aukist, til að mynda í gegnum rafrænt eftirlit eða með samfélagsþjónustu. Þá hafi tekist að fullmanna fangelsið á Hólmsheiði í kjölfar aukinna fjárveitinga og þannig hafi verið unnt að draga úr fjölda þeirra sem bíði afplánunar. „Þá verður að hafa hugfast að dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra auk þess sem aldrei hafa verið fleiri í gæsluvarðhaldi frá því skráningar hófust, en þetta tvennt hefur mikil áhrif á biðlista eftir afplánun refsinga,“ segir ennfremur í svari ráðherra. Alþingi Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár. Þá hefur hátt í tvö þúsund dómum verið fullnægt með samfélagsþjónustu frá því slíkt var heimilað árið 1995, eða rétt tæp 20% af fjölda dóma á sama tíma. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ómars Ásbjarnar Óskarssonar, varaþingmanns Viðreisnar, um fangelsismál og afplánun dóma. Samkvæmt svarinu sem dreift var á Alþingi í gær hafa 459 dómþolar sem bíða verið boðaðir til afplánunar og þar að auki eiga 95 dómþolar eftir að fá boðunarbréf. Þannig bíða alls 554 einstaklingar eftir að hefja afplánun. Dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra og þá hafa aldrei verið fleiri í gæsluvarðhaldi. Í svari ráðherra segir að raunar sé ekki hægt að vísa í biðtíma í sjálfu sér, sökum þess að margvíslegar ástæður kunni að vera fyrir því að dómþolar eru lengi á boðunarlista til afplánunar. Þannig geti þeir til að mynda sjálfir óskað eftir fresti á afplánun, dómþolar fari úr landi áður en unnt er að fullnusta refsingu og þá getur það haft áhrif þegar framsali á milli landa er synjað. Hátt í 300 afplánað á heilbrigðisstofnun Ómar spurði jafnframt um fjölda tilfella þar sem heimild til vistunar á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun hefur verið nýtt, án þess að dómþoli hafi verið metinn ósakhæfur. Í 269 skipti hefur dómþoli afplánað á heilbrigðisstofnun, að hluta eða öllu leyti, samkvæmt svarinu og í 664 skipti á meðferðarstofnun. „Vakin skal athygli á því að sami einstaklingur getur hafa fengið að fara í meðferð oftar en einu sinni í sömu afplánun,“ að því er segir í svarinu. Ómar innti eftir svörum ráðherra við því hvernig hún hyggist bregðast við „þeim vanda og mannréttindabrotum sem felast í löngum biðlistum eftir afpánun,“ líkt og það er orðað í fyrirspurinni. Í svarinu segir að með breytingu á lögum um fullnustu refsinga hafi svigrúm og heimildir til afplánunar utan fangelsis aukist, til að mynda í gegnum rafrænt eftirlit eða með samfélagsþjónustu. Þá hafi tekist að fullmanna fangelsið á Hólmsheiði í kjölfar aukinna fjárveitinga og þannig hafi verið unnt að draga úr fjölda þeirra sem bíði afplánunar. „Þá verður að hafa hugfast að dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra auk þess sem aldrei hafa verið fleiri í gæsluvarðhaldi frá því skráningar hófust, en þetta tvennt hefur mikil áhrif á biðlista eftir afplánun refsinga,“ segir ennfremur í svari ráðherra.
Alþingi Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent