Fór í golf eitt ágústkvöld og bjargaði líklega lífi ungrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 15:26 Jóhann Sveinbjörnsson er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurfréttar. Mynd/GG Jóhann Sveinbjörnsson 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði segir það tilviljun að hann hafi ákveðið að fara út á golfvöll kvöld eitt í ágúst. Viðbrögð Jóhanns á vellinum gætu hafa orðið til þess að lífi ungrar konu, sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan völlinn, var bjargað. Lesendur Austurfrétta völdu Jóhann Austfirðing ársins en tilkynnt var um valið í dag. Björgunarsveitir björguðu konunni í hlíðum Fjarðardals við Seyðisfjörð seint að kvöldi 6. ágúst í fyrrasumar. Í frétt Vísis um málið á sínum tíma segir að tilkynning um neyðarköll úr fjallshlíðinni hafi borist um klukkan tíu og björgunarfólkið komið á vettvang um tuttugu mínútum síðar. Konan, sem er frá Sviss, fannst að lokum talsvert slösuð ofan í læk og var að endingu flutt með sjúkraflugi á spítala í Reykjavík. Þá segir í umfjöllun Austurfréttar að konan hafi legið í fjallinu allan daginn og kallað á fólk á golfvellinum en án árangurs. Hún hafi jafnframt verið orðin mjög köld og þjáð þegar björgunarsveitarfólk kom að henni. „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“ Í tilkynningu er haft eftir Jóhanni að umrætt kvöld hafi honum leiðst heima hjá sér og því ákveðið að drífa sig í golf. „Það var hrein tilviljun sem réði því að ég var úti á velli. Ég hafði farið á Egilsstaði og yfir á Reyðarfjörð um daginn og settist við sjónvarpið til að horfa á fréttir. Ég var búinn að koma mér vel fyrir í sófanum hér heima þegar, upp úr klukkan átta um kvöldið, byrjar þáttur sem mér líkaði ekki. Ég hugsaði með mér: „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“,“ segir Jóhann. Seyðisfjörður í sumarbúning.Vísir/vilhelm Hann hafi svo verið efst á golfsvæðinu við rætur Bjólfs þegar honum fannst hann heyra í fuglum kallast á. Hann hélt svo áfram að heyra hljóðið og hugsað þá með sér að þarna gæti vel verið mannsrödd. „Mér fannst ekki vera hægt að ganga hjá því ef einhver væri í vandræðum. Ég var með síma en vildi ekki hringja í Neyðarlínuna því ég hélt þetta væru fuglar. Ég keyrði því út í bæ, heim til lögreglumannsins og fékk hann með mér inn eftir. Við gengum upp eftir þar sem ég hafði heyrt í konunni og hóuðum upp í fjallið. Við fengum svar til baka. Við vorum búnir að kalla svolitla stund og hlusta á hana þegar okkur kom saman um að þetta væri mannsrödd. Þá tók hann upp símann og hringdi í Neyðarlínuna.“ Fékk kort frá Sviss Konan sendi Jóhanni kort í haust og þakkaði fyrir björgunina, þó að Jóhann sjálfur leggi áherslu á að það hafi verið björgunarsveitarfólkið sem bjargaði henni. „Þá var hún komin til Sviss. Hún sagðist vera að byrja að læra að ganga aftur,“ er haft eftir Jóhanni um kveðjuna frá ungu konunni. Fjórtán komu til greina sem Austfirðingur ársins hjá Austurfrétt. Jóhann fékk flest atkvæði og fær að launum viðurkenningarskjal, gjafabréf í mat og gistingu á Gistihúsinu á Egilsstöðum og ársáskrift að Austurglugganum. „Ég er ekki grobbinn en ég er ánægður með að hafa átt þátt í að stelpan bjargaðist. Það var gott að fara ekki heim án þess að sinna henni. Það voru hins vegar björgunarmennirnir sem höfðu fyrir því að ná henni. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu en ég held ég ofmetnist ekki. Ég er hins vegar mjög þakklátur þessu fólki sem sýndi mér þessa virðingu,“ segir Jóhann. Björgunarsveitir Seyðisfjörður Tengdar fréttir Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Jóhann Sveinbjörnsson 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði segir það tilviljun að hann hafi ákveðið að fara út á golfvöll kvöld eitt í ágúst. Viðbrögð Jóhanns á vellinum gætu hafa orðið til þess að lífi ungrar konu, sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan völlinn, var bjargað. Lesendur Austurfrétta völdu Jóhann Austfirðing ársins en tilkynnt var um valið í dag. Björgunarsveitir björguðu konunni í hlíðum Fjarðardals við Seyðisfjörð seint að kvöldi 6. ágúst í fyrrasumar. Í frétt Vísis um málið á sínum tíma segir að tilkynning um neyðarköll úr fjallshlíðinni hafi borist um klukkan tíu og björgunarfólkið komið á vettvang um tuttugu mínútum síðar. Konan, sem er frá Sviss, fannst að lokum talsvert slösuð ofan í læk og var að endingu flutt með sjúkraflugi á spítala í Reykjavík. Þá segir í umfjöllun Austurfréttar að konan hafi legið í fjallinu allan daginn og kallað á fólk á golfvellinum en án árangurs. Hún hafi jafnframt verið orðin mjög köld og þjáð þegar björgunarsveitarfólk kom að henni. „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“ Í tilkynningu er haft eftir Jóhanni að umrætt kvöld hafi honum leiðst heima hjá sér og því ákveðið að drífa sig í golf. „Það var hrein tilviljun sem réði því að ég var úti á velli. Ég hafði farið á Egilsstaði og yfir á Reyðarfjörð um daginn og settist við sjónvarpið til að horfa á fréttir. Ég var búinn að koma mér vel fyrir í sófanum hér heima þegar, upp úr klukkan átta um kvöldið, byrjar þáttur sem mér líkaði ekki. Ég hugsaði með mér: „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“,“ segir Jóhann. Seyðisfjörður í sumarbúning.Vísir/vilhelm Hann hafi svo verið efst á golfsvæðinu við rætur Bjólfs þegar honum fannst hann heyra í fuglum kallast á. Hann hélt svo áfram að heyra hljóðið og hugsað þá með sér að þarna gæti vel verið mannsrödd. „Mér fannst ekki vera hægt að ganga hjá því ef einhver væri í vandræðum. Ég var með síma en vildi ekki hringja í Neyðarlínuna því ég hélt þetta væru fuglar. Ég keyrði því út í bæ, heim til lögreglumannsins og fékk hann með mér inn eftir. Við gengum upp eftir þar sem ég hafði heyrt í konunni og hóuðum upp í fjallið. Við fengum svar til baka. Við vorum búnir að kalla svolitla stund og hlusta á hana þegar okkur kom saman um að þetta væri mannsrödd. Þá tók hann upp símann og hringdi í Neyðarlínuna.“ Fékk kort frá Sviss Konan sendi Jóhanni kort í haust og þakkaði fyrir björgunina, þó að Jóhann sjálfur leggi áherslu á að það hafi verið björgunarsveitarfólkið sem bjargaði henni. „Þá var hún komin til Sviss. Hún sagðist vera að byrja að læra að ganga aftur,“ er haft eftir Jóhanni um kveðjuna frá ungu konunni. Fjórtán komu til greina sem Austfirðingur ársins hjá Austurfrétt. Jóhann fékk flest atkvæði og fær að launum viðurkenningarskjal, gjafabréf í mat og gistingu á Gistihúsinu á Egilsstöðum og ársáskrift að Austurglugganum. „Ég er ekki grobbinn en ég er ánægður með að hafa átt þátt í að stelpan bjargaðist. Það var gott að fara ekki heim án þess að sinna henni. Það voru hins vegar björgunarmennirnir sem höfðu fyrir því að ná henni. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu en ég held ég ofmetnist ekki. Ég er hins vegar mjög þakklátur þessu fólki sem sýndi mér þessa virðingu,“ segir Jóhann.
Björgunarsveitir Seyðisfjörður Tengdar fréttir Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30