Biðjast afsökunar á að hafa smánað fólk í náttfötum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 19:30 Ein þeirra mynda sem borgaryfirvöld birtu. Suzhou Stjórnvöld í kínversku borginni Suzhou hafa beðist afsökunar á því að hafa smánað borgara sem gerðust uppvísir að því að klæðast náttfötum á almannafæri. Borgaryfirvöld birtu í gær opinberlega myndefni úr öryggismyndavélum borgarinnar sem sýndi sjö einstaklinga klædda náttfötum á götum borgarinnar. Nöfn einstaklinganna, ökuskírteini þeirra aðrar persónuupplýsingar fylgdu myndbirtingunni, auk þess sem borgaryfirvöld sögðu hegðun hinna náttfataklæddu borgara „ósiðmenntaða.“ Yfirvöld birtu einnig myndir af fólki sem talið var hegða sér ósiðsamlega á annan hátt, meðal annars með því að „liggja á bekk á ósiðmenntaðan hátt“ og með því að dreifa auglýsingabæklingum. Eftirlit með borgurum í Kína hefur farið vaxandi síðustu ár. Fyrir tveimur árum síðan voru öryggismyndavélar í landinu um 170 milljón talsins, en talið er að þeim muni hafa fjölgað um 400 milljónir í lok þessa árs. Myndbirting borgaryfirvalda olli mikill reiði víða í Kína, og þá einkum og sér í lagi í netheimum. Margir bentu á að ekkert athugavert væri við það að klæðast náttfötum á almannafæri meðan aðrir sögðu yfirvöld hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs borgaranna. Borgaryfirvöld hafa nú beðist afsökunar á athæfi sínu, en báru því þó við að markmið myndbirtingarinnar hafi verið að „binda enda á ósiðmenntaða hegðun,“ þótt réttindi borgara ættu að sjálfsögðu að vera í hávegum höfð. Yfirvöld í Suzhou virðast þó ekki ætla að láta af myndbirtingu þegar þau telja hegðun borgara sinna ekki í takt við almenna siðgæðisstaðla, heldur hafa þau lofað því að gera myndir sem birtar verða í framtíðinni ópersónugreinanlegar. Kína Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Stjórnvöld í kínversku borginni Suzhou hafa beðist afsökunar á því að hafa smánað borgara sem gerðust uppvísir að því að klæðast náttfötum á almannafæri. Borgaryfirvöld birtu í gær opinberlega myndefni úr öryggismyndavélum borgarinnar sem sýndi sjö einstaklinga klædda náttfötum á götum borgarinnar. Nöfn einstaklinganna, ökuskírteini þeirra aðrar persónuupplýsingar fylgdu myndbirtingunni, auk þess sem borgaryfirvöld sögðu hegðun hinna náttfataklæddu borgara „ósiðmenntaða.“ Yfirvöld birtu einnig myndir af fólki sem talið var hegða sér ósiðsamlega á annan hátt, meðal annars með því að „liggja á bekk á ósiðmenntaðan hátt“ og með því að dreifa auglýsingabæklingum. Eftirlit með borgurum í Kína hefur farið vaxandi síðustu ár. Fyrir tveimur árum síðan voru öryggismyndavélar í landinu um 170 milljón talsins, en talið er að þeim muni hafa fjölgað um 400 milljónir í lok þessa árs. Myndbirting borgaryfirvalda olli mikill reiði víða í Kína, og þá einkum og sér í lagi í netheimum. Margir bentu á að ekkert athugavert væri við það að klæðast náttfötum á almannafæri meðan aðrir sögðu yfirvöld hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs borgaranna. Borgaryfirvöld hafa nú beðist afsökunar á athæfi sínu, en báru því þó við að markmið myndbirtingarinnar hafi verið að „binda enda á ósiðmenntaða hegðun,“ þótt réttindi borgara ættu að sjálfsögðu að vera í hávegum höfð. Yfirvöld í Suzhou virðast þó ekki ætla að láta af myndbirtingu þegar þau telja hegðun borgara sinna ekki í takt við almenna siðgæðisstaðla, heldur hafa þau lofað því að gera myndir sem birtar verða í framtíðinni ópersónugreinanlegar.
Kína Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira