„Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 22:20 Snarrótin gagnrýnir að lögregla sé send ein í útköll þar sem óskað er sérstaklega eftir aðstoð sjúkrabíls. Vísir/Vilhelm Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hvetur Neyðarlínuna til þess að endurskoða verkferla sína, þannig að öruggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar eiga þarf við manneskju í geðrofsástandi eða öðru ástandi þar sem þekking heilbrigðisstarfsfólks gæti nýst við lausn mála. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þar er vísað til umfjöllunar Kompás um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, en hún lést í átökum lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að hringt var á Neyðarlínuna til þess að óska eftir sjúkrabíl fyrir hana. „Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður. Þekking heilbrigðisstarfsfólks á ástandi af þessu tagi er lykilþáttur í að tryggja öryggi allra á vettvangi og andleg veikindi ættu alltaf sem önnur veikindi að vera meðhöndluð sem heilbrigðismál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að út frá gögnum málsins, þar með töldum framburði lögregluþjóna á vettvangi, sé ljóst og óumdeilt að aðfarir lögreglu hafi meðal annars snúist um að „leggja Heklu Lind á magann og styðja hné á herðablaðasvæði hennar.“Sjá einnig: Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn „Þvinguð lega á maga auk þrýstings á bak er þekktur áhættuþáttur þegar reynt er að taka niður og skorða æsta manneskju. Vitað er að slíkar aðferðir geta aukið líkur á dauðsfalli, þar sem þrengt er að öndun manneskjunnar. Allt of mörg dæmi eru um að það hafi gerst og dæmin finnast um allan heim.“ Þá segir að aðferðir sem þær sem lýst er hér að ofan séu ekki á nokkurn hátt nauðsynlegar til þess að tryggja að manneskja sé kyrr, né til þess að tryggja öryggi á vettvangi. „Það starfsfólk geðdeildar sem sinnir verkefnum sem geta krafist þess að beita skjólstæðinga deildanna líkamlegum þvingunum fær sérstaka þjálfun í að notast við aðferðir sem draga úr áhættu af þessu tagi – þær eru til og þekkingarleysi á þeim er ekki afsökun,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Því hefur Snarrótin hvatt Neyðarlínu til þess að endurskoða verkferla sína svo tryggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar ljóst er að eiga þurfi við manneskju í geðrofi eða öðru ástandi þar sem ljóst þykir að þekking heilbrigðisstarfsmanna kann að nýtast. Þá hvetur Snarrótin til þess að lögregla mæti á vettvang heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings, en ekki ein síns liðs. Eins er lögreglan hvött til þess að endurskoða þá þjálfun sem lögregluþjónar fá í því að eiga við fólk í ástandi eins og því sem hér að ofan er lýst. Ef nauðsynlegt þyki að kalla til lögreglu við afskipti á veiku fólki sé lífsnauðsynlegt að lögregla hafi viðeigandi þjálfun til þess að takast á við slíkar aðstæður. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt ef það á að vera niðurstaða yfirferðar á því hvað dró Heklu Lind Jónsdóttur til dauða að það þurfi engu að breyta og að ekkert sé hægt að læra af málinu. Það væri augljóslega kolröng ályktun og ábyrgðarlaus. Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið.“ Lögreglan Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hvetur Neyðarlínuna til þess að endurskoða verkferla sína, þannig að öruggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar eiga þarf við manneskju í geðrofsástandi eða öðru ástandi þar sem þekking heilbrigðisstarfsfólks gæti nýst við lausn mála. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þar er vísað til umfjöllunar Kompás um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, en hún lést í átökum lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að hringt var á Neyðarlínuna til þess að óska eftir sjúkrabíl fyrir hana. „Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður. Þekking heilbrigðisstarfsfólks á ástandi af þessu tagi er lykilþáttur í að tryggja öryggi allra á vettvangi og andleg veikindi ættu alltaf sem önnur veikindi að vera meðhöndluð sem heilbrigðismál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að út frá gögnum málsins, þar með töldum framburði lögregluþjóna á vettvangi, sé ljóst og óumdeilt að aðfarir lögreglu hafi meðal annars snúist um að „leggja Heklu Lind á magann og styðja hné á herðablaðasvæði hennar.“Sjá einnig: Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn „Þvinguð lega á maga auk þrýstings á bak er þekktur áhættuþáttur þegar reynt er að taka niður og skorða æsta manneskju. Vitað er að slíkar aðferðir geta aukið líkur á dauðsfalli, þar sem þrengt er að öndun manneskjunnar. Allt of mörg dæmi eru um að það hafi gerst og dæmin finnast um allan heim.“ Þá segir að aðferðir sem þær sem lýst er hér að ofan séu ekki á nokkurn hátt nauðsynlegar til þess að tryggja að manneskja sé kyrr, né til þess að tryggja öryggi á vettvangi. „Það starfsfólk geðdeildar sem sinnir verkefnum sem geta krafist þess að beita skjólstæðinga deildanna líkamlegum þvingunum fær sérstaka þjálfun í að notast við aðferðir sem draga úr áhættu af þessu tagi – þær eru til og þekkingarleysi á þeim er ekki afsökun,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Því hefur Snarrótin hvatt Neyðarlínu til þess að endurskoða verkferla sína svo tryggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar ljóst er að eiga þurfi við manneskju í geðrofi eða öðru ástandi þar sem ljóst þykir að þekking heilbrigðisstarfsmanna kann að nýtast. Þá hvetur Snarrótin til þess að lögregla mæti á vettvang heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings, en ekki ein síns liðs. Eins er lögreglan hvött til þess að endurskoða þá þjálfun sem lögregluþjónar fá í því að eiga við fólk í ástandi eins og því sem hér að ofan er lýst. Ef nauðsynlegt þyki að kalla til lögreglu við afskipti á veiku fólki sé lífsnauðsynlegt að lögregla hafi viðeigandi þjálfun til þess að takast á við slíkar aðstæður. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt ef það á að vera niðurstaða yfirferðar á því hvað dró Heklu Lind Jónsdóttur til dauða að það þurfi engu að breyta og að ekkert sé hægt að læra af málinu. Það væri augljóslega kolröng ályktun og ábyrgðarlaus. Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið.“
Lögreglan Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira