Icelandair aflýsir fjölda flugferða vegna óveðurs á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 15:09 Röskun á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að aflýsa alls 24 flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun, 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár. Þá verður flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í kvöld einnig seinkað. Nákvæm tímasetning brottfara mun liggja fyrir fljótlega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Búist er við afar slæmu veðri næsta sólarhringinn og gular hríðarviðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendi. Víða er gert fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, allt 23 m/s, éljagangi og lélegu skyggni. Viðvaranir byrja að taka gildi í kvöld og renna ekki út fyrr en seint á morgun. Í tilkynningu frá Icelandair segir að verið sé að upplýsa farþega um þessar breytingar á flugáætlun. Mikið álag sé á þjónustuveri og eru farþegar beðnir um að sýna biðlund. Þá verði allir farþegar endurbókaðir og ný ferðaáætlanir sendar þeim í tölvupósti. Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið aflýst: Flug FI532/FI533 til og frá Munchen Flug FI568/FI569 til og frá Zurich Flug FI520/FI521 til og frá Frankfurt Flug FI554/FI555 til og frá Brussel Flug FI430/FI431 til og frá Glasgow Flug FI342/FI343 til og frá Helsinki Flug FI306/FI307 til og frá Stokkhólmi Flug FI318/FI319 til og frá Osló Flug FI206/FI207 til og frá Kaupmannahöfn Flug FI440/FI441til og frá Manchester Flug FI416/FI417 til og frá Dublin Flug FI 450/451 til og frá London Heathrow Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið seinkað: Flug FI470/FI471 til og frá London Gatwick Flug FI500/FI501 til og frá Amsterdam Flug FI542/FI543 til og frá París, Charles De Gaulle Flug FI204/ FI205 til og frá Kaupmannahöfn Önnur flug til og frá Evrópu eru enn sem komið er á áætlun þó gera megi ráð fyrir seinkunum á þeim. Raskanir á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega, að því er segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Icelandair og upplýsingar um flug um Keflavíkurflugvöll má finna á vef Isavia. Aðeins eru fáeinir dagar síðan óveður setti flugsamgöngur á landinu síðast úr skorðum. Aðfaranótt 13. janúar sátu um fjögur þúsund farþegar fastir á Keflavíkurflugvelli yfir nótt vegna norðanstorms. Átjánhundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að aflýsa alls 24 flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun, 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár. Þá verður flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í kvöld einnig seinkað. Nákvæm tímasetning brottfara mun liggja fyrir fljótlega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Búist er við afar slæmu veðri næsta sólarhringinn og gular hríðarviðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendi. Víða er gert fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, allt 23 m/s, éljagangi og lélegu skyggni. Viðvaranir byrja að taka gildi í kvöld og renna ekki út fyrr en seint á morgun. Í tilkynningu frá Icelandair segir að verið sé að upplýsa farþega um þessar breytingar á flugáætlun. Mikið álag sé á þjónustuveri og eru farþegar beðnir um að sýna biðlund. Þá verði allir farþegar endurbókaðir og ný ferðaáætlanir sendar þeim í tölvupósti. Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið aflýst: Flug FI532/FI533 til og frá Munchen Flug FI568/FI569 til og frá Zurich Flug FI520/FI521 til og frá Frankfurt Flug FI554/FI555 til og frá Brussel Flug FI430/FI431 til og frá Glasgow Flug FI342/FI343 til og frá Helsinki Flug FI306/FI307 til og frá Stokkhólmi Flug FI318/FI319 til og frá Osló Flug FI206/FI207 til og frá Kaupmannahöfn Flug FI440/FI441til og frá Manchester Flug FI416/FI417 til og frá Dublin Flug FI 450/451 til og frá London Heathrow Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið seinkað: Flug FI470/FI471 til og frá London Gatwick Flug FI500/FI501 til og frá Amsterdam Flug FI542/FI543 til og frá París, Charles De Gaulle Flug FI204/ FI205 til og frá Kaupmannahöfn Önnur flug til og frá Evrópu eru enn sem komið er á áætlun þó gera megi ráð fyrir seinkunum á þeim. Raskanir á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega, að því er segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Icelandair og upplýsingar um flug um Keflavíkurflugvöll má finna á vef Isavia. Aðeins eru fáeinir dagar síðan óveður setti flugsamgöngur á landinu síðast úr skorðum. Aðfaranótt 13. janúar sátu um fjögur þúsund farþegar fastir á Keflavíkurflugvelli yfir nótt vegna norðanstorms. Átjánhundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44