Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 19:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki óttast að frumkvæðisathugun þingnefndar á hæfi hans leiði til þess að hann þurfi að segja af sér. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist vilja ýtarlegri upplýsingar um það hvernig hagsmunamat fari fram. Líkt og fréttastofa hefur fjallað um í dag mætti Kristján Þór á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Sjá einnig: „Ég hef ekkert að fela“ Nefndarmönnum var tíðrætt um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins og veltu því margir upp hvort þær ættu einhverjum tilfellum einnig að gilda um almenna lagasetningu. „Við munum að sjálfsögðu, og höfum, fleiri spurningar og þær snúa kannski einmitt sérstaklega að því hvernig svona hagsmunamat fer fram. Vegna þess að mér finnst ekki skírt að það sé viðhaft þegar kemur að almennum stjórnvaldsfyrirmælum, reglugerðargerð eða öðru slíku vegna þess að þar er það sem að þarf að meta hvort að Samherji hafi verulega hagsmuni umfram aðra aðila,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. Hún var ekki ein um að velta þessu fyrir sér en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi sem dæmi frumvarp sem samþykkt var á Alþingi um veiðiheimildir á makríl. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/Vilhelm „Hvað þurfa hagsmunirnir að vera miklir, í milljörðum talið, svo að fyrrum stjórnarformaður Samherja og náinn vinur helsta eiganda teljist vanhæfur til að taka ákvörðun um slíka millifærslu fjármuna frá almenningi til Samherja?“ spurði Guðmundur Andri. Kristján Þór svaraði á þá leið að ekki væru lagaleg rök fyrir staðhæfingum um að ráðherra sé vanhæfur til að taka þátt í lagasetningu. „Hlutdeild og kvótasetning á makríl var fyrst og fremst viðbragð við dómi Hæstaréttar þar sem að handahófskennd vinnubrögð höfðu verið dæmd ólögmæt og við þessu varð löggjafinn að bregðast. Og úthlutun á makrílkvóta fer til mörghundruð aðila, það tekur ekki til eins fyrirtækis eða örfárra,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór svarar spurningum nefndarmanna.Vísir/Vilhelm Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki óttast að frumkvæðisathugun þingnefndar á hæfi hans leiði til þess að hann þurfi að segja af sér. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist vilja ýtarlegri upplýsingar um það hvernig hagsmunamat fari fram. Líkt og fréttastofa hefur fjallað um í dag mætti Kristján Þór á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Sjá einnig: „Ég hef ekkert að fela“ Nefndarmönnum var tíðrætt um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins og veltu því margir upp hvort þær ættu einhverjum tilfellum einnig að gilda um almenna lagasetningu. „Við munum að sjálfsögðu, og höfum, fleiri spurningar og þær snúa kannski einmitt sérstaklega að því hvernig svona hagsmunamat fer fram. Vegna þess að mér finnst ekki skírt að það sé viðhaft þegar kemur að almennum stjórnvaldsfyrirmælum, reglugerðargerð eða öðru slíku vegna þess að þar er það sem að þarf að meta hvort að Samherji hafi verulega hagsmuni umfram aðra aðila,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. Hún var ekki ein um að velta þessu fyrir sér en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi sem dæmi frumvarp sem samþykkt var á Alþingi um veiðiheimildir á makríl. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/Vilhelm „Hvað þurfa hagsmunirnir að vera miklir, í milljörðum talið, svo að fyrrum stjórnarformaður Samherja og náinn vinur helsta eiganda teljist vanhæfur til að taka ákvörðun um slíka millifærslu fjármuna frá almenningi til Samherja?“ spurði Guðmundur Andri. Kristján Þór svaraði á þá leið að ekki væru lagaleg rök fyrir staðhæfingum um að ráðherra sé vanhæfur til að taka þátt í lagasetningu. „Hlutdeild og kvótasetning á makríl var fyrst og fremst viðbragð við dómi Hæstaréttar þar sem að handahófskennd vinnubrögð höfðu verið dæmd ólögmæt og við þessu varð löggjafinn að bregðast. Og úthlutun á makrílkvóta fer til mörghundruð aðila, það tekur ekki til eins fyrirtækis eða örfárra,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór svarar spurningum nefndarmanna.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00
„Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45
Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46
„Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49