Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 19:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki óttast að frumkvæðisathugun þingnefndar á hæfi hans leiði til þess að hann þurfi að segja af sér. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist vilja ýtarlegri upplýsingar um það hvernig hagsmunamat fari fram. Líkt og fréttastofa hefur fjallað um í dag mætti Kristján Þór á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Sjá einnig: „Ég hef ekkert að fela“ Nefndarmönnum var tíðrætt um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins og veltu því margir upp hvort þær ættu einhverjum tilfellum einnig að gilda um almenna lagasetningu. „Við munum að sjálfsögðu, og höfum, fleiri spurningar og þær snúa kannski einmitt sérstaklega að því hvernig svona hagsmunamat fer fram. Vegna þess að mér finnst ekki skírt að það sé viðhaft þegar kemur að almennum stjórnvaldsfyrirmælum, reglugerðargerð eða öðru slíku vegna þess að þar er það sem að þarf að meta hvort að Samherji hafi verulega hagsmuni umfram aðra aðila,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. Hún var ekki ein um að velta þessu fyrir sér en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi sem dæmi frumvarp sem samþykkt var á Alþingi um veiðiheimildir á makríl. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/Vilhelm „Hvað þurfa hagsmunirnir að vera miklir, í milljörðum talið, svo að fyrrum stjórnarformaður Samherja og náinn vinur helsta eiganda teljist vanhæfur til að taka ákvörðun um slíka millifærslu fjármuna frá almenningi til Samherja?“ spurði Guðmundur Andri. Kristján Þór svaraði á þá leið að ekki væru lagaleg rök fyrir staðhæfingum um að ráðherra sé vanhæfur til að taka þátt í lagasetningu. „Hlutdeild og kvótasetning á makríl var fyrst og fremst viðbragð við dómi Hæstaréttar þar sem að handahófskennd vinnubrögð höfðu verið dæmd ólögmæt og við þessu varð löggjafinn að bregðast. Og úthlutun á makrílkvóta fer til mörghundruð aðila, það tekur ekki til eins fyrirtækis eða örfárra,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór svarar spurningum nefndarmanna.Vísir/Vilhelm Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki óttast að frumkvæðisathugun þingnefndar á hæfi hans leiði til þess að hann þurfi að segja af sér. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist vilja ýtarlegri upplýsingar um það hvernig hagsmunamat fari fram. Líkt og fréttastofa hefur fjallað um í dag mætti Kristján Þór á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Sjá einnig: „Ég hef ekkert að fela“ Nefndarmönnum var tíðrætt um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins og veltu því margir upp hvort þær ættu einhverjum tilfellum einnig að gilda um almenna lagasetningu. „Við munum að sjálfsögðu, og höfum, fleiri spurningar og þær snúa kannski einmitt sérstaklega að því hvernig svona hagsmunamat fer fram. Vegna þess að mér finnst ekki skírt að það sé viðhaft þegar kemur að almennum stjórnvaldsfyrirmælum, reglugerðargerð eða öðru slíku vegna þess að þar er það sem að þarf að meta hvort að Samherji hafi verulega hagsmuni umfram aðra aðila,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. Hún var ekki ein um að velta þessu fyrir sér en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi sem dæmi frumvarp sem samþykkt var á Alþingi um veiðiheimildir á makríl. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/Vilhelm „Hvað þurfa hagsmunirnir að vera miklir, í milljörðum talið, svo að fyrrum stjórnarformaður Samherja og náinn vinur helsta eiganda teljist vanhæfur til að taka ákvörðun um slíka millifærslu fjármuna frá almenningi til Samherja?“ spurði Guðmundur Andri. Kristján Þór svaraði á þá leið að ekki væru lagaleg rök fyrir staðhæfingum um að ráðherra sé vanhæfur til að taka þátt í lagasetningu. „Hlutdeild og kvótasetning á makríl var fyrst og fremst viðbragð við dómi Hæstaréttar þar sem að handahófskennd vinnubrögð höfðu verið dæmd ólögmæt og við þessu varð löggjafinn að bregðast. Og úthlutun á makrílkvóta fer til mörghundruð aðila, það tekur ekki til eins fyrirtækis eða örfárra,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór svarar spurningum nefndarmanna.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00
„Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45
Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46
„Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49