Kristján: Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár Smári Jökull Jónsson skrifar 22. janúar 2020 22:02 Kristján Andrésson þjálfari Svia var að vonum sáttur eftir sigurinn á íslenska liðinu í kvöld. Þetta var hans síðasti leikur sem þjálfari sænska landsliðsins. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Það var góð varnarvinna, við settum pressu á Íslendingana og svo kom góð varsla frá Appelgren,“ sagði Kristján við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Malmö í kvöld. „Við komumst nokkrum mörkum yfir í byrjun. Við leystum varnarleik Íslands vel með háu 3:3 vörnina þeirra. Við fundum lausnir með línumenn og skytturnar og ég er ánægður með leikinn.“ Eins og áður segir er var leikurinn sá síðasti sem hann stjórnar hjá sænska liðinu. Hann hefur verið þjálfari liðsins síðan 2016 en tók við Rhein Neckar-Löwen í sumar og hefur þjálfað liðin tvö samhliða. „Mér líður bara vel. Ég er ekki að fara að skoða Sideline eða klippur á morgun, ég ætla bara að taka því rólega. Ég hef verið svolítið mikið í tölvunni að skoða handbolta. Ég sé til hvort ég skoða leikinn um helgina. Ég hlakka til að fara heim til fjölskyldunnar á morgun.“ Svíar höfðu forystuna allan tímann í dag og náðu strákarnir okkar aldrei að ógna sænska liðinu að ráði. „Ég var rólegur í dag. Ég vissi að þetta væri síðasti leikurinn og það er auðvitað mjög gaman að vinna þó svo að ég hafi vitað að það skipti í raun engu máli hvernig þetta færi í dag.“ „Það er mikilvægt að vinna og sýna góðan karakter. Það er gott fyrir leikmennina sem eru að fara að berjast um að komast á Ólympíuleikana. Ég er búinn að gera mitt besta,“ sagði Kristján og sagðist ánægður með tímann hjá sænska landsliðinu. „Þetta hefur verið mjög góður tími fyrir mig. Ég hef fengið tækifæri til að fara erlendis og sinna mínu starfi, hitt marga góða þjálfara og leikmenn. Þessi tími hefur gert mig að betri manneskju og betri þjálfara. Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár,“ sagði Kristján að lokum. EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02 Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Kristján Andrésson þjálfari Svia var að vonum sáttur eftir sigurinn á íslenska liðinu í kvöld. Þetta var hans síðasti leikur sem þjálfari sænska landsliðsins. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Það var góð varnarvinna, við settum pressu á Íslendingana og svo kom góð varsla frá Appelgren,“ sagði Kristján við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Malmö í kvöld. „Við komumst nokkrum mörkum yfir í byrjun. Við leystum varnarleik Íslands vel með háu 3:3 vörnina þeirra. Við fundum lausnir með línumenn og skytturnar og ég er ánægður með leikinn.“ Eins og áður segir er var leikurinn sá síðasti sem hann stjórnar hjá sænska liðinu. Hann hefur verið þjálfari liðsins síðan 2016 en tók við Rhein Neckar-Löwen í sumar og hefur þjálfað liðin tvö samhliða. „Mér líður bara vel. Ég er ekki að fara að skoða Sideline eða klippur á morgun, ég ætla bara að taka því rólega. Ég hef verið svolítið mikið í tölvunni að skoða handbolta. Ég sé til hvort ég skoða leikinn um helgina. Ég hlakka til að fara heim til fjölskyldunnar á morgun.“ Svíar höfðu forystuna allan tímann í dag og náðu strákarnir okkar aldrei að ógna sænska liðinu að ráði. „Ég var rólegur í dag. Ég vissi að þetta væri síðasti leikurinn og það er auðvitað mjög gaman að vinna þó svo að ég hafi vitað að það skipti í raun engu máli hvernig þetta færi í dag.“ „Það er mikilvægt að vinna og sýna góðan karakter. Það er gott fyrir leikmennina sem eru að fara að berjast um að komast á Ólympíuleikana. Ég er búinn að gera mitt besta,“ sagði Kristján og sagðist ánægður með tímann hjá sænska landsliðinu. „Þetta hefur verið mjög góður tími fyrir mig. Ég hef fengið tækifæri til að fara erlendis og sinna mínu starfi, hitt marga góða þjálfara og leikmenn. Þessi tími hefur gert mig að betri manneskju og betri þjálfara. Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár,“ sagði Kristján að lokum.
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02 Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45
Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02
Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34