Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2020 18:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. Formaður borgarráðs tekur í sama streng, 1400 milljóna framúrkeyrsla Sorpu undirstriki mikilvægi breytinganna sem þarf að ráðast í. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar að kaupum á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfé frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Stofnframlög sveitarfélaganna til Sorpu árið 2018 og 2019 vegna framkvæmdanna réðust af hlutfalli íbúafjölda. Sé sama skipting heimfærð á kostnaðinn vegna framúrkeyrslunnar myndi reikningurinn líta svona út.Grafík/Hafsteinn Viðbrögð í lok næstu viku Stjórnarmenn Sorpu hyggjast ekki tjá sig efnislega um úttekt innri endurskoðunar fyrr en eftir stjórnarfund, sem fyrirhugaður er á fimmtudag í næstu viku. Þar verða andmæli framkvæmdastjóra Sorpu tekin fyrir, en Birni H. Halldórssyni var vikið frá framkvæmdastjórastörfum í gær á meðan framúrkeyrslan er til rannsóknar. Auk ýmissa athugasemda um lélegt upplýsingaflæði milli framkvæmdastjórans og stjórnar Sorpu setur innri endurskoðun út á samsetningu umræddrar stjórnar. Samkvæmt stofnsamningi Sorpu skal stjórnin skipuð sveitarstjórnarfólki, sem innri endurskoðun vill hverfa frá. Þess í stað ætti að leggja ríkari áherslu á hæfi, reynslu og menntun stjórnarfólks. Undir þetta ákall tekur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. Eigendastefna borgarinnar sé nú þegar til endurskoðunar þar sem horft er til þess að gera ríkari hæfnikröfur. „Ég hef gagnrýnt það að þarna sé verið að skilja á milli hlutverks, ábyrgðar og ákvarðanatöku og mér finnst mál vera svona holdgervingur þess sem við erum með í fanginu: Að við verðum að gera breytingar,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir flest vera sammála um að gera þurfi breytingar í þessa átt, þó svo að útfærslan sé meira þrætuepli. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/vilhelm Rödd stjórnmálanna verði áfram að heyrast Breytingar sem þessar hafi til að mynda verið ræddar á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í haust. Þar var samþykkt að stjórn SSH tæki breytingar sem þessar til skoðunar, þar sem fleiri byggðasamlög en Sorpa eru undir. „Peningar höfuðborgarbúa eru undir og við erum að ræða um mikla þjónustu. Þetta eru fyrirtæki eins og Sorpa, Strætó svo ég tali nú ekki um stór fyrirtæki eins og Orkuveituna. Þetta eru gríðarlega mikilvæg fyrirtæki í innviðum þessara sveitarfélaga og við verðum að gera þetta betur.“ Breytingar í þess átt séu þegar í vinnslu, rödd stjórnmálanna verði þó áfram að heyrast „Ég vil meiri fagmennsku og minni pólitík inn í þessa stjórn. Það þarf þó að vera pólítik líka því þar er ákvörðunarvaldið. Þetta þarf því að sameina að mínu mati,“ segir Þórdís sem leggur áherslu á það að vel verði staðið að þessari vinnu. Innri endurskoðun telur einnig brýnt að lengja skipunartíma stjórnarfólks, úr tveimur árum í fjögur. Erfitt sé að setja sig inn í starfsemi Sorpu og því þurfi að passa að allri reynslu sé ekki ruslað út á tveggja ára fresti. Þórdís Lóa tekur í sama streng, þessi stjórnarfólksvelta sé ekki af hinu góða. „Þetta gerir það að verkum að stjórnir geta orðið mjög veikar og embættismannakerfið gerður orðið mjög sterkt. Þetta er eitt af þessum grunnatriðum sem allar stjórnir í landinu þurfa að passa verulega; hvernig er veltan inni í henni og ekki skipta út öllum í einu. Að halda inni þekkingu og reynslu er gríðarlega mikilvægt,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. Formaður borgarráðs tekur í sama streng, 1400 milljóna framúrkeyrsla Sorpu undirstriki mikilvægi breytinganna sem þarf að ráðast í. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar að kaupum á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfé frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Stofnframlög sveitarfélaganna til Sorpu árið 2018 og 2019 vegna framkvæmdanna réðust af hlutfalli íbúafjölda. Sé sama skipting heimfærð á kostnaðinn vegna framúrkeyrslunnar myndi reikningurinn líta svona út.Grafík/Hafsteinn Viðbrögð í lok næstu viku Stjórnarmenn Sorpu hyggjast ekki tjá sig efnislega um úttekt innri endurskoðunar fyrr en eftir stjórnarfund, sem fyrirhugaður er á fimmtudag í næstu viku. Þar verða andmæli framkvæmdastjóra Sorpu tekin fyrir, en Birni H. Halldórssyni var vikið frá framkvæmdastjórastörfum í gær á meðan framúrkeyrslan er til rannsóknar. Auk ýmissa athugasemda um lélegt upplýsingaflæði milli framkvæmdastjórans og stjórnar Sorpu setur innri endurskoðun út á samsetningu umræddrar stjórnar. Samkvæmt stofnsamningi Sorpu skal stjórnin skipuð sveitarstjórnarfólki, sem innri endurskoðun vill hverfa frá. Þess í stað ætti að leggja ríkari áherslu á hæfi, reynslu og menntun stjórnarfólks. Undir þetta ákall tekur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. Eigendastefna borgarinnar sé nú þegar til endurskoðunar þar sem horft er til þess að gera ríkari hæfnikröfur. „Ég hef gagnrýnt það að þarna sé verið að skilja á milli hlutverks, ábyrgðar og ákvarðanatöku og mér finnst mál vera svona holdgervingur þess sem við erum með í fanginu: Að við verðum að gera breytingar,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir flest vera sammála um að gera þurfi breytingar í þessa átt, þó svo að útfærslan sé meira þrætuepli. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/vilhelm Rödd stjórnmálanna verði áfram að heyrast Breytingar sem þessar hafi til að mynda verið ræddar á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í haust. Þar var samþykkt að stjórn SSH tæki breytingar sem þessar til skoðunar, þar sem fleiri byggðasamlög en Sorpa eru undir. „Peningar höfuðborgarbúa eru undir og við erum að ræða um mikla þjónustu. Þetta eru fyrirtæki eins og Sorpa, Strætó svo ég tali nú ekki um stór fyrirtæki eins og Orkuveituna. Þetta eru gríðarlega mikilvæg fyrirtæki í innviðum þessara sveitarfélaga og við verðum að gera þetta betur.“ Breytingar í þess átt séu þegar í vinnslu, rödd stjórnmálanna verði þó áfram að heyrast „Ég vil meiri fagmennsku og minni pólitík inn í þessa stjórn. Það þarf þó að vera pólítik líka því þar er ákvörðunarvaldið. Þetta þarf því að sameina að mínu mati,“ segir Þórdís sem leggur áherslu á það að vel verði staðið að þessari vinnu. Innri endurskoðun telur einnig brýnt að lengja skipunartíma stjórnarfólks, úr tveimur árum í fjögur. Erfitt sé að setja sig inn í starfsemi Sorpu og því þurfi að passa að allri reynslu sé ekki ruslað út á tveggja ára fresti. Þórdís Lóa tekur í sama streng, þessi stjórnarfólksvelta sé ekki af hinu góða. „Þetta gerir það að verkum að stjórnir geta orðið mjög veikar og embættismannakerfið gerður orðið mjög sterkt. Þetta er eitt af þessum grunnatriðum sem allar stjórnir í landinu þurfa að passa verulega; hvernig er veltan inni í henni og ekki skipta út öllum í einu. Að halda inni þekkingu og reynslu er gríðarlega mikilvægt,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24
Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41