Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2020 23:30 Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, hér í forgrunni. AP/Kathy Willens Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Sciorra, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Sopranos-sjónvarsþáttunum vinsælu hefur sakað Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Sciorra er sú fyrsta af sex konum sem bera munu vitni gegn Weinstein í réttarhöldunum sem nú standa yfir í New York.Lýsti hún því hvernig hún og Weinstein hafi kynnst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkrum árum síðar hafi hópur, þar á meðal hún og Weinstein, farið út að borða saman. Hún hafi ákveðið að fara snemma heim og bauð Weinstein henni far, sem hún þáði. Fylgdi hann henni heim og skildu leiðir þeirra eftir. Greindi hún hins vegar frá því að stuttu síðar hafi verið bankað á hurðina á íbúð hennar. Þar hafi Weinstein verið mættur og sagði hún að hann hefði þröngvað sér inn í íbúðina. Weinstein var umkringdur fylgdarliði við komuna í dómshúsið á Manhattan í gær.Vísir/Getty Hann hafi labbað um íbúðina á meðan hann hneppti frá skyrtunni. „Síðan greip hann í mig. Hann leiddi mig inn í svefnherbergið og ýtti mér á rúmið. Ég kýldi í hann og sparkaði og var að reyna að koma honum af mér. Hann tók í hendurnar á mér og lyfti þum yfir höfuðið á mér,“ lýsti Sciorra en á því augnabliki lék hún eftir hvernig Weinstein hafði haldið henni. Því næst hafi Weinstein nauðgað henni. Hið meinta brot Weinstein gegn Sciorra er hins vegar fyrnt samkvæmt lögum í New York og Weinstein því ekki ákærður fyrir meint kynferðisbrot sín gegn henni. Réttarhöldin nú snúast um ákærur á hendur Weinstein fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, auk þriggja annarra kynferðisbrota. Saksóknarar vonast til þess að vitnisburður Sciorra muni renna stoðum undir vitnisburð þeirra kvenna sem sakað hafa Weinstein um nauðgun eða önnur kynferðisbrot. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira
Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Sciorra, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Sopranos-sjónvarsþáttunum vinsælu hefur sakað Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Sciorra er sú fyrsta af sex konum sem bera munu vitni gegn Weinstein í réttarhöldunum sem nú standa yfir í New York.Lýsti hún því hvernig hún og Weinstein hafi kynnst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkrum árum síðar hafi hópur, þar á meðal hún og Weinstein, farið út að borða saman. Hún hafi ákveðið að fara snemma heim og bauð Weinstein henni far, sem hún þáði. Fylgdi hann henni heim og skildu leiðir þeirra eftir. Greindi hún hins vegar frá því að stuttu síðar hafi verið bankað á hurðina á íbúð hennar. Þar hafi Weinstein verið mættur og sagði hún að hann hefði þröngvað sér inn í íbúðina. Weinstein var umkringdur fylgdarliði við komuna í dómshúsið á Manhattan í gær.Vísir/Getty Hann hafi labbað um íbúðina á meðan hann hneppti frá skyrtunni. „Síðan greip hann í mig. Hann leiddi mig inn í svefnherbergið og ýtti mér á rúmið. Ég kýldi í hann og sparkaði og var að reyna að koma honum af mér. Hann tók í hendurnar á mér og lyfti þum yfir höfuðið á mér,“ lýsti Sciorra en á því augnabliki lék hún eftir hvernig Weinstein hafði haldið henni. Því næst hafi Weinstein nauðgað henni. Hið meinta brot Weinstein gegn Sciorra er hins vegar fyrnt samkvæmt lögum í New York og Weinstein því ekki ákærður fyrir meint kynferðisbrot sín gegn henni. Réttarhöldin nú snúast um ákærur á hendur Weinstein fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, auk þriggja annarra kynferðisbrota. Saksóknarar vonast til þess að vitnisburður Sciorra muni renna stoðum undir vitnisburð þeirra kvenna sem sakað hafa Weinstein um nauðgun eða önnur kynferðisbrot. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira
Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46
Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02
„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57
Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30