Dómur yfir yfirmanni sem áreitti 17 ára stúlku mildaður Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 21:34 Landsréttur vísaði til dráttar sem varð á málinu um ákvörðun sína um að milda dóminn. Vísir/Egill Landsréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem áreitti 17 ára stúlku sem var undirmaður hans á skemmtistað árið 2016. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða stúlkunni 200.000 krónur í bætur. Áreitnin átti sér stað á árshátíð vinnustaðar fólksins þegar stúlkan var sautján ára gömul. Maðurinn var sakfelldur fyrir að káfa ítrekað á og klípa í rass stúlkunnar á skemmtistað, káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Maðurinn var sýknaður af lið ákærunnar um að hafa viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar. Landsréttur taldi ástæðu til að milda þann dóm og vísaði til dráttar á meðferð málsins sem manninum yrði ekki kennt um. Ákæra var ekki gefin út fyrr en 23 mánuðum eftir atvikið og dómur nokkrum mánuðum síðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var í yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar og mikils aldursmunar á þeim. Framburður stúlkunnar var talinn stöðugur og hann studdur smáskilaboðum sem hún sendi móður sinni með lýsingum á því sem hafði gerst daginn eftir atvikið. Lýsti stúlkan vanlíðan vegna þess og að hún þyrði ekki að mæta í vinnuna. Þá voru lögð fram samskipti stúlkunnar við frænku hennar þar sem hún lýsti framkomu mannsins. Kærasti stúlkunnar bar einnig vitni um að hann hefði séð manninn grípa með báðum höndum um rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Skilaboð sem hann sendi stúlkunni þar sem hann baðst afsökunar á „viðbjóði“ af hans hálfu skýrði hann sem svo að hann hefði kitlað stúlkuna á skemmtuninni. Þá skýringu taldi Landsréttur ekki trúverðuga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Landsréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem áreitti 17 ára stúlku sem var undirmaður hans á skemmtistað árið 2016. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða stúlkunni 200.000 krónur í bætur. Áreitnin átti sér stað á árshátíð vinnustaðar fólksins þegar stúlkan var sautján ára gömul. Maðurinn var sakfelldur fyrir að káfa ítrekað á og klípa í rass stúlkunnar á skemmtistað, káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Maðurinn var sýknaður af lið ákærunnar um að hafa viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar. Landsréttur taldi ástæðu til að milda þann dóm og vísaði til dráttar á meðferð málsins sem manninum yrði ekki kennt um. Ákæra var ekki gefin út fyrr en 23 mánuðum eftir atvikið og dómur nokkrum mánuðum síðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var í yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar og mikils aldursmunar á þeim. Framburður stúlkunnar var talinn stöðugur og hann studdur smáskilaboðum sem hún sendi móður sinni með lýsingum á því sem hafði gerst daginn eftir atvikið. Lýsti stúlkan vanlíðan vegna þess og að hún þyrði ekki að mæta í vinnuna. Þá voru lögð fram samskipti stúlkunnar við frænku hennar þar sem hún lýsti framkomu mannsins. Kærasti stúlkunnar bar einnig vitni um að hann hefði séð manninn grípa með báðum höndum um rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Skilaboð sem hann sendi stúlkunni þar sem hann baðst afsökunar á „viðbjóði“ af hans hálfu skýrði hann sem svo að hann hefði kitlað stúlkuna á skemmtuninni. Þá skýringu taldi Landsréttur ekki trúverðuga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira