Kveikt var í rusli í ruslagámi við Eyjaslóð úti á Granda í Reykjavík seint í gærkvöldi. Slökkvilið var kallað út klukkan rúmlega eitt í nótt en glæður bárust einnig í fiskikar og úr varð töluverður eldur og reykur, að sögn varðstjóra.
Eldurinn var fljótt slökktur en útkallið tók tæpan klukkutíma. Engar skemmdir urðu á byggingum í nágrenninu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er grunur um að kveikt hafi verið í ruslinu.