Enski boltinn

Grétar Rafn í liði áratugarins hjá Bolton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grétar Rafn í baráttu við Antonio Valencia í leik Bolton Wanderers og Manchester United.
Grétar Rafn í baráttu við Antonio Valencia í leik Bolton Wanderers og Manchester United. vísir/getty

Grétar Rafn Steinsson er í liði áratugarins hjá Bolton Wanderers.

Siglfirðingurinn er í stöðu hægri bakvarðar en með honum í vörninni eru David Wheater, Gary Cahill og Marcos Alonso sem nú leikur með Chelsea. Cahill lék áður með Chelsea og vann m.a. Meistaradeildina með liðinu.

Bolton keypti Grétar frá AZ Alkmaar á 3,5 milljónir punda í janúar 2008.

Hann yfirgaf Bolton þegar samningur hans við félagið rann út eftir tímabilið 2011-12.

Grétar lék alls 126 leiki fyrir Bolton í ensku úrvalsdeildinni og skoraði fimm mörk. Hann starfar í dag sem leikmannanjósnari hjá Everton.

Lið áratugarins hjá Bolton má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×