Vinstrimenn höfðu betur gegn Salvini og félögum í Emilia-Romagna Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 23:43 Matteo Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í Emilia-Romagna, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Getty Lýðræðisflokkurinn á Ítalíu, sem skilgreindur er sem mið-vinstriflokkur, virðist hafa haft betur gegn Bandalaginu, flokki fyrrverandi innanríkisráðherrans Matteo Salvini, í héraðskosningum í Emilia-Romagna í norðurhluta Ítalíu sem fram fóru í dag. Útgönguspá RAI benti til að Lýðræðisflokkurinn hafi fengið á milli 47 og 51 prósent atkvæða, en Bandalagið milli 44 og 48 prósent. Sérstaklega náið hefur verið fylgst með kosningunum í Emilia-Romagna þar sem vinstriflokkar hafa verið við stjórn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Héraðið er eitt það auðugasta á Ítalíu, en höfuðborg þess er Bologna. Tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í héraðinu, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Reiknað er með að lokatölur muni liggja fyrir á morgun. Héraðskosningar fóru einnig fram í Kalabríu í suðurhluta landsins þar sem Bandalagið virðist hafa unnið öruggan sigur, líkt og skoðanakannanir bentu til. Misreiknaði stöðuna Salvini og Bandalag hans hafa talað fyrir strangari innflytjendalöggjöf, lækkun skatta og gegn náinni Evrópusamvinnu. Salvini tók við embætti innanríkisráðherra sumarið 2018, en hann sagði af sér í ágúst síðastliðinn og sleit stjórnarsamstarfi við Fimm stjörnu hreyfinguna, í þeirri trú að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin leitaði hins vegar þá til Lýðræðisflokksins, sem var í stjórnarandstöðu, og myndaði með þeim nýja stjórn. Ítalía Tengdar fréttir Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn á Ítalíu, sem skilgreindur er sem mið-vinstriflokkur, virðist hafa haft betur gegn Bandalaginu, flokki fyrrverandi innanríkisráðherrans Matteo Salvini, í héraðskosningum í Emilia-Romagna í norðurhluta Ítalíu sem fram fóru í dag. Útgönguspá RAI benti til að Lýðræðisflokkurinn hafi fengið á milli 47 og 51 prósent atkvæða, en Bandalagið milli 44 og 48 prósent. Sérstaklega náið hefur verið fylgst með kosningunum í Emilia-Romagna þar sem vinstriflokkar hafa verið við stjórn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Héraðið er eitt það auðugasta á Ítalíu, en höfuðborg þess er Bologna. Tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í héraðinu, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Reiknað er með að lokatölur muni liggja fyrir á morgun. Héraðskosningar fóru einnig fram í Kalabríu í suðurhluta landsins þar sem Bandalagið virðist hafa unnið öruggan sigur, líkt og skoðanakannanir bentu til. Misreiknaði stöðuna Salvini og Bandalag hans hafa talað fyrir strangari innflytjendalöggjöf, lækkun skatta og gegn náinni Evrópusamvinnu. Salvini tók við embætti innanríkisráðherra sumarið 2018, en hann sagði af sér í ágúst síðastliðinn og sleit stjórnarsamstarfi við Fimm stjörnu hreyfinguna, í þeirri trú að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin leitaði hins vegar þá til Lýðræðisflokksins, sem var í stjórnarandstöðu, og myndaði með þeim nýja stjórn.
Ítalía Tengdar fréttir Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36