Minnst átta fórust í eldsvoða í smábátahöfn í Alabama Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 28. janúar 2020 07:35 Höfnin var nær alelda, líkt og sést í þessu skjáskoti úr myndbandi af vettvangi. Vísir/AP Að minnsta kosti átta létu lífið þegar eldsvoði kom upp í smábátahöfn á Tennessee-ánni í Alabama í Bandaríkjunum. Þrjátíu og fimm skemmtibátar urðu eldinum að bráð. Eldurinn virðist hafa breiðst út með ógnarhraða á milli bátanna en fólkið um borð var flest í fastasvefni þegar atkvikið átti sér stað. Einskonar þak var yfir bátalæginu, sem staðsett er í smábænum Scottsboro. Það varð alelda á örskotsstundu og hrundi svo yfir bátana, sem sumir hverjir sukku. Sjö einstaklingum sem voru á bryggjunni þegar eldsins varð vart tókst að kasta sér í ána og voru þeir fluttir á spítala. Ekki er ljóst með upptök eldsins og verið er að kanna hvort fleiri lík finnist í brakinu. Haft er eftir Gene Necklaus, slökkviliðsstjóra í Scottsboro, í frétt BBC að eldsvoðinn sé mikill harmleikur. Þá er gert ráð fyrir að björgunaraðgerðir í höfninni taki allt að fjóra daga. „Þetta er eitt af því hræðilegasta sem ég hef séð. Ég held, eftir því sem við fáum að vita meira, að harmleikurinn ágerist.“ Vitni lýsir því jafnframt í samtali við AP-fréttastofuna að fólk hafi margt reynt að stökkva um borð í bát við annan enda hafnarinnar. Sá bátur hafi hins vegar fljótt orðið alelda og fólkið því neyðst til þess að henda sér út í sjó. Nokkrir voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, ýmist kaldir úr sjónum eða vegna brunasára, en þeir hafa allir verið útskrifaðir. Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Að minnsta kosti átta létu lífið þegar eldsvoði kom upp í smábátahöfn á Tennessee-ánni í Alabama í Bandaríkjunum. Þrjátíu og fimm skemmtibátar urðu eldinum að bráð. Eldurinn virðist hafa breiðst út með ógnarhraða á milli bátanna en fólkið um borð var flest í fastasvefni þegar atkvikið átti sér stað. Einskonar þak var yfir bátalæginu, sem staðsett er í smábænum Scottsboro. Það varð alelda á örskotsstundu og hrundi svo yfir bátana, sem sumir hverjir sukku. Sjö einstaklingum sem voru á bryggjunni þegar eldsins varð vart tókst að kasta sér í ána og voru þeir fluttir á spítala. Ekki er ljóst með upptök eldsins og verið er að kanna hvort fleiri lík finnist í brakinu. Haft er eftir Gene Necklaus, slökkviliðsstjóra í Scottsboro, í frétt BBC að eldsvoðinn sé mikill harmleikur. Þá er gert ráð fyrir að björgunaraðgerðir í höfninni taki allt að fjóra daga. „Þetta er eitt af því hræðilegasta sem ég hef séð. Ég held, eftir því sem við fáum að vita meira, að harmleikurinn ágerist.“ Vitni lýsir því jafnframt í samtali við AP-fréttastofuna að fólk hafi margt reynt að stökkva um borð í bát við annan enda hafnarinnar. Sá bátur hafi hins vegar fljótt orðið alelda og fólkið því neyðst til þess að henda sér út í sjó. Nokkrir voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, ýmist kaldir úr sjónum eða vegna brunasára, en þeir hafa allir verið útskrifaðir.
Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira