Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2020 16:48 Guðlaugur Þór Þórðarson skrifaði undir samninginn í dag ásamt fulltrúum hinna þjóðanna. Utanríkisráðuneytisins Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. Frá tíðindunum er greint á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu á föstudaginn á grundvelli útgöngusamnings við Evrópusambandið. Samningurinn við Ísland og hin EFTA-ríkin innan EES leysir úr viðeigandi útgönguskilmálum með sambærilegum hætti og gert er í útgöngusamningi Bretlands og ESB. „Samningurinn tryggir m.a. að Íslendingar sem búa í Bretlandi eða flytja þangað fyrir lok hins svokallaða aðlögunartímabils geti verið þar áfram og að réttindi þeirra verði í öllum grundvallaratriðum óbreytt. Þetta á einnig við um breska ríkisborgara sem búa á Íslandi. Í samningnum er einnig að finna ákvæði um tengd réttindi sem varða til að mynda almannatryggingar og viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi. Þá er í samningnum greitt úr ýmsum tæknilegum úrlausnarnefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála,“ segir á vef ráðuneytisins. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að um afar þýðingarmikinn áfanga sé að ræða. „Ljóst var frá upphafi að margt sem Bretar og ESB sömdu um varðandi útgönguna ætti einnig við um okkur vegna aðildar okkar að EES-samningnum. Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr þessum málum.“ Jafnframt marki undirritunin upphafið af nýjum og spennandi fasa. „Nú þegar gengið hefur verið frá útgöngunni sjálfri mun Bretland geta hafið viðræður um framtíðarsamband sitt við önnur ríki. Við erum vel í stakk búin fyrir framtíðarviðræður okkar við Bretland og hlökkum til að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Markmið okkar er að gera nýjan samning sem tryggir langvarandi tengsl ríkjanna, þar á meðal á sviði viðskipta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson Lög um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu sem samþykkt voru á Alþingi í október 2019 eiga að tryggja að samningurinn geti tekið gildi á Íslandi. Í útgöngusamningi Bretlands og ESB eru einnig ákvæði um aðlögunartímabil sem hefst frá útgöngudegi og mun standa yfir til loka árs 2020 með möguleika á framlengingu. Á því tímabili mun regluverk ESB og allir alþjóðasamningar, þar með talið EES-samningurinn, halda áfram að gilda um Bretland. Samkvæmt íslenskum lögum verður litið á Bretland með sama hætti og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins á aðlögunartímabilinu. Ísland mun brátt hefja samningaviðræður við Bretland um framtíðarsamskipti ríkjanna. Viðræðurnar munu standa yfir á aðlögunartímabilinu sem nú tekur gildi og fara fram samhliða samningaviðræðum Bretlands við ESB. Verið er að skoða möguleika á samstarfi EFTA-ríkjanna innan EES þar sem það á við og samræmist hagsmunum ríkjanna. Mikill vilji ríkir í Bretlandi og á Íslandi til að tryggja áfram náin tengsl og hagstæð viðskipti ríkjanna. Guðlaugur Þór fundaði einnig sérstaklega með utanríkisráðherrum Noregs og Liechtenstein. Staðan vegna útgöngu Bretlands úr ESB og EES er þá í meginatriðum þessi: Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa undirritað samning við Bretland vegna útgöngu þess úr ESB og þar með úr EES í lok vikunnar. Samningurinn tryggir m.a. réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi og Breta sem búa hér á landi ásamt öðrum úrlausnarefnum. Þegar Bretland gengur úr ESB verða þó engar breytingar á sambandi okkar við Bretland fyrst um sinn þar sem aðlögunartímabil tekur gildi til loka 2020. Ísland mun hefja samningaviðræður við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna fljótlega eftir útgöngu. Markmið Íslands og Bretlands er að viðhalda nánu og góðu framtíðarsambandi og nýta best þau tækifæri sem kunna að skapast. Bretland Brexit Liechtenstein Noregur Utanríkismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. Frá tíðindunum er greint á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu á föstudaginn á grundvelli útgöngusamnings við Evrópusambandið. Samningurinn við Ísland og hin EFTA-ríkin innan EES leysir úr viðeigandi útgönguskilmálum með sambærilegum hætti og gert er í útgöngusamningi Bretlands og ESB. „Samningurinn tryggir m.a. að Íslendingar sem búa í Bretlandi eða flytja þangað fyrir lok hins svokallaða aðlögunartímabils geti verið þar áfram og að réttindi þeirra verði í öllum grundvallaratriðum óbreytt. Þetta á einnig við um breska ríkisborgara sem búa á Íslandi. Í samningnum er einnig að finna ákvæði um tengd réttindi sem varða til að mynda almannatryggingar og viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi. Þá er í samningnum greitt úr ýmsum tæknilegum úrlausnarnefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála,“ segir á vef ráðuneytisins. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að um afar þýðingarmikinn áfanga sé að ræða. „Ljóst var frá upphafi að margt sem Bretar og ESB sömdu um varðandi útgönguna ætti einnig við um okkur vegna aðildar okkar að EES-samningnum. Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr þessum málum.“ Jafnframt marki undirritunin upphafið af nýjum og spennandi fasa. „Nú þegar gengið hefur verið frá útgöngunni sjálfri mun Bretland geta hafið viðræður um framtíðarsamband sitt við önnur ríki. Við erum vel í stakk búin fyrir framtíðarviðræður okkar við Bretland og hlökkum til að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Markmið okkar er að gera nýjan samning sem tryggir langvarandi tengsl ríkjanna, þar á meðal á sviði viðskipta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson Lög um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu sem samþykkt voru á Alþingi í október 2019 eiga að tryggja að samningurinn geti tekið gildi á Íslandi. Í útgöngusamningi Bretlands og ESB eru einnig ákvæði um aðlögunartímabil sem hefst frá útgöngudegi og mun standa yfir til loka árs 2020 með möguleika á framlengingu. Á því tímabili mun regluverk ESB og allir alþjóðasamningar, þar með talið EES-samningurinn, halda áfram að gilda um Bretland. Samkvæmt íslenskum lögum verður litið á Bretland með sama hætti og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins á aðlögunartímabilinu. Ísland mun brátt hefja samningaviðræður við Bretland um framtíðarsamskipti ríkjanna. Viðræðurnar munu standa yfir á aðlögunartímabilinu sem nú tekur gildi og fara fram samhliða samningaviðræðum Bretlands við ESB. Verið er að skoða möguleika á samstarfi EFTA-ríkjanna innan EES þar sem það á við og samræmist hagsmunum ríkjanna. Mikill vilji ríkir í Bretlandi og á Íslandi til að tryggja áfram náin tengsl og hagstæð viðskipti ríkjanna. Guðlaugur Þór fundaði einnig sérstaklega með utanríkisráðherrum Noregs og Liechtenstein. Staðan vegna útgöngu Bretlands úr ESB og EES er þá í meginatriðum þessi: Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa undirritað samning við Bretland vegna útgöngu þess úr ESB og þar með úr EES í lok vikunnar. Samningurinn tryggir m.a. réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi og Breta sem búa hér á landi ásamt öðrum úrlausnarefnum. Þegar Bretland gengur úr ESB verða þó engar breytingar á sambandi okkar við Bretland fyrst um sinn þar sem aðlögunartímabil tekur gildi til loka 2020. Ísland mun hefja samningaviðræður við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna fljótlega eftir útgöngu. Markmið Íslands og Bretlands er að viðhalda nánu og góðu framtíðarsambandi og nýta best þau tækifæri sem kunna að skapast.
Bretland Brexit Liechtenstein Noregur Utanríkismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira