Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 07:57 Póstmálastofnun Bandaríkjanna telur að atkvæði sem verði póstlögð muni ekki skila sér. Getty/Alexi Rosenfeld Póstmálastofnun Bandaríkjanna hefur varað við því að milljónir atkvæða sem send verða með pósti muni ekki skila sér á réttum tíma og því ekki verða talin með í forsetakosningunum sem fara fram 3. nóvember næstkomandi. Gagnrýnendur segja það nýjan forstjóra stofnunarinnar, sem er ötull stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem viljandi hægi á þjónustu stofnunarinnar í von um að atkvæði skili sér ekki á kjörstað. Talið er að fleiri en venjulega muni nýta sér að póstleggja atkvæði vegna faraldursins sem nú geisar. Á þriðjudag gaf Trump það út að hann myndi ekki gefa póstmálastofnuninni aukið fjármagn til að annast framkvæmd atkvæðaflutninga vegna þess að hann er á móti því að fólk geti kosið, ekki á kjörstað, og sent atkvæði sín með pósti. Hann hefur ítrekað lýst yfir að hann sé andsnúinn atkvæðagreiðslu sem senda má með pósti og telur hann það ýta undir líkur á kosningasvindli. Þá telur hann einnig að Joe Biden, mótframbjóðandi hans, muni græða á því að fólk geti kosið á þennan hátt. If you're in a state where you have the option to vote early, do that now. The more votes in early, the less likely you're going to see a last minute crunch, both at polling places and in states where mail-in ballots are permitted. Then tell everyone you know.— Barack Obama (@BarackObama) August 14, 2020 Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Trump harðlega á Twitter í gær fyrir afstöðu hans gagnvart póstlögðum atkvæðum og sagði Trump reyna að „grafa undan kosningunum.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina leggja meiri áherslu á að „bæla niður kosningarnar en að stöðva veiruna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52 Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Póstmálastofnun Bandaríkjanna hefur varað við því að milljónir atkvæða sem send verða með pósti muni ekki skila sér á réttum tíma og því ekki verða talin með í forsetakosningunum sem fara fram 3. nóvember næstkomandi. Gagnrýnendur segja það nýjan forstjóra stofnunarinnar, sem er ötull stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem viljandi hægi á þjónustu stofnunarinnar í von um að atkvæði skili sér ekki á kjörstað. Talið er að fleiri en venjulega muni nýta sér að póstleggja atkvæði vegna faraldursins sem nú geisar. Á þriðjudag gaf Trump það út að hann myndi ekki gefa póstmálastofnuninni aukið fjármagn til að annast framkvæmd atkvæðaflutninga vegna þess að hann er á móti því að fólk geti kosið, ekki á kjörstað, og sent atkvæði sín með pósti. Hann hefur ítrekað lýst yfir að hann sé andsnúinn atkvæðagreiðslu sem senda má með pósti og telur hann það ýta undir líkur á kosningasvindli. Þá telur hann einnig að Joe Biden, mótframbjóðandi hans, muni græða á því að fólk geti kosið á þennan hátt. If you're in a state where you have the option to vote early, do that now. The more votes in early, the less likely you're going to see a last minute crunch, both at polling places and in states where mail-in ballots are permitted. Then tell everyone you know.— Barack Obama (@BarackObama) August 14, 2020 Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Trump harðlega á Twitter í gær fyrir afstöðu hans gagnvart póstlögðum atkvæðum og sagði Trump reyna að „grafa undan kosningunum.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina leggja meiri áherslu á að „bæla niður kosningarnar en að stöðva veiruna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52 Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00
Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52
Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27