Sport

Hilmar vann sitt fyrsta gull í stórsvigi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar með gullmedalíuna um hálsinn.
Hilmar með gullmedalíuna um hálsinn. mynd/íþróttasamband fatlaðra

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi vann í dag til sinna fyrstu gullverðlauna í stórsvigi á alþjóðlegu móti. Hann er núna staddur í Slóvakíu á Evrópumótaröð Alþjóð Ólympíuhreyfingar fatlaðra.

Hilmar varð einnig fyrstur Íslendinga til að vinna gull í stórsvigi á alþjóðlegu alpagreinamóti.

Í stórsviginu í dag var Hilmar með lokatímann 1:37,23 mín. Hann var rúmlega hálfri sekúndu á undan Slóvakanum Martin France.

Hilmar hefur bætt sig mikið að undanförnu og er orðinn einn af sterkustu svigmönnum heims í standandi flokki. Hann er á hraðri leið upp styrkleikalistann í stórsvigi.

Næstu tvo daga keppir Hilmar í svigi. Í lok næsta mánaðar keppir hann svo á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Zagreb í Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×