Langvarandi ótryggt starfsumhverfi Póstsins bitni á heilsu og starfsanda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. janúar 2020 13:27 Jón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Vísir/Vilhelm Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp hjá Póstinum í dag. Forstjóri fyrirtækisins segir að ástæðan sé sú að frá og með 1. maí muni Pósturinn hætta dreifingu á ómerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi.Sjá nánar:Þrjátíu sagt upp hjá PóstinumJón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Hann segist meðvitaður um póstþjónustan um heim allan glími við sama vandamál; samdrátt í bréfapósti og öðru slíku. „Þannig að verið er að gera ráðstafanir víða og ríkið hefur komið inn með peninga víða um heim,“ segir Jón Ingi. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, að uppsagnirnar séu honum sjálfum þungbærar og starfsfólkinu mikið áfall, ekki síst fyrir þá sem eftir standa. Jón segir aðhaldskröfuna frá stjórn Póstsins hafa grafið undan hinum góða starfsanda sem hafi einkennt Póstinn sem vinnustað hér áður fyrr. „Vinnumórallinn hjá gamla Póst og síma og hjá Íslandspósti fyrstu árin var mjög góður og fólk var öruggt í vinnunni og margir unnu þarna þrátt fyrir lág laun mjög lengi. Þessi veruleiki sem blasir við núna er allur annar og verri.“Hvernig er líðan starfsfólksins almennt? Er fólk óttaslegið?„Það var önnur uppsagnahrina í ágúst, og nokkru fyrir hana lá fyrir að farið yrði í einhverjar aðgerðir og síðan var boðað í framhaldinu aðrar uppsagnir sem talað var um að yrðu í nóvember sem komu þó ekki þá. Það getur hver sem er sagt sér hvernig manni líður að vera alltaf með einhvers konar hótanir yfir höfði sér frá stjórn og forstjóra um að nú skuli gripið til aðgerða. Að nú skuli sagt upp fólki. Það hefur áhrif á allt og alla, sérstaklega þegar það liggur ekki fyrir hvernig það er, nákvæmlega.“ Jón Ingi segir að álagið, sem fylgi aðhaldskröfunni, sé ekki boðlegt. „Enda telur fyrirtækið ástæðu til að fá sálfræðing til að ræða við fólk eftir svona hremmingar. Að vísu verð ég að segja að það er mjög vel staðið að þessum uppsögnum. Það er allt fullkomlega löglegt og mikið gert til að halda utan um fólk og kynna því rétt sinn og annað slíkt. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. Það er þetta ósýnilega óöryggi sem fer með heilsu og móral í fyrirtækinu,“ segir Jón Ingi. Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp hjá Póstinum í dag. Forstjóri fyrirtækisins segir að ástæðan sé sú að frá og með 1. maí muni Pósturinn hætta dreifingu á ómerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi.Sjá nánar:Þrjátíu sagt upp hjá PóstinumJón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Hann segist meðvitaður um póstþjónustan um heim allan glími við sama vandamál; samdrátt í bréfapósti og öðru slíku. „Þannig að verið er að gera ráðstafanir víða og ríkið hefur komið inn með peninga víða um heim,“ segir Jón Ingi. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, að uppsagnirnar séu honum sjálfum þungbærar og starfsfólkinu mikið áfall, ekki síst fyrir þá sem eftir standa. Jón segir aðhaldskröfuna frá stjórn Póstsins hafa grafið undan hinum góða starfsanda sem hafi einkennt Póstinn sem vinnustað hér áður fyrr. „Vinnumórallinn hjá gamla Póst og síma og hjá Íslandspósti fyrstu árin var mjög góður og fólk var öruggt í vinnunni og margir unnu þarna þrátt fyrir lág laun mjög lengi. Þessi veruleiki sem blasir við núna er allur annar og verri.“Hvernig er líðan starfsfólksins almennt? Er fólk óttaslegið?„Það var önnur uppsagnahrina í ágúst, og nokkru fyrir hana lá fyrir að farið yrði í einhverjar aðgerðir og síðan var boðað í framhaldinu aðrar uppsagnir sem talað var um að yrðu í nóvember sem komu þó ekki þá. Það getur hver sem er sagt sér hvernig manni líður að vera alltaf með einhvers konar hótanir yfir höfði sér frá stjórn og forstjóra um að nú skuli gripið til aðgerða. Að nú skuli sagt upp fólki. Það hefur áhrif á allt og alla, sérstaklega þegar það liggur ekki fyrir hvernig það er, nákvæmlega.“ Jón Ingi segir að álagið, sem fylgi aðhaldskröfunni, sé ekki boðlegt. „Enda telur fyrirtækið ástæðu til að fá sálfræðing til að ræða við fólk eftir svona hremmingar. Að vísu verð ég að segja að það er mjög vel staðið að þessum uppsögnum. Það er allt fullkomlega löglegt og mikið gert til að halda utan um fólk og kynna því rétt sinn og annað slíkt. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. Það er þetta ósýnilega óöryggi sem fer með heilsu og móral í fyrirtækinu,“ segir Jón Ingi.
Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12
Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45
Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05