Langvarandi ótryggt starfsumhverfi Póstsins bitni á heilsu og starfsanda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. janúar 2020 13:27 Jón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Vísir/Vilhelm Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp hjá Póstinum í dag. Forstjóri fyrirtækisins segir að ástæðan sé sú að frá og með 1. maí muni Pósturinn hætta dreifingu á ómerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi.Sjá nánar:Þrjátíu sagt upp hjá PóstinumJón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Hann segist meðvitaður um póstþjónustan um heim allan glími við sama vandamál; samdrátt í bréfapósti og öðru slíku. „Þannig að verið er að gera ráðstafanir víða og ríkið hefur komið inn með peninga víða um heim,“ segir Jón Ingi. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, að uppsagnirnar séu honum sjálfum þungbærar og starfsfólkinu mikið áfall, ekki síst fyrir þá sem eftir standa. Jón segir aðhaldskröfuna frá stjórn Póstsins hafa grafið undan hinum góða starfsanda sem hafi einkennt Póstinn sem vinnustað hér áður fyrr. „Vinnumórallinn hjá gamla Póst og síma og hjá Íslandspósti fyrstu árin var mjög góður og fólk var öruggt í vinnunni og margir unnu þarna þrátt fyrir lág laun mjög lengi. Þessi veruleiki sem blasir við núna er allur annar og verri.“Hvernig er líðan starfsfólksins almennt? Er fólk óttaslegið?„Það var önnur uppsagnahrina í ágúst, og nokkru fyrir hana lá fyrir að farið yrði í einhverjar aðgerðir og síðan var boðað í framhaldinu aðrar uppsagnir sem talað var um að yrðu í nóvember sem komu þó ekki þá. Það getur hver sem er sagt sér hvernig manni líður að vera alltaf með einhvers konar hótanir yfir höfði sér frá stjórn og forstjóra um að nú skuli gripið til aðgerða. Að nú skuli sagt upp fólki. Það hefur áhrif á allt og alla, sérstaklega þegar það liggur ekki fyrir hvernig það er, nákvæmlega.“ Jón Ingi segir að álagið, sem fylgi aðhaldskröfunni, sé ekki boðlegt. „Enda telur fyrirtækið ástæðu til að fá sálfræðing til að ræða við fólk eftir svona hremmingar. Að vísu verð ég að segja að það er mjög vel staðið að þessum uppsögnum. Það er allt fullkomlega löglegt og mikið gert til að halda utan um fólk og kynna því rétt sinn og annað slíkt. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. Það er þetta ósýnilega óöryggi sem fer með heilsu og móral í fyrirtækinu,“ segir Jón Ingi. Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp hjá Póstinum í dag. Forstjóri fyrirtækisins segir að ástæðan sé sú að frá og með 1. maí muni Pósturinn hætta dreifingu á ómerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi.Sjá nánar:Þrjátíu sagt upp hjá PóstinumJón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Hann segist meðvitaður um póstþjónustan um heim allan glími við sama vandamál; samdrátt í bréfapósti og öðru slíku. „Þannig að verið er að gera ráðstafanir víða og ríkið hefur komið inn með peninga víða um heim,“ segir Jón Ingi. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, að uppsagnirnar séu honum sjálfum þungbærar og starfsfólkinu mikið áfall, ekki síst fyrir þá sem eftir standa. Jón segir aðhaldskröfuna frá stjórn Póstsins hafa grafið undan hinum góða starfsanda sem hafi einkennt Póstinn sem vinnustað hér áður fyrr. „Vinnumórallinn hjá gamla Póst og síma og hjá Íslandspósti fyrstu árin var mjög góður og fólk var öruggt í vinnunni og margir unnu þarna þrátt fyrir lág laun mjög lengi. Þessi veruleiki sem blasir við núna er allur annar og verri.“Hvernig er líðan starfsfólksins almennt? Er fólk óttaslegið?„Það var önnur uppsagnahrina í ágúst, og nokkru fyrir hana lá fyrir að farið yrði í einhverjar aðgerðir og síðan var boðað í framhaldinu aðrar uppsagnir sem talað var um að yrðu í nóvember sem komu þó ekki þá. Það getur hver sem er sagt sér hvernig manni líður að vera alltaf með einhvers konar hótanir yfir höfði sér frá stjórn og forstjóra um að nú skuli gripið til aðgerða. Að nú skuli sagt upp fólki. Það hefur áhrif á allt og alla, sérstaklega þegar það liggur ekki fyrir hvernig það er, nákvæmlega.“ Jón Ingi segir að álagið, sem fylgi aðhaldskröfunni, sé ekki boðlegt. „Enda telur fyrirtækið ástæðu til að fá sálfræðing til að ræða við fólk eftir svona hremmingar. Að vísu verð ég að segja að það er mjög vel staðið að þessum uppsögnum. Það er allt fullkomlega löglegt og mikið gert til að halda utan um fólk og kynna því rétt sinn og annað slíkt. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. Það er þetta ósýnilega óöryggi sem fer með heilsu og móral í fyrirtækinu,“ segir Jón Ingi.
Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12
Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. 29. nóvember 2019 08:45
Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05