Var ósáttur með ökulag sextán ára drengs á vespu og réðst á hann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 07:39 Ráðist var á 16 ára dreng í gær. Vísir/vilhelm Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður bifreiðar var ósáttur við akstur sextán ára drengs á vespu. Ökumaðurinn ók utan í vespuna, fór út úr bifreiðinni og tók kveikjuláslykla úr vespunni, kastaði þeim í jörðina og sló drenginn í andlitið. Þá hafði lögregla eftirlit með veitinga- og samkomustöðum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og var farið á um fimmtíu staði til að kanna hvernig sóttvarnaráðstöfunum væri háttað. Samkvæmt dagbók lögreglu voru margir staðir með sín mál alveg á hreinu og til fyrirmyndar. Nokkrir staðir fengu ráðleggingar um hvernig betur mætti fara. Þá voru nokkrir staðir með allt til fyrirmyndar innandyra en þurftu að ráðast í úrbætur á útisvæðum. Tveir staðir þurftu að gera úrbætur til að tryggja að hægt væri að framfylgja tveggja metra reglunni og voru úrbæturnar gerðar á meðan lögreglan var á staðnum. Afskipti voru höfð af konu í Kringlunni sem var grunuð um þjófnað á sjötta tímanum í gær. Við það fundust ætluð fíkniefni á konunni. Þá var tilkynnt um þjófnað í fyrirtæki í Háaleitishverfinu á sjötta tímanum. Veski var stolið frá starfsmanni sem í voru peningar, matur, lyklar, skór og fatnaður. Málið er nú til rannsóknar. Ekið var á hjólreiðamann á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hann var fluttur á bráðadeild til læknisskoðunar. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti á tíunda tímanum og er tjónvaldur talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Nóttin og gærkvöldið var mjög annasamt hjá lögreglu. Sex voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var vistaður í fangageymslu vegna þess. Þá voru afskipti höfð af manni sem hafði tekið leigubíl úr Hafnarfirði í Breiðholt og neitað að greiða fyrir aksturinn. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður bifreiðar var ósáttur við akstur sextán ára drengs á vespu. Ökumaðurinn ók utan í vespuna, fór út úr bifreiðinni og tók kveikjuláslykla úr vespunni, kastaði þeim í jörðina og sló drenginn í andlitið. Þá hafði lögregla eftirlit með veitinga- og samkomustöðum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og var farið á um fimmtíu staði til að kanna hvernig sóttvarnaráðstöfunum væri háttað. Samkvæmt dagbók lögreglu voru margir staðir með sín mál alveg á hreinu og til fyrirmyndar. Nokkrir staðir fengu ráðleggingar um hvernig betur mætti fara. Þá voru nokkrir staðir með allt til fyrirmyndar innandyra en þurftu að ráðast í úrbætur á útisvæðum. Tveir staðir þurftu að gera úrbætur til að tryggja að hægt væri að framfylgja tveggja metra reglunni og voru úrbæturnar gerðar á meðan lögreglan var á staðnum. Afskipti voru höfð af konu í Kringlunni sem var grunuð um þjófnað á sjötta tímanum í gær. Við það fundust ætluð fíkniefni á konunni. Þá var tilkynnt um þjófnað í fyrirtæki í Háaleitishverfinu á sjötta tímanum. Veski var stolið frá starfsmanni sem í voru peningar, matur, lyklar, skór og fatnaður. Málið er nú til rannsóknar. Ekið var á hjólreiðamann á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hann var fluttur á bráðadeild til læknisskoðunar. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti á tíunda tímanum og er tjónvaldur talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Nóttin og gærkvöldið var mjög annasamt hjá lögreglu. Sex voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var vistaður í fangageymslu vegna þess. Þá voru afskipti höfð af manni sem hafði tekið leigubíl úr Hafnarfirði í Breiðholt og neitað að greiða fyrir aksturinn.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira