Fordæma ummæli Trumps um Harris Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 22:54 Kamala Harris er fædd í Bandaríkjunum og með bandarískan ríkisborgararétt. Drew Angerer/Getty Framboðsteymi Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hefur fordæmt ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann ýjaði að því að Kamala Harris, sem nýlega var tilkynnt sem varaforsetaefni Biden í baráttunni um Hvíta húsið, væri ekki kjörgeng í embætti varaforseta. Trump sagði á blaðamannafundi í gær að hann „hefði heyrt“ að Kamala Harris, sem er bandarískur ríkisborgari og er fædd í Bandaríkjunum, uppfyllti ekki skilyrði til þess að sinna varaforsetaembætti Bandaríkjanna. Vísaði Trump til lagaskýringar Johns Eastman, íhaldsams lagaprófessors, sem telur að Harris geti ekki talist bandarískur ríkisborgari þar sem faðir hennar var frá Jamaíku og móðir hennar frá Indlandi. Harris er þó fædd í Kaliforníuríki og þar með ríkisborgari, en öll sem fæðast innan yfirráðasvæðis Bandaríkjanna teljast til ríkisborgara samkvæmt stjórnarskrá, en í 14. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna segir: Allir þeir, sem fæddir eru í Bandaríkjunum eða öðlast hafa þegnréttindi þar, eru ríkisborgarar Bandaríkjanna og þess ríkis, þar sem þeir hafa heimilisfang sitt. Lagaskýring prófessorsins sem Trump vísar til snýr að því að Harris geti ekki talist ríkisborgari ef hvorugt foreldri hennar var með bandarískan ríkisborgararétt þegar hún fæddist. Sérfræðingar í bandarískum stjórnskipunarrétti hafa hins vegar hafnað þessari lagaskýringu. Árið 2010 sóttist Eastman eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til embættis ríkissaksóknara Kaliforníu. Hann laut þó í lægra haldi fyrir Steve Cooley, sem tapaði síðan kosningunum fyrir engri annarri en Kamölu Harris, sem var frambjóðandi Demókrata til embættisins. Trump dró um árabil í efa að Barack Obama væri fæddur í Bandaríkjunum.KEVIN DIETSCH/EPA Segja ummælin ógeðfelld og aumkunarverð Í yfirlýsingu frá framboðsteymi Biden, sem var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama, segir að ummæli Trump, þar sem hann ýjar að því að Harris sé ekki ríkisborgari, séu „ógeðfelld“ og „aumkunarverð.“ Þá er vakin athygli á því að Trump fór fyrir herferð þar sem dregið var í efa að Obama hefði verið fæddur í Bandaríkjunum. „Donald Trump var á landsvísu leiðtogi hinnar skrípalegu fæðingarhyggju-hreyfingar (e. birtherism) gagnvart Obama forseta og hefur reynt að bera olíu á eld kynþáttahaturs og að rífa í sundur þjóð okkar á hverjum einasta degi sem hann hefur gegnt embætti forseta,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni framboðs Biden. Í yfirlýsingunni segir að það komi því lítið á óvart að Trump „geri sig að fífli með því að reyna að draga athygli almennings frá hræðilegum afleiðingum afleitra viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48 Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30 Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Framboðsteymi Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hefur fordæmt ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann ýjaði að því að Kamala Harris, sem nýlega var tilkynnt sem varaforsetaefni Biden í baráttunni um Hvíta húsið, væri ekki kjörgeng í embætti varaforseta. Trump sagði á blaðamannafundi í gær að hann „hefði heyrt“ að Kamala Harris, sem er bandarískur ríkisborgari og er fædd í Bandaríkjunum, uppfyllti ekki skilyrði til þess að sinna varaforsetaembætti Bandaríkjanna. Vísaði Trump til lagaskýringar Johns Eastman, íhaldsams lagaprófessors, sem telur að Harris geti ekki talist bandarískur ríkisborgari þar sem faðir hennar var frá Jamaíku og móðir hennar frá Indlandi. Harris er þó fædd í Kaliforníuríki og þar með ríkisborgari, en öll sem fæðast innan yfirráðasvæðis Bandaríkjanna teljast til ríkisborgara samkvæmt stjórnarskrá, en í 14. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna segir: Allir þeir, sem fæddir eru í Bandaríkjunum eða öðlast hafa þegnréttindi þar, eru ríkisborgarar Bandaríkjanna og þess ríkis, þar sem þeir hafa heimilisfang sitt. Lagaskýring prófessorsins sem Trump vísar til snýr að því að Harris geti ekki talist ríkisborgari ef hvorugt foreldri hennar var með bandarískan ríkisborgararétt þegar hún fæddist. Sérfræðingar í bandarískum stjórnskipunarrétti hafa hins vegar hafnað þessari lagaskýringu. Árið 2010 sóttist Eastman eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til embættis ríkissaksóknara Kaliforníu. Hann laut þó í lægra haldi fyrir Steve Cooley, sem tapaði síðan kosningunum fyrir engri annarri en Kamölu Harris, sem var frambjóðandi Demókrata til embættisins. Trump dró um árabil í efa að Barack Obama væri fæddur í Bandaríkjunum.KEVIN DIETSCH/EPA Segja ummælin ógeðfelld og aumkunarverð Í yfirlýsingu frá framboðsteymi Biden, sem var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama, segir að ummæli Trump, þar sem hann ýjar að því að Harris sé ekki ríkisborgari, séu „ógeðfelld“ og „aumkunarverð.“ Þá er vakin athygli á því að Trump fór fyrir herferð þar sem dregið var í efa að Obama hefði verið fæddur í Bandaríkjunum. „Donald Trump var á landsvísu leiðtogi hinnar skrípalegu fæðingarhyggju-hreyfingar (e. birtherism) gagnvart Obama forseta og hefur reynt að bera olíu á eld kynþáttahaturs og að rífa í sundur þjóð okkar á hverjum einasta degi sem hann hefur gegnt embætti forseta,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni framboðs Biden. Í yfirlýsingunni segir að það komi því lítið á óvart að Trump „geri sig að fífli með því að reyna að draga athygli almennings frá hræðilegum afleiðingum afleitra viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48 Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30 Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48
Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30
Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22