Rúnar: Við nýttum bara ekki færin okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2020 21:10 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr á þessu tímabili. VÍSIR/DANÍEL Rúnar Kristinsson - þjálfari Íslandsmeistara KR - var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi tapað 2-1 á heimavelli fyrir FH þegar fótboltinn snéri aftur hér heima eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Íslandsmeistararnir gáfu fá færi á sér og fengu nóg af góðum færum til að næla í stig eða þrjú. „Við nýttum bara ekki færin okkar, mér fannst við byrja leikinn vel en misstum aðeins móðinn þegar fór að líða á og misstum boltann illa. Unnum okkur inn í leikinn og sköpuðum nóg af færum til að vinna leikinn eða allavega ná í stig, náðum ekki að nýta færin og FH-ingarnir gerðu vel“ sagði Rúnar svekktur aðspurður hver væri ástæða þess að KR hefði ekki náð í stig á heimavelli en Íslandsmeistararnir fengu urmul af færum. KR missti þá Kristinn Jónsson og Kristján Flóka Finnbogason út af vegna meiðsla í síðari hálfleik og riðlaði það töluvert leik þeirra. „Slæmt að missa Kristinn út af. Pablo [Punyed] var nýkominn inn á því við vildum fá aðeins öðruvísi leikmann inn á miðjuna fyrir Finn Orra [Margeirsson]. Finnur var búinn að standa sig mjög vel og við vildum fara sækja öll þrjú stigin en svo fer Kristinn út af, Pablo fer í vinstri bakvörðinn og við þurfum að gera breytingu á okkar liði. Auðvitað truflar það alltaf eitthvað. FH gerir gott mark skömmu síðar og við náum ekki að jafna þó við höfum fengið nóg af tækifærum til þess.“ „Í upphafi síðari hálfleiks virtust menn aðeins vera að spara sig eins og það væri komin smá þreyta í mannskapinn enda ekki búnir að spila í tvær til þrjár vikur. Það sama á við um FH-ingana en mér fannst við aðeins þyngri en þeir á þessum kafla. Svo sýnum við það síðustu 20-25 mínúturnar að við áttum nóg inni. Pressuðum þá til baka, reyndum að jafna og fengum nóg af færum en eins og ég sagði þá náðum við ekki að nýta tækifærin okkar og þá fer svona.“ „Kristján fékk krampa aftan í kálfa held ég og Kristinn fékk högg á legginn. Það er kannski vont í 1-2 daga en hann er vonandi klár á þriðjudaginn [þegar KR mætir Celtic í undankeppni Meistaradeild Evrópu]. Við eigum samt nóg af leikmönnum til að fylla upp í þessar stöður en það er alltaf leiðinlegt þegar menn detta út, sérstaklega þegar við erum að byrja aftur eftir langa pásu,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Logi Ólafs: Fyrst og fremst ánægja og gleði Logi Ólafsson var eðlilega sáttur með að næla í þrjú stig á Meistaravöllum er Pepsi Max deild karla snéri aftur. 14. ágúst 2020 20:50 Umfjöllun: KR - FH 1-2 | Daníel og Þórir afgreiddu Íslandsmeistarana Daníel Hafsteinsson skoraði mörk FH, í bæði skiptin eftir undirbúning Þóris Jóhanns Helgasonar, þegar liðið vann dísætan 2-1 útisigur á KR í fyrsta leiknum eftir hléið í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 14. ágúst 2020 19:50 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Rúnar Kristinsson - þjálfari Íslandsmeistara KR - var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi tapað 2-1 á heimavelli fyrir FH þegar fótboltinn snéri aftur hér heima eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Íslandsmeistararnir gáfu fá færi á sér og fengu nóg af góðum færum til að næla í stig eða þrjú. „Við nýttum bara ekki færin okkar, mér fannst við byrja leikinn vel en misstum aðeins móðinn þegar fór að líða á og misstum boltann illa. Unnum okkur inn í leikinn og sköpuðum nóg af færum til að vinna leikinn eða allavega ná í stig, náðum ekki að nýta færin og FH-ingarnir gerðu vel“ sagði Rúnar svekktur aðspurður hver væri ástæða þess að KR hefði ekki náð í stig á heimavelli en Íslandsmeistararnir fengu urmul af færum. KR missti þá Kristinn Jónsson og Kristján Flóka Finnbogason út af vegna meiðsla í síðari hálfleik og riðlaði það töluvert leik þeirra. „Slæmt að missa Kristinn út af. Pablo [Punyed] var nýkominn inn á því við vildum fá aðeins öðruvísi leikmann inn á miðjuna fyrir Finn Orra [Margeirsson]. Finnur var búinn að standa sig mjög vel og við vildum fara sækja öll þrjú stigin en svo fer Kristinn út af, Pablo fer í vinstri bakvörðinn og við þurfum að gera breytingu á okkar liði. Auðvitað truflar það alltaf eitthvað. FH gerir gott mark skömmu síðar og við náum ekki að jafna þó við höfum fengið nóg af tækifærum til þess.“ „Í upphafi síðari hálfleiks virtust menn aðeins vera að spara sig eins og það væri komin smá þreyta í mannskapinn enda ekki búnir að spila í tvær til þrjár vikur. Það sama á við um FH-ingana en mér fannst við aðeins þyngri en þeir á þessum kafla. Svo sýnum við það síðustu 20-25 mínúturnar að við áttum nóg inni. Pressuðum þá til baka, reyndum að jafna og fengum nóg af færum en eins og ég sagði þá náðum við ekki að nýta tækifærin okkar og þá fer svona.“ „Kristján fékk krampa aftan í kálfa held ég og Kristinn fékk högg á legginn. Það er kannski vont í 1-2 daga en hann er vonandi klár á þriðjudaginn [þegar KR mætir Celtic í undankeppni Meistaradeild Evrópu]. Við eigum samt nóg af leikmönnum til að fylla upp í þessar stöður en það er alltaf leiðinlegt þegar menn detta út, sérstaklega þegar við erum að byrja aftur eftir langa pásu,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Logi Ólafs: Fyrst og fremst ánægja og gleði Logi Ólafsson var eðlilega sáttur með að næla í þrjú stig á Meistaravöllum er Pepsi Max deild karla snéri aftur. 14. ágúst 2020 20:50 Umfjöllun: KR - FH 1-2 | Daníel og Þórir afgreiddu Íslandsmeistarana Daníel Hafsteinsson skoraði mörk FH, í bæði skiptin eftir undirbúning Þóris Jóhanns Helgasonar, þegar liðið vann dísætan 2-1 útisigur á KR í fyrsta leiknum eftir hléið í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 14. ágúst 2020 19:50 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Logi Ólafs: Fyrst og fremst ánægja og gleði Logi Ólafsson var eðlilega sáttur með að næla í þrjú stig á Meistaravöllum er Pepsi Max deild karla snéri aftur. 14. ágúst 2020 20:50
Umfjöllun: KR - FH 1-2 | Daníel og Þórir afgreiddu Íslandsmeistarana Daníel Hafsteinsson skoraði mörk FH, í bæði skiptin eftir undirbúning Þóris Jóhanns Helgasonar, þegar liðið vann dísætan 2-1 útisigur á KR í fyrsta leiknum eftir hléið í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 14. ágúst 2020 19:50
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn