Flugferð frá helvíti sem endaði á sama stað og hún byrjaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2020 13:30 Skjáskot af Flightradar 24 sem sýnir hvernig flugvélin hringsólaði yfir suðvesturlandinu í gærkvöldi. Móa Hjartardóttir Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem flugferð frá helvíti. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars. Unnur var meðal fjölda Íslendinga í flugi Norwegian frá Alicante klukkan 18:45. Sólríki staðurinn á Spáni er eftirsóttur dvalarstaður Íslendinga á þessum tíma árs og var vélin full af Íslendingum á heimleið eftir jólafrí og Spánverjum á leiðinni á kaldan klaka. „Fékk að upplifa verstu flugferð lífs mín í gærkvöldi og í nótt - af hverju leggja flugfélög af stað út í óveðurs-óvissu, sérstaklega þegar þau ráða ekkert við það? Ég er enn með titr og tár - og söknuð að hafa ekki komist heim,“ sagði Unnur í færslu á Facebook. Birti hún með mynd af Flightradar 24 þar sem sjá má vélina hringsnúast yfir Reykjanesi áður en flogið var aftur frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia var flug Norwegian frá Alicante það eina sem lenti ekki á Keflavíkurflugvelli frá því eftir hádegi í gær. Enduðu á sama stað og þau byrjuðu „Ég hef aldrei lent í öðru eins,“ segir Unnur og segir farir sínar ekki sléttar af flugferðinni. Allir Íslendingar í vélinni hafi hrist hausinn þegar niðurstaðan hafi verið að fljúga aftur frá Íslandi. „Þau tóku bara einhverja fjóra stóra hringi yfir Keflavíkurflugvelli í óveðursókyrrð. Fólk var farið að æpa í vélinni. Þetta var ógeðslegt. Við vissum ekki neitt. Þau létu okkur ekki vita af neinu. Þetta var flugferð frá helvíti.“ Það hafi verið undarleg tilfinning að svífa svona yfir Íslandi án þess að lenda. „Maður horfði á fulla tunglið, sólina og svo var heiðskír himinn en við fundum að það var rok. Íslendingar hugsuðu samt alveg að þetta væri ekkert rosalegt veður. Íslendingarnir hristu bara hausinn. Maður er svo vanur að þurfa aðeins að bíta bara á jaxlinn og anda djúpt þegar maður er að fljúga heim.“ Unnur ásamt manni sínum Jóni Tryggva í góðu yfirlæti á Spáni.Aðsend Ákveðið var að snúa við og var næst lent í Edinborg í Skotlandi. „Þar var fjölskylda með veikt barn sem þurfti að fara frá borði. Við þurftum að bíða í vélinni í tvo tíma í Edinborg,“ segir Unnur. Þaðan hafi svo verið flogið aftur til Alicante en ekki til Íslands. „Við enduðum á sama stað og við byrjuðum eftir tólf tíma í ókyrrð í vélinni.“ Óttaðist það versta Unnur telur ljóst að flugmennirnir hjá Norwegian hafi ekki kunnað á íslenska veðráttu. Þá hafi flugþjónarnir verið mjög ófagmannlegir. „Þeir voru bara að ræða fyrir framan alla í vélinni hvað þau ættu eiginlega að gera. Svo voru þau líka með stæla,“ segir Unnur og vísar til þess þegar fólk óskaði eftir svörum hvers vegna stefnan væri tekin aftur á Alicante í staðinn fyrir að fljúga til Íslands. Aftur var lent á Alicante klukkan sex í morgun hálfum sólarhring eftir brottför. „Þau ætla að reyna að fljúga aftur til Íslands í dag,“ segir Unnur. Veðurspáin sé hins vegar enn slæm og því ekkert víst hvað verði. „Það var illa staðið að þessu á alla vegu. Það voru allir hræddir líka. Ég hélt að ég myndi ekki lifa þetta af, og ég er ekki hrædd.“ Frestaði fluginu heim fram í mars Farþegum var boðið að þiggja far með flugi Norwegian frá Alicante í kvöld. „Þau bókuðu mig áfram í flug í kvöld en ég sagði bara nei takk. Fékk að breyta fluginu mínu frítt. Ég ætla bara að koma í mars þegar vetrardrottningin er búin að sleppa vetrartökunum á Íslandi.“ Unnur hefur verið búsett á Cabo Roig á Spáni með manninum sínum síðan í ágúst en kemur reglulega heim í vinnuferðir. „Ég ákvað að bíða aðeins með að gera það sem ég ætlaði að gera,“ segir Unnur. Þeim líður vel á Spáni. „Við erum að fíla þetta. Það er svo indælt að vera þar sem er blár himinn og enginn vindur. Ekkert áreiti af veðri. Það veitir manni svo mikla kyrrð í sálina. Við ákváðum að við þyrftum aðeins léttara líf. Maður finnur það á Spáni. Í sálinni og náttúrulega ódýrara að lifa. Við höfum það svo fínt.“ Þótt upplifunin sé skemmtileg reikna þau þó með að koma á endanum heim til Íslands. Maður Unnar er forritari og getur sinnt vinnu sinni hvar sem er. Sjálf sé hún í námskeiðagerð á netinu og komi heim reglulega vegna þeirra. Auk þess séu þau á fullu í tónlist samliða og njóti lífsins. Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Veður Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem flugferð frá helvíti. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars. Unnur var meðal fjölda Íslendinga í flugi Norwegian frá Alicante klukkan 18:45. Sólríki staðurinn á Spáni er eftirsóttur dvalarstaður Íslendinga á þessum tíma árs og var vélin full af Íslendingum á heimleið eftir jólafrí og Spánverjum á leiðinni á kaldan klaka. „Fékk að upplifa verstu flugferð lífs mín í gærkvöldi og í nótt - af hverju leggja flugfélög af stað út í óveðurs-óvissu, sérstaklega þegar þau ráða ekkert við það? Ég er enn með titr og tár - og söknuð að hafa ekki komist heim,“ sagði Unnur í færslu á Facebook. Birti hún með mynd af Flightradar 24 þar sem sjá má vélina hringsnúast yfir Reykjanesi áður en flogið var aftur frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia var flug Norwegian frá Alicante það eina sem lenti ekki á Keflavíkurflugvelli frá því eftir hádegi í gær. Enduðu á sama stað og þau byrjuðu „Ég hef aldrei lent í öðru eins,“ segir Unnur og segir farir sínar ekki sléttar af flugferðinni. Allir Íslendingar í vélinni hafi hrist hausinn þegar niðurstaðan hafi verið að fljúga aftur frá Íslandi. „Þau tóku bara einhverja fjóra stóra hringi yfir Keflavíkurflugvelli í óveðursókyrrð. Fólk var farið að æpa í vélinni. Þetta var ógeðslegt. Við vissum ekki neitt. Þau létu okkur ekki vita af neinu. Þetta var flugferð frá helvíti.“ Það hafi verið undarleg tilfinning að svífa svona yfir Íslandi án þess að lenda. „Maður horfði á fulla tunglið, sólina og svo var heiðskír himinn en við fundum að það var rok. Íslendingar hugsuðu samt alveg að þetta væri ekkert rosalegt veður. Íslendingarnir hristu bara hausinn. Maður er svo vanur að þurfa aðeins að bíta bara á jaxlinn og anda djúpt þegar maður er að fljúga heim.“ Unnur ásamt manni sínum Jóni Tryggva í góðu yfirlæti á Spáni.Aðsend Ákveðið var að snúa við og var næst lent í Edinborg í Skotlandi. „Þar var fjölskylda með veikt barn sem þurfti að fara frá borði. Við þurftum að bíða í vélinni í tvo tíma í Edinborg,“ segir Unnur. Þaðan hafi svo verið flogið aftur til Alicante en ekki til Íslands. „Við enduðum á sama stað og við byrjuðum eftir tólf tíma í ókyrrð í vélinni.“ Óttaðist það versta Unnur telur ljóst að flugmennirnir hjá Norwegian hafi ekki kunnað á íslenska veðráttu. Þá hafi flugþjónarnir verið mjög ófagmannlegir. „Þeir voru bara að ræða fyrir framan alla í vélinni hvað þau ættu eiginlega að gera. Svo voru þau líka með stæla,“ segir Unnur og vísar til þess þegar fólk óskaði eftir svörum hvers vegna stefnan væri tekin aftur á Alicante í staðinn fyrir að fljúga til Íslands. Aftur var lent á Alicante klukkan sex í morgun hálfum sólarhring eftir brottför. „Þau ætla að reyna að fljúga aftur til Íslands í dag,“ segir Unnur. Veðurspáin sé hins vegar enn slæm og því ekkert víst hvað verði. „Það var illa staðið að þessu á alla vegu. Það voru allir hræddir líka. Ég hélt að ég myndi ekki lifa þetta af, og ég er ekki hrædd.“ Frestaði fluginu heim fram í mars Farþegum var boðið að þiggja far með flugi Norwegian frá Alicante í kvöld. „Þau bókuðu mig áfram í flug í kvöld en ég sagði bara nei takk. Fékk að breyta fluginu mínu frítt. Ég ætla bara að koma í mars þegar vetrardrottningin er búin að sleppa vetrartökunum á Íslandi.“ Unnur hefur verið búsett á Cabo Roig á Spáni með manninum sínum síðan í ágúst en kemur reglulega heim í vinnuferðir. „Ég ákvað að bíða aðeins með að gera það sem ég ætlaði að gera,“ segir Unnur. Þeim líður vel á Spáni. „Við erum að fíla þetta. Það er svo indælt að vera þar sem er blár himinn og enginn vindur. Ekkert áreiti af veðri. Það veitir manni svo mikla kyrrð í sálina. Við ákváðum að við þyrftum aðeins léttara líf. Maður finnur það á Spáni. Í sálinni og náttúrulega ódýrara að lifa. Við höfum það svo fínt.“ Þótt upplifunin sé skemmtileg reikna þau þó með að koma á endanum heim til Íslands. Maður Unnar er forritari og getur sinnt vinnu sinni hvar sem er. Sjálf sé hún í námskeiðagerð á netinu og komi heim reglulega vegna þeirra. Auk þess séu þau á fullu í tónlist samliða og njóti lífsins.
Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Veður Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira