Grunur leikur á íkveikju í Vesturbergi 4 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 23:15 Íbúar í Vesturbergi 4 voru á hrakhólum yfir jólahátíðina og eru enn, eftir að kviknaði í stigagangi hússins. Sterkur grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn. Þann 20. desember kviknaði í stigagangi í Vesturbergi 4. Í dag hófust þrif á íbúðum en út frá lykt og sóðaskapnum í húsinu er ljóst að það eru mánuðir en ekki vikur þar til fólk getur flutt inn aftur. Eldurinn átti upptök sín á jarðhæð í stigaganginum. Gangurinn er illa farinn og mikil vinna framundan. Það er þó komið rafmagn aftur á og gert ráð fyrir að klára að þrífa íbúð Önnu Kristbjargar á annarri hæð í dag. „Það er verið að þrífa en ég get ekki séð að við séum að fara hér, allavega ekki í bráð,“ segir Anna í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Anna og fjölskylda eru afar þakklát fyrir lánsíbúð sem þau fengu yfir jólin en missa um mánaðamótin. „Við erum bara búin að gera gott úr þessu og eiga ágætis jól þótt ég hefði viljað eiga þau hér heima,“ segir Anna. „Ég veit náttúrulega ekki um alla íbúa en þeir sem ég hef hitt eru á hrakhólum.“ Fréttir hafa verið sagðar af því að maður hafi játað á sig íkveikju. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi leigt herbergi í stigaganginum. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar en þær að rannsókn sé í fullum gangi og miði ágætlega. „Það gengur skjáskot milli manna og það er maður sem hefur játað að hafa kveikt í,“ segir Anna en bætir við að ekki sé búið að handtaka hann. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Sjá meira
Íbúar í Vesturbergi 4 voru á hrakhólum yfir jólahátíðina og eru enn, eftir að kviknaði í stigagangi hússins. Sterkur grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn. Þann 20. desember kviknaði í stigagangi í Vesturbergi 4. Í dag hófust þrif á íbúðum en út frá lykt og sóðaskapnum í húsinu er ljóst að það eru mánuðir en ekki vikur þar til fólk getur flutt inn aftur. Eldurinn átti upptök sín á jarðhæð í stigaganginum. Gangurinn er illa farinn og mikil vinna framundan. Það er þó komið rafmagn aftur á og gert ráð fyrir að klára að þrífa íbúð Önnu Kristbjargar á annarri hæð í dag. „Það er verið að þrífa en ég get ekki séð að við séum að fara hér, allavega ekki í bráð,“ segir Anna í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Anna og fjölskylda eru afar þakklát fyrir lánsíbúð sem þau fengu yfir jólin en missa um mánaðamótin. „Við erum bara búin að gera gott úr þessu og eiga ágætis jól þótt ég hefði viljað eiga þau hér heima,“ segir Anna. „Ég veit náttúrulega ekki um alla íbúa en þeir sem ég hef hitt eru á hrakhólum.“ Fréttir hafa verið sagðar af því að maður hafi játað á sig íkveikju. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi leigt herbergi í stigaganginum. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar en þær að rannsókn sé í fullum gangi og miði ágætlega. „Það gengur skjáskot milli manna og það er maður sem hefur játað að hafa kveikt í,“ segir Anna en bætir við að ekki sé búið að handtaka hann.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Sjá meira
Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12
Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49
Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42