Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. Þá vildi forsetinn fá fulla játningu frá Íran auk skaðabóta vegna málsins. Reuters greinir frá.
Írönsk stjórnvöld viðurkenndu í morgun að þau bæru ábyrgð á dauða þeirra 176 sem voru um borð í flugi PS752 á leið frá Tehran til Kænugarðs. Stjórnvöld höfðu undanfarið þvertekið fyrir það að mögulegt væri að Íran bæri ábyrgð á brotlendingu vélarinnar.
Forseti Úkraínu, Volodímir Selenskíj sagði í yfirlýsingu sinni að yfirlýsing íranskra stjórnvalda væri ekki nóg.
„Við búumst við því að Íran sé reiðubúið til að hefja ítarlega rannsókn á málinu, tryggja að þeir sem beri ábyrgð hljóti makleg málagjöld. Við viljum að Íran komi líkum hinna látnu aftur til síns heima, greiði skaðabætur og biðjist afsökunar með opinberum hætti,“ sagði í yfirlýsingu Selenskíj.
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn

Tengdar fréttir

Mannleg mistök urðu til þess að vélin var skotin niður af íranska hernum
Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að íranski herinn hafi, af misgáningi, skotið niður úkraínsku farþegaflugvélina sem hrapaði í nágrenni Tehran á dögunum.

Þvertaka enn fyrir að flugvélin hafi orðið fyrir eldflaug
Yfirvöld Íran þvertaka enn fyrir að farþegaþota frá Úkraínu hafi verið skotin niður yfir Íran í vikunni. 176 létu lífið þegar flugvélin féll til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran á miðvikudaginn.

Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing.

Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar
Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku.