Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2020 12:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. vísir/vilhelm Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Vinnustöðvunin tekur til tæplega tvö þúsund manns, þar af þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar. „Þetta er tillaga sem samninganefndin samþykkir frá sér og hún fer í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem starfa undir samningnum við Reykjavíkurborg. Framkvæmdin veltur líka á því hvort að mögulega verði búið að semja. Fyrsti verkfallsdagur samkvæmt þessu plani myndi ekki verða fyrr en fjórða febrúar, eftir það eru þetta stigmagnandi aðgerðir, meiri þéttleiki. Frá mánudeginum sautjánda febrúar verður þá um að ræða ótímabundið verkfall,“ sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Verkfallið tekur til allra sem vinna undir samningi eflingar hjá borginni. Um er að ræða tæplega tvö þúsund manns, þar af tæplega þúsund starfsmenn leikskólanna og dágóður fjöldi á velferðarsviðinu auk starfsmanna hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Viðar segir erfitt að segja til um hvort langt er í að samningar náist. „Eins og hefur komið fram þá telur formaður eflingar og samninganefndin að borgin einfaldlega sé langt því frá að sýna nægilegan lit í þessum viðræðum og viðurkenna vanda láglaunafólksins hjá borginni og uppfylla sín eigin vilyrði og fyrirheit um borgina sem vinnustað jöfnuðar. Ég er þess viss að það muni nást samningur. Eftir allan þennan tíma er það mat nefndarinnar að það sé nauðsynlegt að setja af stað aðgerðir til þess að búa til þrýsting sem því miður er oft það eina sem að verkafólk hefur þegar kemur að því að ná áheyrn þeirra sem valdið hafa,“ sagði viðar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Vinnustöðvunin tekur til tæplega tvö þúsund manns, þar af þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar. „Þetta er tillaga sem samninganefndin samþykkir frá sér og hún fer í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem starfa undir samningnum við Reykjavíkurborg. Framkvæmdin veltur líka á því hvort að mögulega verði búið að semja. Fyrsti verkfallsdagur samkvæmt þessu plani myndi ekki verða fyrr en fjórða febrúar, eftir það eru þetta stigmagnandi aðgerðir, meiri þéttleiki. Frá mánudeginum sautjánda febrúar verður þá um að ræða ótímabundið verkfall,“ sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Verkfallið tekur til allra sem vinna undir samningi eflingar hjá borginni. Um er að ræða tæplega tvö þúsund manns, þar af tæplega þúsund starfsmenn leikskólanna og dágóður fjöldi á velferðarsviðinu auk starfsmanna hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Viðar segir erfitt að segja til um hvort langt er í að samningar náist. „Eins og hefur komið fram þá telur formaður eflingar og samninganefndin að borgin einfaldlega sé langt því frá að sýna nægilegan lit í þessum viðræðum og viðurkenna vanda láglaunafólksins hjá borginni og uppfylla sín eigin vilyrði og fyrirheit um borgina sem vinnustað jöfnuðar. Ég er þess viss að það muni nást samningur. Eftir allan þennan tíma er það mat nefndarinnar að það sé nauðsynlegt að setja af stað aðgerðir til þess að búa til þrýsting sem því miður er oft það eina sem að verkafólk hefur þegar kemur að því að ná áheyrn þeirra sem valdið hafa,“ sagði viðar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira