Grunnskólabörn í Rangárþingi ytra borða frítt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2020 12:45 Margrét Harpa Guðsteindsóttir, sem segist vera mjög ánægð með að Á-listinn hafi komið í gegn málinu um fríar máltíðir fyrir grunnskólabörn í Rangárþingi ytra. Einkasafn Um tvö hundruð grunnskólabörn á Hellu, Laugalandi í Holtum og í Ásahreppi fá nú frían hádegisverð í skólum sínum frá og með áramótum. Maturinn kostar Rangárþing ytra um 11 milljónir á ári. Það hefur verið mikið kappsmál hja Á–listanum í sveitarstjórn Rangárþings ytra að koma málinu um frían hádegismat í grunnskólum sveitarfélagsins í gegnum stjórnkerfið. Það tókst nú um áramótin því nú þurfa fjölskyldur grunnskólabarn á Grunnskólanum á Hellu og í Grunnskólanum á Laugalandi í Holtum þar sem börn úr Ásahreppi eru líka í skólanum, ekki að borga neitt fyrir hádegismatinn í skólanum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Á – listanum er mjög ánægð með að málið sé nú í höfn. „Já, okkur finnst þetta vera réttlætismál og koma sér vel fyrir barnafjölskyldur. Þetta á að vera frí þjónusta, börn eiga að vera í grunnskóla á þessum tíma, þau hafa ekki tök á því að fara heim þannig að mér finnst náttúrulega að öll börn eigi að fá eina góða máltíð á dag“. Margrét Harpa segir að áfram verði passað upp á gæði matarins þannig að börnin fái hollt og gott að borða í skólunum sínum eins og verið hefur hingað til. „Já, við pössum upp á það að það verði ekkert slegið af kröfum með það að þetta verði holl og góð máltíð. Það má ekkert fara að spara í við hráefniskaup og þess háttar þrátt fyrir að sveitarfélagið borgi brúsan. Þetta verður bara áfram með sama sniði og vonandi bara betri“. Fríu máltíðirnar ná til nemenda í Grunnskólanum á Hellu og á Laugalandi í Holtum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kostnaður við verkefnið er um 11 milljónir króna fyrir sveitarfélagið og segir Margrét Harpa að þeim peningum sé vel varið. Fríu máltíðirnar ná til um 200 barna, 165 frá Rangárþingi ytra og 35 barna úr Ásahreppi. Margrét segist alls staðar fá góð viðbrögð úr samfélaginu við málinu við málinu og það sé mjög ánægjulegt að meirihlutinn í sveitarstjórn hafi samþykkt málið. Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Um tvö hundruð grunnskólabörn á Hellu, Laugalandi í Holtum og í Ásahreppi fá nú frían hádegisverð í skólum sínum frá og með áramótum. Maturinn kostar Rangárþing ytra um 11 milljónir á ári. Það hefur verið mikið kappsmál hja Á–listanum í sveitarstjórn Rangárþings ytra að koma málinu um frían hádegismat í grunnskólum sveitarfélagsins í gegnum stjórnkerfið. Það tókst nú um áramótin því nú þurfa fjölskyldur grunnskólabarn á Grunnskólanum á Hellu og í Grunnskólanum á Laugalandi í Holtum þar sem börn úr Ásahreppi eru líka í skólanum, ekki að borga neitt fyrir hádegismatinn í skólanum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Á – listanum er mjög ánægð með að málið sé nú í höfn. „Já, okkur finnst þetta vera réttlætismál og koma sér vel fyrir barnafjölskyldur. Þetta á að vera frí þjónusta, börn eiga að vera í grunnskóla á þessum tíma, þau hafa ekki tök á því að fara heim þannig að mér finnst náttúrulega að öll börn eigi að fá eina góða máltíð á dag“. Margrét Harpa segir að áfram verði passað upp á gæði matarins þannig að börnin fái hollt og gott að borða í skólunum sínum eins og verið hefur hingað til. „Já, við pössum upp á það að það verði ekkert slegið af kröfum með það að þetta verði holl og góð máltíð. Það má ekkert fara að spara í við hráefniskaup og þess háttar þrátt fyrir að sveitarfélagið borgi brúsan. Þetta verður bara áfram með sama sniði og vonandi bara betri“. Fríu máltíðirnar ná til nemenda í Grunnskólanum á Hellu og á Laugalandi í Holtum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kostnaður við verkefnið er um 11 milljónir króna fyrir sveitarfélagið og segir Margrét Harpa að þeim peningum sé vel varið. Fríu máltíðirnar ná til um 200 barna, 165 frá Rangárþingi ytra og 35 barna úr Ásahreppi. Margrét segist alls staðar fá góð viðbrögð úr samfélaginu við málinu við málinu og það sé mjög ánægjulegt að meirihlutinn í sveitarstjórn hafi samþykkt málið.
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira