Missti hátt í hundrað kíló með breyttum lífstíl Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 13:20 Ethan Suplee sem Randy Hickey í þáttunum My Name Is Earl. Leikarinn Ethan Suplee segir kraftlyftingar og betra mataræði vera ástæðuna fyrir mun betri heilsu en áður fyrr. Margir þekkja leikarann úr þáttum á borð við My Name Is Earl og Santa Clarita Diet. Suplee hefur misst hátt í hundrað kíló undanfarin ár og stjórnar nú hlaðvarpi um offitu sem heitir American Glutton. Í fyrsta þætti segir Suplee frá sinni eigin reynslu. Hann segist alltaf átt í flóknu sambandi við mat og leið oft eins og matur væri eitthvað sem fólk vildi ekki að hann fengi. „Ef ég vildi fá mér meira, þá þurfti ég að gera það í einrúmi og það varð að einhverju sem ég faldi fyrir fólki,“ segir Suplee. Hann hafi seinna meir áttað sig á því að vandamálið væri hans eigið viðhorf. View this post on Instagram A post shared by Ethan Suplee (@ethansuplee) on Jan 6, 2020 at 4:51pm PST „Þegar ég var unglingur fór ég á skemmtistaði með vinum mínum og mér fannst óþægilegt að borða fyrir framan fólk. Á leiðinni heim leitaði ég að bílalúgu sem væri opin allan sólarhringinn og borðaði þrjár máltíðir rétt áður en ég fór að sofa.“ Suplee segist hafa áttað sig á því að hann þyrfti að breyta lífsstíl sínum. Í kjölfarið fór hann að innbyrða færri kaloríur og leitaði í næringarríkari mat en áður. Sem dæmi nefnir hann gríska jógúrt og fitulítið kjöt. Samhliða þessu fór hann að stunda líkamsrækt og æfir sex sinnum í viku. Þá er hann duglegur að deila æfingum með aðdáendum sínum á Instagram. Hann segist vilja kenna hlustendum hlaðvarpsins að lifa heilbrigðara lífi án öfga og hvetja þau til þess að læra inn á mataræði sem hægt sé að fylgja í stað þess að leita skyndilausna. Heilsa Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Leikarinn Ethan Suplee segir kraftlyftingar og betra mataræði vera ástæðuna fyrir mun betri heilsu en áður fyrr. Margir þekkja leikarann úr þáttum á borð við My Name Is Earl og Santa Clarita Diet. Suplee hefur misst hátt í hundrað kíló undanfarin ár og stjórnar nú hlaðvarpi um offitu sem heitir American Glutton. Í fyrsta þætti segir Suplee frá sinni eigin reynslu. Hann segist alltaf átt í flóknu sambandi við mat og leið oft eins og matur væri eitthvað sem fólk vildi ekki að hann fengi. „Ef ég vildi fá mér meira, þá þurfti ég að gera það í einrúmi og það varð að einhverju sem ég faldi fyrir fólki,“ segir Suplee. Hann hafi seinna meir áttað sig á því að vandamálið væri hans eigið viðhorf. View this post on Instagram A post shared by Ethan Suplee (@ethansuplee) on Jan 6, 2020 at 4:51pm PST „Þegar ég var unglingur fór ég á skemmtistaði með vinum mínum og mér fannst óþægilegt að borða fyrir framan fólk. Á leiðinni heim leitaði ég að bílalúgu sem væri opin allan sólarhringinn og borðaði þrjár máltíðir rétt áður en ég fór að sofa.“ Suplee segist hafa áttað sig á því að hann þyrfti að breyta lífsstíl sínum. Í kjölfarið fór hann að innbyrða færri kaloríur og leitaði í næringarríkari mat en áður. Sem dæmi nefnir hann gríska jógúrt og fitulítið kjöt. Samhliða þessu fór hann að stunda líkamsrækt og æfir sex sinnum í viku. Þá er hann duglegur að deila æfingum með aðdáendum sínum á Instagram. Hann segist vilja kenna hlustendum hlaðvarpsins að lifa heilbrigðara lífi án öfga og hvetja þau til þess að læra inn á mataræði sem hægt sé að fylgja í stað þess að leita skyndilausna.
Heilsa Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira