Þingmaður fastur í flugvél í rúman hálfan sólarhring Andri Eysteinsson skrifar 12. janúar 2020 23:17 Njáll Trausti er einn þeirra fjölmörgu farþega sem sitja fastir við Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Fjölmargir flugfarþegar hafa setið fastir í flugvélum við Keflavíkurflugvöll í kvöld en vegna veðurs og vinda hefur ekki verið hægt að koma farþegum frá borði. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis er einn þeirra sem sitja sem fastast. Í samtali við Vísi segir Njáll daginn hafa verið langan. „Við lögðum af stað frá Tenerife klukkan átta í morgun og vorum komin norðan við Bretlandseyjar þegar snúið var við til þess að skipta um áhöfn,“ segir Njáll. Lent var á Gatwick-flugvelli og við tók um þriggja klukkustunda bið í vélinni áður en haldið var áleiðis til Íslands. „Svo erum við að lenda hérna um 19:25 og höfum síðan beðið hér úti í vél,“ segir þingmaðurinn og bætir við. „Mér varð hugsað til þess áðan að hægt er að fljúga á milli London og Ástralíu á þessum tíma.“ Njáll segir að skyggni hafi verið lítið sem ekkert á flugbrautinni skömmu eftir lendingu, með tímanum hafi það þó batnað til muna en enn sé hvasst. Til að byrja með hafi vélinni verið lagt nálægt gömlu flugstöðinni en hafi seinna verið færð.„Áður en vélin var færð þurfti að moka snjóinn frá aðalhjóli vélarinnar,“ sagði Njáll sem segir snjóskafla hafa myndast upp við vélina.Á meðan að á samtalinu stóð bárust þær fréttir frá flugstjóra Norwegian Air-vélarinnar að unnið væri að því að moka snjó frá flugstöðinni og því næst yrði hægt að hleypa farþegum frá borði. Tíu vélar sitja fastar á flugbrautinni og var vél Norwegian frá Tenerife sú sjötta í röðinni.Ferðalagið hefur verið langt hjá farþegum vélarinnar en Njáll segir farþega hafa sýnt mikinn skilning og tekið fréttunum af jafnaðargeði.„Það eru allir þolinmóðir þetta er ótrúlegur hópur af fólki,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, Alþingismaður og farþegi Norwegian Airlines. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira
Fjölmargir flugfarþegar hafa setið fastir í flugvélum við Keflavíkurflugvöll í kvöld en vegna veðurs og vinda hefur ekki verið hægt að koma farþegum frá borði. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis er einn þeirra sem sitja sem fastast. Í samtali við Vísi segir Njáll daginn hafa verið langan. „Við lögðum af stað frá Tenerife klukkan átta í morgun og vorum komin norðan við Bretlandseyjar þegar snúið var við til þess að skipta um áhöfn,“ segir Njáll. Lent var á Gatwick-flugvelli og við tók um þriggja klukkustunda bið í vélinni áður en haldið var áleiðis til Íslands. „Svo erum við að lenda hérna um 19:25 og höfum síðan beðið hér úti í vél,“ segir þingmaðurinn og bætir við. „Mér varð hugsað til þess áðan að hægt er að fljúga á milli London og Ástralíu á þessum tíma.“ Njáll segir að skyggni hafi verið lítið sem ekkert á flugbrautinni skömmu eftir lendingu, með tímanum hafi það þó batnað til muna en enn sé hvasst. Til að byrja með hafi vélinni verið lagt nálægt gömlu flugstöðinni en hafi seinna verið færð.„Áður en vélin var færð þurfti að moka snjóinn frá aðalhjóli vélarinnar,“ sagði Njáll sem segir snjóskafla hafa myndast upp við vélina.Á meðan að á samtalinu stóð bárust þær fréttir frá flugstjóra Norwegian Air-vélarinnar að unnið væri að því að moka snjó frá flugstöðinni og því næst yrði hægt að hleypa farþegum frá borði. Tíu vélar sitja fastar á flugbrautinni og var vél Norwegian frá Tenerife sú sjötta í röðinni.Ferðalagið hefur verið langt hjá farþegum vélarinnar en Njáll segir farþega hafa sýnt mikinn skilning og tekið fréttunum af jafnaðargeði.„Það eru allir þolinmóðir þetta er ótrúlegur hópur af fólki,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, Alþingismaður og farþegi Norwegian Airlines.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira