Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2020 13:57 Haraldur Johannessen hefur snúið sér að sérfræðistörfum hjá dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, eru einu lögreglustjórarnir á landinu sem staðfest hafa umsókn sína um starfið. Þá hefur Páll Winkel fangelsismálastjóri og Grímur Grímsson, tengiliður Íslands hjá Europol, einnig sótt um. Samkvæmt lögreglulögum skal umsækjandi um embættið hafa lokið lögfræðiprófi eða jafngildu háskólaprófi. Grímur er menntaður viðskiptafræðingur og segist í samtali við Fréttablaðið ætla að láta reyna á þetta ákvæði. Grímur Grímsson er einn þeirra sem sækist eftir embættinu.stöð 2 Kristín Jóhannesdóttir lögmaður er líklega óvæntasti umsækjandinn sem komið hefur fram. Kristín starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi og hefur setið í stjórn Baugs þar sem bróðir hennar Jón Ásgeir Jóhannesson var í aðalhlutverki í lengri tíma. Þá sækja Logi Kjartansson lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður um starfið. Ekki áhuga á starfinu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur gegnt stöðu ríkislögreglustjóra síðan Haraldur steig til hliðar. Hann segist þó ekki hafa áhuga á starfinu til frambúðar. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi hvorki játa né neita aðspurður hvort hann hefði sótt um. Hann var eini lögreglustjórinn sem skrifaði ekki undir vantraustsyfirlýsingu á Harald í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir umsækjendur. Sömuleiðis Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þau sóttu ekki um starfið. Fréttastofa hefur óskað eftir lista umsækjenda frá dómsmálaráðuneytinu. Von er á listanum í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:43 þegar listinn var gerður opinber. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09 Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, eru einu lögreglustjórarnir á landinu sem staðfest hafa umsókn sína um starfið. Þá hefur Páll Winkel fangelsismálastjóri og Grímur Grímsson, tengiliður Íslands hjá Europol, einnig sótt um. Samkvæmt lögreglulögum skal umsækjandi um embættið hafa lokið lögfræðiprófi eða jafngildu háskólaprófi. Grímur er menntaður viðskiptafræðingur og segist í samtali við Fréttablaðið ætla að láta reyna á þetta ákvæði. Grímur Grímsson er einn þeirra sem sækist eftir embættinu.stöð 2 Kristín Jóhannesdóttir lögmaður er líklega óvæntasti umsækjandinn sem komið hefur fram. Kristín starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi og hefur setið í stjórn Baugs þar sem bróðir hennar Jón Ásgeir Jóhannesson var í aðalhlutverki í lengri tíma. Þá sækja Logi Kjartansson lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður um starfið. Ekki áhuga á starfinu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur gegnt stöðu ríkislögreglustjóra síðan Haraldur steig til hliðar. Hann segist þó ekki hafa áhuga á starfinu til frambúðar. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi hvorki játa né neita aðspurður hvort hann hefði sótt um. Hann var eini lögreglustjórinn sem skrifaði ekki undir vantraustsyfirlýsingu á Harald í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir umsækjendur. Sömuleiðis Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þau sóttu ekki um starfið. Fréttastofa hefur óskað eftir lista umsækjenda frá dómsmálaráðuneytinu. Von er á listanum í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:43 þegar listinn var gerður opinber.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09 Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09
Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29