Óveðurslægð næsta sólarhringinn en svo birtir til Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2020 13:08 Snjómokstur hefur verið víða á landinu undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. Snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurfræðingur segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðurstíð, í að bili að minnsta kosti. Enn einn lægðin sem hrellt hefur landsmenn gengur nú yfir landið og eru gular og appelsínugular viðvaranir á landinu og verða á sumum svæðum allt til klukkan þrjú á morgun. Verst er veðrið á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Færð spilltist á vegum landsins í nótt og var og er víða ófært. Jón Hrafn Karlsson úr björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri aðstoðuðu, ásamt öðrum, sex erlenda ferðamenn á þremur bílum, við Núpá í Skaftárhreppi í gærkvöldi, sem voru fastir vegna ófærðar. Snælduvitlaust veður „Þegar við komum á vettvang þá var bara ekkert skyggni og snælduvitlaust veður. Það var það mikil snjófjúk og kóf,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils. Svo kalt var að bílarferðamannanna frusu fastir við veginn. „Hitinn í vélasalnum hafi verið að bræða kófið, síðan lekur vatnið niður og frýs við malbikið þannig að það er samfelldur klaki frá malbiki og inn í vélasal bílanna.“ Jón segir að engin verkefni hafi komið inn á þeirra borð í nótt - en í morgun hafi björgunarsveitin sinnt vegalokunum á svæðinu og segir hann að reynt sé að halda aftur að ferðamönnum á meðan óveðrið gengur yfir í dag. Meðal vindhraði á fjallvegum og á hálendinu mældist um 25 m/s en Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í Öræfum hafi sá vindhraði rúmlega tvöfaldast í verstu kviðunum. Vont veður á Vestfjörðum „Það voru allavega hviður þarna í Öræfum eitthvað í kringum og yfir 50 m/s en mesti vindur, á 10 mínútna meðalhraða var þá 36 metrar á Hjallhálsi og svo á hálendinu hefur mælst einhverjir fjörutíu og fimm metrar á sekúndu.“ Á Vestfjörðum verður vont veður til morguns. Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Hættustig á Ísafirði en þar mun bæta í úrkomu í dag. „Það hjálpar ekki, það skánar ekki á meðan þetta heldur áfram.“ Eins og spár gera ráð fyrir núna verða alla veðurviðvaranir fallnar úr gildi klukkan þrjú á morgun. Daníel segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðrinu sem hrellt hefur landsmenn nú í marga daga. „Í bili já. Á morgun, þegar veðrið er gengið niður verður vindur víðast hvar orðinn hægur, hæg austlæg átt, og svo bara hæg vestlæg átt fram að helgi. En síðan er útlit fyrir að það hlýni og hvessi aftur á sunnudag en fram að því verður þokkalegasta veður.“ Samgöngur Veður Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. Snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurfræðingur segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðurstíð, í að bili að minnsta kosti. Enn einn lægðin sem hrellt hefur landsmenn gengur nú yfir landið og eru gular og appelsínugular viðvaranir á landinu og verða á sumum svæðum allt til klukkan þrjú á morgun. Verst er veðrið á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Færð spilltist á vegum landsins í nótt og var og er víða ófært. Jón Hrafn Karlsson úr björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri aðstoðuðu, ásamt öðrum, sex erlenda ferðamenn á þremur bílum, við Núpá í Skaftárhreppi í gærkvöldi, sem voru fastir vegna ófærðar. Snælduvitlaust veður „Þegar við komum á vettvang þá var bara ekkert skyggni og snælduvitlaust veður. Það var það mikil snjófjúk og kóf,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils. Svo kalt var að bílarferðamannanna frusu fastir við veginn. „Hitinn í vélasalnum hafi verið að bræða kófið, síðan lekur vatnið niður og frýs við malbikið þannig að það er samfelldur klaki frá malbiki og inn í vélasal bílanna.“ Jón segir að engin verkefni hafi komið inn á þeirra borð í nótt - en í morgun hafi björgunarsveitin sinnt vegalokunum á svæðinu og segir hann að reynt sé að halda aftur að ferðamönnum á meðan óveðrið gengur yfir í dag. Meðal vindhraði á fjallvegum og á hálendinu mældist um 25 m/s en Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í Öræfum hafi sá vindhraði rúmlega tvöfaldast í verstu kviðunum. Vont veður á Vestfjörðum „Það voru allavega hviður þarna í Öræfum eitthvað í kringum og yfir 50 m/s en mesti vindur, á 10 mínútna meðalhraða var þá 36 metrar á Hjallhálsi og svo á hálendinu hefur mælst einhverjir fjörutíu og fimm metrar á sekúndu.“ Á Vestfjörðum verður vont veður til morguns. Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Hættustig á Ísafirði en þar mun bæta í úrkomu í dag. „Það hjálpar ekki, það skánar ekki á meðan þetta heldur áfram.“ Eins og spár gera ráð fyrir núna verða alla veðurviðvaranir fallnar úr gildi klukkan þrjú á morgun. Daníel segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðrinu sem hrellt hefur landsmenn nú í marga daga. „Í bili já. Á morgun, þegar veðrið er gengið niður verður vindur víðast hvar orðinn hægur, hæg austlæg átt, og svo bara hæg vestlæg átt fram að helgi. En síðan er útlit fyrir að það hlýni og hvessi aftur á sunnudag en fram að því verður þokkalegasta veður.“
Samgöngur Veður Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira