Dvelur þrjá mánuði á ári erlendis og finnst erfitt að geta ekki verið á mörgum stöðum í einu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2020 10:30 Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra. Hann er harðduglegur, fylginn sér og einn harðasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Kristín Ruth Jónsdóttir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra eldsnemma að morgni þegar hann var að taka sig til fyrir daginn og fékk að kynnast því hver hann er, þegar hann er ekki umdeildur stjórnmálamaður. „Ef ég er heima þá byrjar dagurinn svona. Ég var að taka það saman um daginn og þá kom í ljós að í fyrra var 93 daga í burtu og í ár verð ég 84 daga að heiman, svo þetta er allt á réttri leið,“ segir Guðlaugur. „Það bara fylgir því að vera utanríkisráðherra að það eru ákveðnir fundir sem þú verður að mæta á. Auðvitað er það þannig að sama hversu mikið fjarskiptum fer fram, það kemur ekkert í staðinn fyrir mannleg samskipti. Stór partur af þessu eru að vera í persónulegum samskiptum við þær þjóðir sem við erum mest í samskiptum við.“ Guðlaugur býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni. Einn daginn fjárfesti Guðlaugur í bát sem ber nefnið Ljótur og var draumurinn að sigla á honum í vinnuna. Kristín og Gunnlaugur tóku daginn snemma í Grafarvoginum. „Þetta var ein af mörgum vondum fjárfestingum sem maður hefur farið í. Hann fór aldrei á flot og ég veit að það er aðili hér í Grafarvoginum sem siglir stundum í vinnuna. Ég hef eytt áratugum í umferðinni hér og það er styttra að sigla. En ég er ekki ennþá kominn á þann stað,“ segir Guðlaugur en það var eiginkona hans Ágústa Johnson sem gaf bátnum nafnið Ljótur og kom nafnið fyrst í huga hennar þegar hún sá bátinn í fyrsta sinn. Guðlaugur nýtur sín vel í starfinu og það virðist ekkert fá á hann að flakka heimshornanna á milli. „Ég lít svo á að það eru forréttindi að fá að þjóna þjóðinni. Ég hef sterka réttlætiskennd og ég vil breyta. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið það traust frá kjósendum. Ef maður er í þessu verður maður að leggja sig allan fram.“ Í þættinum kom fram að Gulli er ekki mikill morgunmaður en reynir samt sem áður að fara sem oftast í göngu með hundinn Mána klukkan sjö. Í starfi hefur Guðlaugur komið til fátækra landa og segir hann það hafa opnað augu hans fyrir því hversu heppin við Íslendingar erum í raun. „Það erfiðasta við það að vera utanríkisráðherra er að geta ekki verið á tveimur eða þremur stöðum í einu. Ég lendi alltaf í því.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Hann er harðduglegur, fylginn sér og einn harðasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Kristín Ruth Jónsdóttir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra eldsnemma að morgni þegar hann var að taka sig til fyrir daginn og fékk að kynnast því hver hann er, þegar hann er ekki umdeildur stjórnmálamaður. „Ef ég er heima þá byrjar dagurinn svona. Ég var að taka það saman um daginn og þá kom í ljós að í fyrra var 93 daga í burtu og í ár verð ég 84 daga að heiman, svo þetta er allt á réttri leið,“ segir Guðlaugur. „Það bara fylgir því að vera utanríkisráðherra að það eru ákveðnir fundir sem þú verður að mæta á. Auðvitað er það þannig að sama hversu mikið fjarskiptum fer fram, það kemur ekkert í staðinn fyrir mannleg samskipti. Stór partur af þessu eru að vera í persónulegum samskiptum við þær þjóðir sem við erum mest í samskiptum við.“ Guðlaugur býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni. Einn daginn fjárfesti Guðlaugur í bát sem ber nefnið Ljótur og var draumurinn að sigla á honum í vinnuna. Kristín og Gunnlaugur tóku daginn snemma í Grafarvoginum. „Þetta var ein af mörgum vondum fjárfestingum sem maður hefur farið í. Hann fór aldrei á flot og ég veit að það er aðili hér í Grafarvoginum sem siglir stundum í vinnuna. Ég hef eytt áratugum í umferðinni hér og það er styttra að sigla. En ég er ekki ennþá kominn á þann stað,“ segir Guðlaugur en það var eiginkona hans Ágústa Johnson sem gaf bátnum nafnið Ljótur og kom nafnið fyrst í huga hennar þegar hún sá bátinn í fyrsta sinn. Guðlaugur nýtur sín vel í starfinu og það virðist ekkert fá á hann að flakka heimshornanna á milli. „Ég lít svo á að það eru forréttindi að fá að þjóna þjóðinni. Ég hef sterka réttlætiskennd og ég vil breyta. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið það traust frá kjósendum. Ef maður er í þessu verður maður að leggja sig allan fram.“ Í þættinum kom fram að Gulli er ekki mikill morgunmaður en reynir samt sem áður að fara sem oftast í göngu með hundinn Mána klukkan sjö. Í starfi hefur Guðlaugur komið til fátækra landa og segir hann það hafa opnað augu hans fyrir því hversu heppin við Íslendingar erum í raun. „Það erfiðasta við það að vera utanríkisráðherra er að geta ekki verið á tveimur eða þremur stöðum í einu. Ég lendi alltaf í því.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira