Björgunarsveitarmenn á Flateyri: „Aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 20:15 Magnús Einar hefur stýrt aðgerðum björgunarsveitarmanna á Flateyri í dag og síðustu nótt. Seinna snjóflóðið á Flateyri lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún 14. Kona með þrjú börn býr í húsinu. Hún komst út ásamt yngri börnunum tveimur en stúlka, sem verður fimmtán ára í næsta mánuði, sat föst undir snjónum í herbergi sínu. Menn frá björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri voru að byrja að rýma hús í nánd við höfnina þegar þeir fengu tilkynningu um seinna flóðið og fóru á fullri ferð þangað. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar stýrði leitinni að stúlkunni. Hann segir móðurina hafa getað sagt þeim nákvæmlega hvar stúlkan væri og því gátu þeir byrjað strax að moka á réttum stað. „Við vorum með tíu manns þegar mest var inni í húsinu. Því það þurfti að koma snjónum út úr herberginu, það var allt fullt af snjó í húsinu. Manni fannst þetta heil eilífð að líða en frá því við förum inn og finnum hana líða 35 mínútur,“ segir Magnús. Hann var ekki sjálfur inni í húsinu heldur stjórnaði aðgerðum. „En ég heyrði frá mínum mönnum að þeir hafi aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta. Þarna voru tíu fullorðnir karlmenn sem hágrétu þegar þeir heyrðu í henni.“ Var með sængina vafða um sig allan tímann Stúlkan var flutt í hús sundlaugarinnar þar sem það var talið hlýjasta húsið í bænum. „Við tókum hana úr blautum fötum og pökkuðum í teppi. Hún var með sængina sína, sængin var enn utan um hana, hún var utan um hana allan tímann. En henni var rosalega kalt og í sjokki. Hún gat ekki sagt okkur hvort henni væri illt en við náðum í hana hita. Það stóð til að flytja stúlkuna í þyrlu til Ísafjarðar en það var of hvasst. Varðskipið Þór kom þá á svæðið og var stúlkan flutt niður á bryggju og með léttabát yfir í varðskipið. Hún var komin á sjúkrahúsið í morgun. Samkvæmt vakthafandi lækni er stúlkan með minniháttar áverka eins og skurði, enda brotnaði rúðan í herberginu yfir hana. Stúlkan hefur annars meira og minna sofið í dag. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Seinna snjóflóðið á Flateyri lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún 14. Kona með þrjú börn býr í húsinu. Hún komst út ásamt yngri börnunum tveimur en stúlka, sem verður fimmtán ára í næsta mánuði, sat föst undir snjónum í herbergi sínu. Menn frá björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri voru að byrja að rýma hús í nánd við höfnina þegar þeir fengu tilkynningu um seinna flóðið og fóru á fullri ferð þangað. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar stýrði leitinni að stúlkunni. Hann segir móðurina hafa getað sagt þeim nákvæmlega hvar stúlkan væri og því gátu þeir byrjað strax að moka á réttum stað. „Við vorum með tíu manns þegar mest var inni í húsinu. Því það þurfti að koma snjónum út úr herberginu, það var allt fullt af snjó í húsinu. Manni fannst þetta heil eilífð að líða en frá því við förum inn og finnum hana líða 35 mínútur,“ segir Magnús. Hann var ekki sjálfur inni í húsinu heldur stjórnaði aðgerðum. „En ég heyrði frá mínum mönnum að þeir hafi aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta. Þarna voru tíu fullorðnir karlmenn sem hágrétu þegar þeir heyrðu í henni.“ Var með sængina vafða um sig allan tímann Stúlkan var flutt í hús sundlaugarinnar þar sem það var talið hlýjasta húsið í bænum. „Við tókum hana úr blautum fötum og pökkuðum í teppi. Hún var með sængina sína, sængin var enn utan um hana, hún var utan um hana allan tímann. En henni var rosalega kalt og í sjokki. Hún gat ekki sagt okkur hvort henni væri illt en við náðum í hana hita. Það stóð til að flytja stúlkuna í þyrlu til Ísafjarðar en það var of hvasst. Varðskipið Þór kom þá á svæðið og var stúlkan flutt niður á bryggju og með léttabát yfir í varðskipið. Hún var komin á sjúkrahúsið í morgun. Samkvæmt vakthafandi lækni er stúlkan með minniháttar áverka eins og skurði, enda brotnaði rúðan í herberginu yfir hana. Stúlkan hefur annars meira og minna sofið í dag.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent