„Fólk er eðlilega í sjokki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. janúar 2020 20:32 Frá Flateyri í nótt. Aðsend Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. Tuttugu manna áfallateymi kom með varðskipinu Þór á öðrum tímanum í dag. Björgunarsveitarmaður segir fólk slegið og að margir hafi þegið áfallahjálp. Björgunarsveitin Sæbjörg kom að opnun fjöldahjálparstöðvarinnar á Flateyri upp úr eitt í dag ásamt björgunarfólki, fólki frá Rauða krossinum, lækni, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingi. Björgunarsveit bauðst til að sækja fólk ef þörf var á og boðið var upp á vistir og dýnur fyrir þá sem þangað sóttu í dag. „Fólk er eðlilega í sjokki og er að leita eftir því að tjá sig aðeins og vill aðeins tala um þetta, það sem er framundan,“ segir Davíð Björn Kjartansson, björgunarsveitarmaður frá Ísafirði, sem starfað hefur við fjöldahjálparstöðina á Flateyri í dag. Er fólki veitt hjálp eða þarf það að biðja sérstaklega um hana? „Það er allur gangur á því. Það eru hérna sálfræðingar sem stýra þessu sem hafa boðið upp á það og eins líka bara rætt við fólkið og verið með þessa nánd.“ Finnurðu einhvern ótta hjá fólki? „Já, eðlilega. Það er ótti og maður skilur það vel en það er gott að tala um hann og segja frá.“ Davíð segir að áfallateymið verði á staðnum eins lengi og þörf krefur. „Við verðum hérna til taks ef á þarf að halda.“ Mikil áfallahjálp er framundan á Vestfjörðum eftir snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum seint í gærkvöldi: tvö á Flateyri og eitt við Suðureyri. Tvær fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar til viðbótar við þá á Flateyri; í Kiwanis-húsinu á Ísafirði og í Fisherman á Suðureyri. Þangað hafa tugir einnig sótt aðstoð í dag. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. Tuttugu manna áfallateymi kom með varðskipinu Þór á öðrum tímanum í dag. Björgunarsveitarmaður segir fólk slegið og að margir hafi þegið áfallahjálp. Björgunarsveitin Sæbjörg kom að opnun fjöldahjálparstöðvarinnar á Flateyri upp úr eitt í dag ásamt björgunarfólki, fólki frá Rauða krossinum, lækni, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingi. Björgunarsveit bauðst til að sækja fólk ef þörf var á og boðið var upp á vistir og dýnur fyrir þá sem þangað sóttu í dag. „Fólk er eðlilega í sjokki og er að leita eftir því að tjá sig aðeins og vill aðeins tala um þetta, það sem er framundan,“ segir Davíð Björn Kjartansson, björgunarsveitarmaður frá Ísafirði, sem starfað hefur við fjöldahjálparstöðina á Flateyri í dag. Er fólki veitt hjálp eða þarf það að biðja sérstaklega um hana? „Það er allur gangur á því. Það eru hérna sálfræðingar sem stýra þessu sem hafa boðið upp á það og eins líka bara rætt við fólkið og verið með þessa nánd.“ Finnurðu einhvern ótta hjá fólki? „Já, eðlilega. Það er ótti og maður skilur það vel en það er gott að tala um hann og segja frá.“ Davíð segir að áfallateymið verði á staðnum eins lengi og þörf krefur. „Við verðum hérna til taks ef á þarf að halda.“ Mikil áfallahjálp er framundan á Vestfjörðum eftir snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum seint í gærkvöldi: tvö á Flateyri og eitt við Suðureyri. Tvær fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar til viðbótar við þá á Flateyri; í Kiwanis-húsinu á Ísafirði og í Fisherman á Suðureyri. Þangað hafa tugir einnig sótt aðstoð í dag.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
„Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30
„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04
„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44
Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09