Conor McGregor ætlar að minna alla á það að hann „bjó til“ þessa íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 10:00 Þegar Conor McGregor er kominn með hljóðnemann þá er alltaf von á einhverju athyglisverðu. Getty/Jeff Bottari Conor McGregor mætir aftur í búrið á sunnudagskvöldið þegar hann berst við Donald Cerrone í Las Vegas. Í gær mætti kappinn á blaðamannafund þar sem hann auðvitað sparaði ekki yfirlýsingar sínar. Þetta er fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í búrinu í blönduðum bardagaíþróttum síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018. Það hefur verið meira að frétta af Conor McGregor utan búrsins en innan þess síðan þá en hann var dæmdur fyrir líkamsárás í nóvember á síðasta ári. The @TheNotoriousMMA and @Cowboycerrone came face to face for the first time ahead of #UFC246 Watch the full press conference on @BBCiplayer here https://t.co/5cfZc2JwLRpic.twitter.com/9d2SabtZ4s— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Ég er á góðum stað og tilbúinn að berjast,“ sagði hinn 31 árs gamli Conor McGregor á blaðamannafundinum í gær. „Stundum þurfum við að fara á ákveðna staði í okkar lífi til að átta okkur hvað við þurfum að gera. Ég er búinn að snúa við blaðinu. Mér líður aftur eins og ungum manni, ég er fullur af orku og ferskur,“ sagði Conor McGregor. „Ég er ennþá ástríðufullur ungur maður sem er enn að teygja sig upp í stjörnurnar og reyna að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Það er enginn sem getur snert mig. Ég gerði þessa íþrótt að því sem hún er í dag,“ sagði Conor og bætti við: „Ég ætla því að minna alla á það í þessum bardaga.,“ sagði McGregor. En hvað með mótherjann hinn 36 ára gamla Bandaríkjamann Donald Cerrone. "He has my respect and although there will be blood spilled on 18 January, it will not be bad blood." Conor McGregor was on good form at his #UFC246 press conference with Donald Cerrone. Watch the full thing on @BBCiPlayer https://t.co/5cfZc2JwLR#bbcufcpic.twitter.com/MvPiM04IrB— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Hann hefur mína virðingu en honum mun líka blæða átjánda janúar þó að það verði engin óvinátta á milli okkar (bad blood). Þegar kemur að spánni frá „Mystic Mac“ þá endar bardaginn á rothöggi,“ sagði McGregor og auðvitað farinn að tala um sig í þriðju persónu. McGregor segist líka geta lesið andstæðinginn sinn eins og barnabók. MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Conor McGregor mætir aftur í búrið á sunnudagskvöldið þegar hann berst við Donald Cerrone í Las Vegas. Í gær mætti kappinn á blaðamannafund þar sem hann auðvitað sparaði ekki yfirlýsingar sínar. Þetta er fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í búrinu í blönduðum bardagaíþróttum síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018. Það hefur verið meira að frétta af Conor McGregor utan búrsins en innan þess síðan þá en hann var dæmdur fyrir líkamsárás í nóvember á síðasta ári. The @TheNotoriousMMA and @Cowboycerrone came face to face for the first time ahead of #UFC246 Watch the full press conference on @BBCiplayer here https://t.co/5cfZc2JwLRpic.twitter.com/9d2SabtZ4s— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Ég er á góðum stað og tilbúinn að berjast,“ sagði hinn 31 árs gamli Conor McGregor á blaðamannafundinum í gær. „Stundum þurfum við að fara á ákveðna staði í okkar lífi til að átta okkur hvað við þurfum að gera. Ég er búinn að snúa við blaðinu. Mér líður aftur eins og ungum manni, ég er fullur af orku og ferskur,“ sagði Conor McGregor. „Ég er ennþá ástríðufullur ungur maður sem er enn að teygja sig upp í stjörnurnar og reyna að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Það er enginn sem getur snert mig. Ég gerði þessa íþrótt að því sem hún er í dag,“ sagði Conor og bætti við: „Ég ætla því að minna alla á það í þessum bardaga.,“ sagði McGregor. En hvað með mótherjann hinn 36 ára gamla Bandaríkjamann Donald Cerrone. "He has my respect and although there will be blood spilled on 18 January, it will not be bad blood." Conor McGregor was on good form at his #UFC246 press conference with Donald Cerrone. Watch the full thing on @BBCiPlayer https://t.co/5cfZc2JwLR#bbcufcpic.twitter.com/MvPiM04IrB— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Hann hefur mína virðingu en honum mun líka blæða átjánda janúar þó að það verði engin óvinátta á milli okkar (bad blood). Þegar kemur að spánni frá „Mystic Mac“ þá endar bardaginn á rothöggi,“ sagði McGregor og auðvitað farinn að tala um sig í þriðju persónu. McGregor segist líka geta lesið andstæðinginn sinn eins og barnabók.
MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira