Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2020 14:10 Birna Marín Viðarsdóttir, Guðmundur Kristinn Þorsteinsson og Hlynur Karlsson skipa lið VA í Gettu betur-keppninni. Sigur þeirra gegn Ísfirðingum var dreginn til baka vegna tæknilegra mistaka. „Þetta var þannig að okkar krakkar fögnuðu auðvitað sigri eins og kom fram í fréttinni enda er úrslitum keppni ekki breytt eftir á samkvæmt reglum hennar,“ segir Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands. Birgir hefur verið liðinu í Gettu betur innan handar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að heldur hrapalega hafi til tekist þegar það keppti við lið Menntaskólans á Ísafirði. Austfirðingar höfðu sigur en seinna kom í ljós að vegna tæknilegra mistaka hafði þeim verið skammtaður of rúmur tími i hraðaspurningum. Niðurstöðunni þröngvað uppá Austfirðinga án samráðs „Í gærmorgun er hringt frá RÚV í einn liðsmann okkar og sagt að keppnin hafi verið ógild, við hefðum fengið 17 sekúndum lengri tíma og fengið þar þrjú aukastig. Það þyrfti því að endurtaka keppnina og var byrjað að ræða hvenær það væri hægt,“ segir Birgir og ekki er örgrannt um að heldur þungt sé í Austfirðingum vegna málsins. Birgir segir að nemandinn hafi þá verið heima hjá sér og tjáð þeim sem hafði samband frá Ríkissjónvarpinu ohf að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Birgir Jónsson segir að þessari niðurstöðu, að viðureignin skyldi endurtekin, hafi verið þröngvað upp á Austfirðinga án nokkurs samráðs. Þau hjá VA telja rétt að bæði lið fari áfram í þriðju umferð. „Það var samþykkt og ætlaði RÚV að hringja aftur síðar. Í millitíðinni var birt frétt um að keppnin yrði endurtekin og þess ber að geta að það var hvergi kallað eftir okkar áliti varðandi hvað skyldi gera. Þegar ég náði sambandi við forsvarsmenn RÚV varðandi málið seinni partinn þá virtist vera að þetta hefði verið ákveðið þar og þessari niðurstöðu þröngvað upp á okkur án alls samráðs.“ Liðið ekki í standi til að keppa eftir rússibanareið Birgir segir að auk þess hafi verið reynt að fá lið Verkmenntaskóla Austurlands til að keppa í dag, eins og fram kom í frétt Vísis af málinu. „En ljóst er að okkar lið er ekki í standi til þess eftir rússíbana síðustu tveggja sólarhringa. RÚV hefur eftir þetta séð sóma sinn í því að hlusta á sjónarmið okkar og er að skoða málið aftur. Að okkar mati væri sú leið farsælust að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit, þannig kæmi klúðrið varðandi framkvæmd keppninnar niður á hvorugu liðinu.“ Þannig virðist, samkvæmt Birgi, að málinu sé ekki lokið og ekki sé komin niðurstaða í það þrátt fyrir orð Kristjönu Arnardóttur spyrils sem taldi þetta þó frágengið í samtali við Vísi fyrr í dag. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
„Þetta var þannig að okkar krakkar fögnuðu auðvitað sigri eins og kom fram í fréttinni enda er úrslitum keppni ekki breytt eftir á samkvæmt reglum hennar,“ segir Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands. Birgir hefur verið liðinu í Gettu betur innan handar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að heldur hrapalega hafi til tekist þegar það keppti við lið Menntaskólans á Ísafirði. Austfirðingar höfðu sigur en seinna kom í ljós að vegna tæknilegra mistaka hafði þeim verið skammtaður of rúmur tími i hraðaspurningum. Niðurstöðunni þröngvað uppá Austfirðinga án samráðs „Í gærmorgun er hringt frá RÚV í einn liðsmann okkar og sagt að keppnin hafi verið ógild, við hefðum fengið 17 sekúndum lengri tíma og fengið þar þrjú aukastig. Það þyrfti því að endurtaka keppnina og var byrjað að ræða hvenær það væri hægt,“ segir Birgir og ekki er örgrannt um að heldur þungt sé í Austfirðingum vegna málsins. Birgir segir að nemandinn hafi þá verið heima hjá sér og tjáð þeim sem hafði samband frá Ríkissjónvarpinu ohf að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Birgir Jónsson segir að þessari niðurstöðu, að viðureignin skyldi endurtekin, hafi verið þröngvað upp á Austfirðinga án nokkurs samráðs. Þau hjá VA telja rétt að bæði lið fari áfram í þriðju umferð. „Það var samþykkt og ætlaði RÚV að hringja aftur síðar. Í millitíðinni var birt frétt um að keppnin yrði endurtekin og þess ber að geta að það var hvergi kallað eftir okkar áliti varðandi hvað skyldi gera. Þegar ég náði sambandi við forsvarsmenn RÚV varðandi málið seinni partinn þá virtist vera að þetta hefði verið ákveðið þar og þessari niðurstöðu þröngvað upp á okkur án alls samráðs.“ Liðið ekki í standi til að keppa eftir rússibanareið Birgir segir að auk þess hafi verið reynt að fá lið Verkmenntaskóla Austurlands til að keppa í dag, eins og fram kom í frétt Vísis af málinu. „En ljóst er að okkar lið er ekki í standi til þess eftir rússíbana síðustu tveggja sólarhringa. RÚV hefur eftir þetta séð sóma sinn í því að hlusta á sjónarmið okkar og er að skoða málið aftur. Að okkar mati væri sú leið farsælust að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit, þannig kæmi klúðrið varðandi framkvæmd keppninnar niður á hvorugu liðinu.“ Þannig virðist, samkvæmt Birgi, að málinu sé ekki lokið og ekki sé komin niðurstaða í það þrátt fyrir orð Kristjönu Arnardóttur spyrils sem taldi þetta þó frágengið í samtali við Vísi fyrr í dag.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19