Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2020 14:10 Birna Marín Viðarsdóttir, Guðmundur Kristinn Þorsteinsson og Hlynur Karlsson skipa lið VA í Gettu betur-keppninni. Sigur þeirra gegn Ísfirðingum var dreginn til baka vegna tæknilegra mistaka. „Þetta var þannig að okkar krakkar fögnuðu auðvitað sigri eins og kom fram í fréttinni enda er úrslitum keppni ekki breytt eftir á samkvæmt reglum hennar,“ segir Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands. Birgir hefur verið liðinu í Gettu betur innan handar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að heldur hrapalega hafi til tekist þegar það keppti við lið Menntaskólans á Ísafirði. Austfirðingar höfðu sigur en seinna kom í ljós að vegna tæknilegra mistaka hafði þeim verið skammtaður of rúmur tími i hraðaspurningum. Niðurstöðunni þröngvað uppá Austfirðinga án samráðs „Í gærmorgun er hringt frá RÚV í einn liðsmann okkar og sagt að keppnin hafi verið ógild, við hefðum fengið 17 sekúndum lengri tíma og fengið þar þrjú aukastig. Það þyrfti því að endurtaka keppnina og var byrjað að ræða hvenær það væri hægt,“ segir Birgir og ekki er örgrannt um að heldur þungt sé í Austfirðingum vegna málsins. Birgir segir að nemandinn hafi þá verið heima hjá sér og tjáð þeim sem hafði samband frá Ríkissjónvarpinu ohf að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Birgir Jónsson segir að þessari niðurstöðu, að viðureignin skyldi endurtekin, hafi verið þröngvað upp á Austfirðinga án nokkurs samráðs. Þau hjá VA telja rétt að bæði lið fari áfram í þriðju umferð. „Það var samþykkt og ætlaði RÚV að hringja aftur síðar. Í millitíðinni var birt frétt um að keppnin yrði endurtekin og þess ber að geta að það var hvergi kallað eftir okkar áliti varðandi hvað skyldi gera. Þegar ég náði sambandi við forsvarsmenn RÚV varðandi málið seinni partinn þá virtist vera að þetta hefði verið ákveðið þar og þessari niðurstöðu þröngvað upp á okkur án alls samráðs.“ Liðið ekki í standi til að keppa eftir rússibanareið Birgir segir að auk þess hafi verið reynt að fá lið Verkmenntaskóla Austurlands til að keppa í dag, eins og fram kom í frétt Vísis af málinu. „En ljóst er að okkar lið er ekki í standi til þess eftir rússíbana síðustu tveggja sólarhringa. RÚV hefur eftir þetta séð sóma sinn í því að hlusta á sjónarmið okkar og er að skoða málið aftur. Að okkar mati væri sú leið farsælust að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit, þannig kæmi klúðrið varðandi framkvæmd keppninnar niður á hvorugu liðinu.“ Þannig virðist, samkvæmt Birgi, að málinu sé ekki lokið og ekki sé komin niðurstaða í það þrátt fyrir orð Kristjönu Arnardóttur spyrils sem taldi þetta þó frágengið í samtali við Vísi fyrr í dag. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Þetta var þannig að okkar krakkar fögnuðu auðvitað sigri eins og kom fram í fréttinni enda er úrslitum keppni ekki breytt eftir á samkvæmt reglum hennar,“ segir Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands. Birgir hefur verið liðinu í Gettu betur innan handar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að heldur hrapalega hafi til tekist þegar það keppti við lið Menntaskólans á Ísafirði. Austfirðingar höfðu sigur en seinna kom í ljós að vegna tæknilegra mistaka hafði þeim verið skammtaður of rúmur tími i hraðaspurningum. Niðurstöðunni þröngvað uppá Austfirðinga án samráðs „Í gærmorgun er hringt frá RÚV í einn liðsmann okkar og sagt að keppnin hafi verið ógild, við hefðum fengið 17 sekúndum lengri tíma og fengið þar þrjú aukastig. Það þyrfti því að endurtaka keppnina og var byrjað að ræða hvenær það væri hægt,“ segir Birgir og ekki er örgrannt um að heldur þungt sé í Austfirðingum vegna málsins. Birgir segir að nemandinn hafi þá verið heima hjá sér og tjáð þeim sem hafði samband frá Ríkissjónvarpinu ohf að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Birgir Jónsson segir að þessari niðurstöðu, að viðureignin skyldi endurtekin, hafi verið þröngvað upp á Austfirðinga án nokkurs samráðs. Þau hjá VA telja rétt að bæði lið fari áfram í þriðju umferð. „Það var samþykkt og ætlaði RÚV að hringja aftur síðar. Í millitíðinni var birt frétt um að keppnin yrði endurtekin og þess ber að geta að það var hvergi kallað eftir okkar áliti varðandi hvað skyldi gera. Þegar ég náði sambandi við forsvarsmenn RÚV varðandi málið seinni partinn þá virtist vera að þetta hefði verið ákveðið þar og þessari niðurstöðu þröngvað upp á okkur án alls samráðs.“ Liðið ekki í standi til að keppa eftir rússibanareið Birgir segir að auk þess hafi verið reynt að fá lið Verkmenntaskóla Austurlands til að keppa í dag, eins og fram kom í frétt Vísis af málinu. „En ljóst er að okkar lið er ekki í standi til þess eftir rússíbana síðustu tveggja sólarhringa. RÚV hefur eftir þetta séð sóma sinn í því að hlusta á sjónarmið okkar og er að skoða málið aftur. Að okkar mati væri sú leið farsælust að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit, þannig kæmi klúðrið varðandi framkvæmd keppninnar niður á hvorugu liðinu.“ Þannig virðist, samkvæmt Birgi, að málinu sé ekki lokið og ekki sé komin niðurstaða í það þrátt fyrir orð Kristjönu Arnardóttur spyrils sem taldi þetta þó frágengið í samtali við Vísi fyrr í dag.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19