Æðsti leiðtoginn leiðir bænir Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2020 06:52 Ayatollah Khameini ávarpar fjölda árið 2015. Getty/Anadolu Agency Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khameini, mun leiða föstudagsbænir í höfuðborginni Teheran í dag, í fyrsta skipti í átta ár. Almenningur í landinu hefur haft uppi hávær mótmæli eftir að herinn skaut niður úkraínska farþegaþotu nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert árásir á bandaríska herstöð í Írak í síðustu viku. Fyrir mistök var talið að þar væri á ferð bandarísk sprengjuflugvél eða flugskeyti og því var vélinni grandað. 176 fórust um borð í þotunni. Íranir hafa jafnframt mótmælt bágu efnahagsástandi í landinu en Bandaríkin hafa sett viðskiptabann á ríkið síðustu misserin, eftir að stjórnvöld í Washington sögðu sig frá kjarnorkusamningum svokallaða. Forseti Írans, Hassan Rouhani, sagði á miðvikudag að mikilvægt sé að Íranir standi saman á þessum erfiðu tímum. Hann kallaði aukinheldur eftir skýrum svörum frá Íransher um slysaskotið sem stjórnmálaskýrendum þykir tíðindum sæta. Óalgengt sé að æðstu embættismenn Írans gagnrýni störf hvers annars. Síðast þegar Khameini leiddi föstudagsbænir var árið 2012, til að minnast þess að 33 ár voru þá liðin frá byltingunni í landinu þegar klerkastjórnin tók yfir. Íran Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum. 15. janúar 2020 10:02 Íranar hafa ekki áhuga á nýjum „Trump-samningi“ Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. 15. janúar 2020 13:32 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khameini, mun leiða föstudagsbænir í höfuðborginni Teheran í dag, í fyrsta skipti í átta ár. Almenningur í landinu hefur haft uppi hávær mótmæli eftir að herinn skaut niður úkraínska farþegaþotu nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert árásir á bandaríska herstöð í Írak í síðustu viku. Fyrir mistök var talið að þar væri á ferð bandarísk sprengjuflugvél eða flugskeyti og því var vélinni grandað. 176 fórust um borð í þotunni. Íranir hafa jafnframt mótmælt bágu efnahagsástandi í landinu en Bandaríkin hafa sett viðskiptabann á ríkið síðustu misserin, eftir að stjórnvöld í Washington sögðu sig frá kjarnorkusamningum svokallaða. Forseti Írans, Hassan Rouhani, sagði á miðvikudag að mikilvægt sé að Íranir standi saman á þessum erfiðu tímum. Hann kallaði aukinheldur eftir skýrum svörum frá Íransher um slysaskotið sem stjórnmálaskýrendum þykir tíðindum sæta. Óalgengt sé að æðstu embættismenn Írans gagnrýni störf hvers annars. Síðast þegar Khameini leiddi föstudagsbænir var árið 2012, til að minnast þess að 33 ár voru þá liðin frá byltingunni í landinu þegar klerkastjórnin tók yfir.
Íran Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum. 15. janúar 2020 10:02 Íranar hafa ekki áhuga á nýjum „Trump-samningi“ Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. 15. janúar 2020 13:32 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03
Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum. 15. janúar 2020 10:02
Íranar hafa ekki áhuga á nýjum „Trump-samningi“ Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. 15. janúar 2020 13:32