Gefa út handtökuskipun á stórstjörnu fyrir að rassskella lögreglumann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 13:30 Odell Beckham Jr. í búningsklefanum eftir leikinn. Getty/Chris Graythen Þetta var erfitt tímabili fyrir NFL-súperstjörnuna Odell Beckham Jr. í NFL-deildinni og ekki hefur það batnað eftir tímabilið eftir að hann kom sér í mikil vandræði hjá lögreglunni í New Orleans borg. Odell Beckham Jr. var á sínum tíma í Louisiana State háskólanum og hann var mættur til New Orleans þegar LSU spilaði til úrslita um háskólatitilinn í Bandaríkjunum. LSU vann öruggan sigur í úrslitaleiknum á móti Clemson og vann þar með alla fimmtán leiki sína. Odell Beckham Jr. var hrókur alls fagnaðar í leikslok og sást dreifa peningaseðlum til leikmanna LSU liðsins út á velli. Það er þó ekki það sem kom honum í vandræði hjá lögreglunni. An arrest warrant for Odell Beckham Jr. was issued after he was shown smacking an officer on the butt during LSU's postgame locker room celebration https://t.co/znVAWDcpyYpic.twitter.com/JQEdD9uJzn— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. fór líka mikinn í búningsklefanum eftir leikinn en eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Þar sést líka af hverju lögreglan í New Orleans borg hefur gefið út handtökuskipun. Odell Beckham Jr. sést þar rassskella lögreglumann í búningsklefanum og þetta náðist vel á myndband. Lögreglumaðurinn hrökk við en ákvað að gera ekkert í málinu á staðnum þegar hann sá hver gerði þetta. Samkvæmt upplýsingum frá New Orleans lögreglunni þá var lögreglumaðurinn staddur í klefanum til að reyna að fá leikmenn LSU til að slökkva í vindlunum sem þeir voru að reykja. Eftir að myndbandið fór á flug á samfélagsmiðlum þá ákvað lögreglunni í New Orleans borg að kæra Beckham fyrir að „ráðast“ á lögreglumann. Odell Beckham Jr. fær örugglega sekt en hann gæti einnig fengið stuttan fangelsisdóm fyrir rassskellinn. Odell Beckham antics at the national championship game have gotten him in trouble. https://t.co/cfXljkEcwX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. var að klára sitt sjötta tímabil í NFL-deildinni en það fyrsta með liði Cleveland Browns. Það var búist við miklu af honum og liðinu fyrir tímabilið en á endanum voru Browns menn lang frá því að komast í úrslitakeppnina. Beckham sjálfur spilaði í gegnum meiðsli allt tímabilið og var langt frá sínu besta og var ekki sá leikmaður sem gerði hann að stórstjörnu í NFL-deildinni þegar hann lék með liði New York Giants. Bandaríkin NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Þetta var erfitt tímabili fyrir NFL-súperstjörnuna Odell Beckham Jr. í NFL-deildinni og ekki hefur það batnað eftir tímabilið eftir að hann kom sér í mikil vandræði hjá lögreglunni í New Orleans borg. Odell Beckham Jr. var á sínum tíma í Louisiana State háskólanum og hann var mættur til New Orleans þegar LSU spilaði til úrslita um háskólatitilinn í Bandaríkjunum. LSU vann öruggan sigur í úrslitaleiknum á móti Clemson og vann þar með alla fimmtán leiki sína. Odell Beckham Jr. var hrókur alls fagnaðar í leikslok og sást dreifa peningaseðlum til leikmanna LSU liðsins út á velli. Það er þó ekki það sem kom honum í vandræði hjá lögreglunni. An arrest warrant for Odell Beckham Jr. was issued after he was shown smacking an officer on the butt during LSU's postgame locker room celebration https://t.co/znVAWDcpyYpic.twitter.com/JQEdD9uJzn— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. fór líka mikinn í búningsklefanum eftir leikinn en eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Þar sést líka af hverju lögreglan í New Orleans borg hefur gefið út handtökuskipun. Odell Beckham Jr. sést þar rassskella lögreglumann í búningsklefanum og þetta náðist vel á myndband. Lögreglumaðurinn hrökk við en ákvað að gera ekkert í málinu á staðnum þegar hann sá hver gerði þetta. Samkvæmt upplýsingum frá New Orleans lögreglunni þá var lögreglumaðurinn staddur í klefanum til að reyna að fá leikmenn LSU til að slökkva í vindlunum sem þeir voru að reykja. Eftir að myndbandið fór á flug á samfélagsmiðlum þá ákvað lögreglunni í New Orleans borg að kæra Beckham fyrir að „ráðast“ á lögreglumann. Odell Beckham Jr. fær örugglega sekt en hann gæti einnig fengið stuttan fangelsisdóm fyrir rassskellinn. Odell Beckham antics at the national championship game have gotten him in trouble. https://t.co/cfXljkEcwX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. var að klára sitt sjötta tímabil í NFL-deildinni en það fyrsta með liði Cleveland Browns. Það var búist við miklu af honum og liðinu fyrir tímabilið en á endanum voru Browns menn lang frá því að komast í úrslitakeppnina. Beckham sjálfur spilaði í gegnum meiðsli allt tímabilið og var langt frá sínu besta og var ekki sá leikmaður sem gerði hann að stórstjörnu í NFL-deildinni þegar hann lék með liði New York Giants.
Bandaríkin NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira