Teitur um Ölla: Sextán ára var hann að fara svo illa með okkur á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 12:30 Teitur Örlygsson og Örlygur Aron Sturluson. Skjámynd/S2 Sport Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu, var mættur í Njarðtaksgryfjuna í gær þegar Njarðvíkingar heiðruðu minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir tuttugu árum síðan. Teitur þekkti Örlyg mjög vel enda var strákurinn sonur bróður hans, Sturla Örlygssonar. Teitur og Örlygur spiluðu líka saman með meistaraflokki Njarðvíkur og voru báðir í stórum hlutverkum þegar Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 1998. Örlygur Aron var þá kominn í alvöru hlutverk í meistaraflokki Íslandsmeistaranna þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Kjartan Atli Kjartansson bað Teit um að segja frá þessum tíma í Domino´s Körfuboltakvölds Í minningu Ölla sem var á dagskrá Stöð 2 Sport fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í gær. Teitur sagði frá því þegar Örlygur kom inn í meistaraflokk Njarðvíkur á 1997-98 tímabilinu þegar enginn bjóst við að svo ungur strákur réði við það að spila með fullvöxnum karlmönnum. „Hann var byrjaður að æfa með okkur og það var mjög erfitt með sextán ára gutta því hann varð mjög fljótt bara besti maðurinn í liðinu. Nánast bara stuttu eftir að hann byrjaði að spila,“ sagði Teitur Örlygsson. Njarðvíkingar biðu með að taka Örlyg inn í liðið. „Það var smá gagnrýni á það því hann átti fyrir löngu að vera kominn inn í liðið. Hann var að fara svo illa með okkur á æfingum,“ sagði Teitur og rifjaði upp eina góða sögu. „Hann var svo rosalega sterkur og þegar hann var að sprengja framhjá mönnum þá voru menn að grípa oft í hendina á honum. Þá áttu menn að dæma sjálfir eins og við þekkjum á æfingum. Hann var svo kurteis og feiminn þarna sextán ára gamall að hann dæmdi aldrei villu,“ sagði Teitur. „Menn voru farnir að misnota þetta og dúndra hann. Það gerði Öll held ég bara enn harðari,“ sagði Teitur. Örlygur Aron Sturluson var með 7,6 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum í deildarkeppninni en skipti síða í annan gír í úrslitakeppninni. Í lokaúrslitunum á móti KR var þessi sextán ára strákur síðan með 15,0 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 stolna bolta að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 57 prósent skota sinna utan af velli og setja niður 84,6 prósent víta sinna. Það má sjá Teit Örlygsson, Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson tala um Örlyg hér fyrir neðan. Klippa: Í minningu Ölla: Teitur og Hermann voru liðsfélagar Örlygs í meistaraflokkiÞeir sem vilja minnast Örlygs Arons Sturlusonar geta styrkt Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090.Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Reykjanesbær Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu, var mættur í Njarðtaksgryfjuna í gær þegar Njarðvíkingar heiðruðu minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir tuttugu árum síðan. Teitur þekkti Örlyg mjög vel enda var strákurinn sonur bróður hans, Sturla Örlygssonar. Teitur og Örlygur spiluðu líka saman með meistaraflokki Njarðvíkur og voru báðir í stórum hlutverkum þegar Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 1998. Örlygur Aron var þá kominn í alvöru hlutverk í meistaraflokki Íslandsmeistaranna þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Kjartan Atli Kjartansson bað Teit um að segja frá þessum tíma í Domino´s Körfuboltakvölds Í minningu Ölla sem var á dagskrá Stöð 2 Sport fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í gær. Teitur sagði frá því þegar Örlygur kom inn í meistaraflokk Njarðvíkur á 1997-98 tímabilinu þegar enginn bjóst við að svo ungur strákur réði við það að spila með fullvöxnum karlmönnum. „Hann var byrjaður að æfa með okkur og það var mjög erfitt með sextán ára gutta því hann varð mjög fljótt bara besti maðurinn í liðinu. Nánast bara stuttu eftir að hann byrjaði að spila,“ sagði Teitur Örlygsson. Njarðvíkingar biðu með að taka Örlyg inn í liðið. „Það var smá gagnrýni á það því hann átti fyrir löngu að vera kominn inn í liðið. Hann var að fara svo illa með okkur á æfingum,“ sagði Teitur og rifjaði upp eina góða sögu. „Hann var svo rosalega sterkur og þegar hann var að sprengja framhjá mönnum þá voru menn að grípa oft í hendina á honum. Þá áttu menn að dæma sjálfir eins og við þekkjum á æfingum. Hann var svo kurteis og feiminn þarna sextán ára gamall að hann dæmdi aldrei villu,“ sagði Teitur. „Menn voru farnir að misnota þetta og dúndra hann. Það gerði Öll held ég bara enn harðari,“ sagði Teitur. Örlygur Aron Sturluson var með 7,6 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum í deildarkeppninni en skipti síða í annan gír í úrslitakeppninni. Í lokaúrslitunum á móti KR var þessi sextán ára strákur síðan með 15,0 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 stolna bolta að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 57 prósent skota sinna utan af velli og setja niður 84,6 prósent víta sinna. Það má sjá Teit Örlygsson, Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson tala um Örlyg hér fyrir neðan. Klippa: Í minningu Ölla: Teitur og Hermann voru liðsfélagar Örlygs í meistaraflokkiÞeir sem vilja minnast Örlygs Arons Sturlusonar geta styrkt Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090.Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Reykjanesbær Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti