Teitur um Ölla: Sextán ára var hann að fara svo illa með okkur á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 12:30 Teitur Örlygsson og Örlygur Aron Sturluson. Skjámynd/S2 Sport Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu, var mættur í Njarðtaksgryfjuna í gær þegar Njarðvíkingar heiðruðu minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir tuttugu árum síðan. Teitur þekkti Örlyg mjög vel enda var strákurinn sonur bróður hans, Sturla Örlygssonar. Teitur og Örlygur spiluðu líka saman með meistaraflokki Njarðvíkur og voru báðir í stórum hlutverkum þegar Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 1998. Örlygur Aron var þá kominn í alvöru hlutverk í meistaraflokki Íslandsmeistaranna þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Kjartan Atli Kjartansson bað Teit um að segja frá þessum tíma í Domino´s Körfuboltakvölds Í minningu Ölla sem var á dagskrá Stöð 2 Sport fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í gær. Teitur sagði frá því þegar Örlygur kom inn í meistaraflokk Njarðvíkur á 1997-98 tímabilinu þegar enginn bjóst við að svo ungur strákur réði við það að spila með fullvöxnum karlmönnum. „Hann var byrjaður að æfa með okkur og það var mjög erfitt með sextán ára gutta því hann varð mjög fljótt bara besti maðurinn í liðinu. Nánast bara stuttu eftir að hann byrjaði að spila,“ sagði Teitur Örlygsson. Njarðvíkingar biðu með að taka Örlyg inn í liðið. „Það var smá gagnrýni á það því hann átti fyrir löngu að vera kominn inn í liðið. Hann var að fara svo illa með okkur á æfingum,“ sagði Teitur og rifjaði upp eina góða sögu. „Hann var svo rosalega sterkur og þegar hann var að sprengja framhjá mönnum þá voru menn að grípa oft í hendina á honum. Þá áttu menn að dæma sjálfir eins og við þekkjum á æfingum. Hann var svo kurteis og feiminn þarna sextán ára gamall að hann dæmdi aldrei villu,“ sagði Teitur. „Menn voru farnir að misnota þetta og dúndra hann. Það gerði Öll held ég bara enn harðari,“ sagði Teitur. Örlygur Aron Sturluson var með 7,6 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum í deildarkeppninni en skipti síða í annan gír í úrslitakeppninni. Í lokaúrslitunum á móti KR var þessi sextán ára strákur síðan með 15,0 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 stolna bolta að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 57 prósent skota sinna utan af velli og setja niður 84,6 prósent víta sinna. Það má sjá Teit Örlygsson, Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson tala um Örlyg hér fyrir neðan. Klippa: Í minningu Ölla: Teitur og Hermann voru liðsfélagar Örlygs í meistaraflokkiÞeir sem vilja minnast Örlygs Arons Sturlusonar geta styrkt Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090.Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Reykjanesbær Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu, var mættur í Njarðtaksgryfjuna í gær þegar Njarðvíkingar heiðruðu minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir tuttugu árum síðan. Teitur þekkti Örlyg mjög vel enda var strákurinn sonur bróður hans, Sturla Örlygssonar. Teitur og Örlygur spiluðu líka saman með meistaraflokki Njarðvíkur og voru báðir í stórum hlutverkum þegar Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 1998. Örlygur Aron var þá kominn í alvöru hlutverk í meistaraflokki Íslandsmeistaranna þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Kjartan Atli Kjartansson bað Teit um að segja frá þessum tíma í Domino´s Körfuboltakvölds Í minningu Ölla sem var á dagskrá Stöð 2 Sport fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í gær. Teitur sagði frá því þegar Örlygur kom inn í meistaraflokk Njarðvíkur á 1997-98 tímabilinu þegar enginn bjóst við að svo ungur strákur réði við það að spila með fullvöxnum karlmönnum. „Hann var byrjaður að æfa með okkur og það var mjög erfitt með sextán ára gutta því hann varð mjög fljótt bara besti maðurinn í liðinu. Nánast bara stuttu eftir að hann byrjaði að spila,“ sagði Teitur Örlygsson. Njarðvíkingar biðu með að taka Örlyg inn í liðið. „Það var smá gagnrýni á það því hann átti fyrir löngu að vera kominn inn í liðið. Hann var að fara svo illa með okkur á æfingum,“ sagði Teitur og rifjaði upp eina góða sögu. „Hann var svo rosalega sterkur og þegar hann var að sprengja framhjá mönnum þá voru menn að grípa oft í hendina á honum. Þá áttu menn að dæma sjálfir eins og við þekkjum á æfingum. Hann var svo kurteis og feiminn þarna sextán ára gamall að hann dæmdi aldrei villu,“ sagði Teitur. „Menn voru farnir að misnota þetta og dúndra hann. Það gerði Öll held ég bara enn harðari,“ sagði Teitur. Örlygur Aron Sturluson var með 7,6 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum í deildarkeppninni en skipti síða í annan gír í úrslitakeppninni. Í lokaúrslitunum á móti KR var þessi sextán ára strákur síðan með 15,0 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 stolna bolta að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 57 prósent skota sinna utan af velli og setja niður 84,6 prósent víta sinna. Það má sjá Teit Örlygsson, Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson tala um Örlyg hér fyrir neðan. Klippa: Í minningu Ölla: Teitur og Hermann voru liðsfélagar Örlygs í meistaraflokkiÞeir sem vilja minnast Örlygs Arons Sturlusonar geta styrkt Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090.Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Reykjanesbær Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn