Teitur um Ölla: Sextán ára var hann að fara svo illa með okkur á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 12:30 Teitur Örlygsson og Örlygur Aron Sturluson. Skjámynd/S2 Sport Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu, var mættur í Njarðtaksgryfjuna í gær þegar Njarðvíkingar heiðruðu minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir tuttugu árum síðan. Teitur þekkti Örlyg mjög vel enda var strákurinn sonur bróður hans, Sturla Örlygssonar. Teitur og Örlygur spiluðu líka saman með meistaraflokki Njarðvíkur og voru báðir í stórum hlutverkum þegar Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 1998. Örlygur Aron var þá kominn í alvöru hlutverk í meistaraflokki Íslandsmeistaranna þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Kjartan Atli Kjartansson bað Teit um að segja frá þessum tíma í Domino´s Körfuboltakvölds Í minningu Ölla sem var á dagskrá Stöð 2 Sport fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í gær. Teitur sagði frá því þegar Örlygur kom inn í meistaraflokk Njarðvíkur á 1997-98 tímabilinu þegar enginn bjóst við að svo ungur strákur réði við það að spila með fullvöxnum karlmönnum. „Hann var byrjaður að æfa með okkur og það var mjög erfitt með sextán ára gutta því hann varð mjög fljótt bara besti maðurinn í liðinu. Nánast bara stuttu eftir að hann byrjaði að spila,“ sagði Teitur Örlygsson. Njarðvíkingar biðu með að taka Örlyg inn í liðið. „Það var smá gagnrýni á það því hann átti fyrir löngu að vera kominn inn í liðið. Hann var að fara svo illa með okkur á æfingum,“ sagði Teitur og rifjaði upp eina góða sögu. „Hann var svo rosalega sterkur og þegar hann var að sprengja framhjá mönnum þá voru menn að grípa oft í hendina á honum. Þá áttu menn að dæma sjálfir eins og við þekkjum á æfingum. Hann var svo kurteis og feiminn þarna sextán ára gamall að hann dæmdi aldrei villu,“ sagði Teitur. „Menn voru farnir að misnota þetta og dúndra hann. Það gerði Öll held ég bara enn harðari,“ sagði Teitur. Örlygur Aron Sturluson var með 7,6 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum í deildarkeppninni en skipti síða í annan gír í úrslitakeppninni. Í lokaúrslitunum á móti KR var þessi sextán ára strákur síðan með 15,0 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 stolna bolta að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 57 prósent skota sinna utan af velli og setja niður 84,6 prósent víta sinna. Það má sjá Teit Örlygsson, Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson tala um Örlyg hér fyrir neðan. Klippa: Í minningu Ölla: Teitur og Hermann voru liðsfélagar Örlygs í meistaraflokkiÞeir sem vilja minnast Örlygs Arons Sturlusonar geta styrkt Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090.Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Reykjanesbær Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkurliðinu, var mættur í Njarðtaksgryfjuna í gær þegar Njarðvíkingar heiðruðu minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir tuttugu árum síðan. Teitur þekkti Örlyg mjög vel enda var strákurinn sonur bróður hans, Sturla Örlygssonar. Teitur og Örlygur spiluðu líka saman með meistaraflokki Njarðvíkur og voru báðir í stórum hlutverkum þegar Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 1998. Örlygur Aron var þá kominn í alvöru hlutverk í meistaraflokki Íslandsmeistaranna þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Kjartan Atli Kjartansson bað Teit um að segja frá þessum tíma í Domino´s Körfuboltakvölds Í minningu Ölla sem var á dagskrá Stöð 2 Sport fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í gær. Teitur sagði frá því þegar Örlygur kom inn í meistaraflokk Njarðvíkur á 1997-98 tímabilinu þegar enginn bjóst við að svo ungur strákur réði við það að spila með fullvöxnum karlmönnum. „Hann var byrjaður að æfa með okkur og það var mjög erfitt með sextán ára gutta því hann varð mjög fljótt bara besti maðurinn í liðinu. Nánast bara stuttu eftir að hann byrjaði að spila,“ sagði Teitur Örlygsson. Njarðvíkingar biðu með að taka Örlyg inn í liðið. „Það var smá gagnrýni á það því hann átti fyrir löngu að vera kominn inn í liðið. Hann var að fara svo illa með okkur á æfingum,“ sagði Teitur og rifjaði upp eina góða sögu. „Hann var svo rosalega sterkur og þegar hann var að sprengja framhjá mönnum þá voru menn að grípa oft í hendina á honum. Þá áttu menn að dæma sjálfir eins og við þekkjum á æfingum. Hann var svo kurteis og feiminn þarna sextán ára gamall að hann dæmdi aldrei villu,“ sagði Teitur. „Menn voru farnir að misnota þetta og dúndra hann. Það gerði Öll held ég bara enn harðari,“ sagði Teitur. Örlygur Aron Sturluson var með 7,6 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum í deildarkeppninni en skipti síða í annan gír í úrslitakeppninni. Í lokaúrslitunum á móti KR var þessi sextán ára strákur síðan með 15,0 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 stolna bolta að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 57 prósent skota sinna utan af velli og setja niður 84,6 prósent víta sinna. Það má sjá Teit Örlygsson, Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson tala um Örlyg hér fyrir neðan. Klippa: Í minningu Ölla: Teitur og Hermann voru liðsfélagar Örlygs í meistaraflokkiÞeir sem vilja minnast Örlygs Arons Sturlusonar geta styrkt Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090.Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Reykjanesbær Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik