Missir þriðju Michelin-stjörnuna eftir 55 ár á toppnum Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2020 09:39 Paul Bocuse stofnaði Auberge du Pont de Collonges árið 1965. Getty Franski matarheimurinn nötrar eftir að fréttir hófu að berast af því að eftir rúmlega hálfa öld með þrjár Michelin-stjörnur muni veitingastaður Paul Bocuse í Lyon missa eina stjörnuna. Stjörnukokkurinn Paul Bocuse fékk þriðju Michelin-stjörnuna árið 1965 og hefur veitingastaðurinn haldið þremur stjörnum í öllum veitingahandbókum Michelin síðan. Staðurinn er sá sem hefur lengst geta stært sig af þremur stjörnum. Franskir fjölmiðlar greina frá því að handbókin fyrir árið 2020 verði gerð opinber í lok janúarmánaðar og þar verði gert kunnugt að staðurinn verði með tvær stjörnur. Veitingastaðurinn er í borginni Lyon í Frakklandi og heitir í raun Auberge du Pont de Collonges, en er betur þekktur sem „Paul Bocuse“ eða bara „Bocuse“. Paul Bocuse lést fyrir um ári, 91 árs að aldri, og tók sonur hans þá við rekstri veitingastaðarins. Kokkurinn Paul Bocuse stofnaði til kokkakeppninnar Bocuse d’Or árið 1987 og fer keppnin fram annað hvert ár í Lyon. Bocuse er helst minnst fyrir framlag sitt til franskrar matargerðar en hann er upphafsmaður svokallaðs „nouvelle cuisine“ eða „nýs eldhúss“ og lagði áherslu á holl hráefni og heilsusamlegri eldunaraðferðir en áður hafði tíðkast. Bocuse hefur oftar en einu sinni verið útnefndur „kokkur aldarinnar“. Frakkland Matur Michelin Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Franski matarheimurinn nötrar eftir að fréttir hófu að berast af því að eftir rúmlega hálfa öld með þrjár Michelin-stjörnur muni veitingastaður Paul Bocuse í Lyon missa eina stjörnuna. Stjörnukokkurinn Paul Bocuse fékk þriðju Michelin-stjörnuna árið 1965 og hefur veitingastaðurinn haldið þremur stjörnum í öllum veitingahandbókum Michelin síðan. Staðurinn er sá sem hefur lengst geta stært sig af þremur stjörnum. Franskir fjölmiðlar greina frá því að handbókin fyrir árið 2020 verði gerð opinber í lok janúarmánaðar og þar verði gert kunnugt að staðurinn verði með tvær stjörnur. Veitingastaðurinn er í borginni Lyon í Frakklandi og heitir í raun Auberge du Pont de Collonges, en er betur þekktur sem „Paul Bocuse“ eða bara „Bocuse“. Paul Bocuse lést fyrir um ári, 91 árs að aldri, og tók sonur hans þá við rekstri veitingastaðarins. Kokkurinn Paul Bocuse stofnaði til kokkakeppninnar Bocuse d’Or árið 1987 og fer keppnin fram annað hvert ár í Lyon. Bocuse er helst minnst fyrir framlag sitt til franskrar matargerðar en hann er upphafsmaður svokallaðs „nouvelle cuisine“ eða „nýs eldhúss“ og lagði áherslu á holl hráefni og heilsusamlegri eldunaraðferðir en áður hafði tíðkast. Bocuse hefur oftar en einu sinni verið útnefndur „kokkur aldarinnar“.
Frakkland Matur Michelin Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira