Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2020 15:47 Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, taldi að orð sín, sem voru nær samhljóða ræðu Göbbels, hefðu verið fullkomið. AP/Eraldo Peres Menningarmálaráðherra Brasilíu sætir nú harðri gagnrýni eftir að hann notaði hluta úr ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ráðuneytis hans. Undir myndbandinu hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskálds Adolfs Hitler. Myndbandið fjallað um ný verðlaun sem Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, sagði að ættu að vera fyrir „hetjulega“ og „þjóðlega“ list. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað sakað brasilíska listamenn og menningarfrömuði um að framleiða kvikmyndir og skólabækur með „vinstri slagsíðu“. Hluti af því sem Alvim segir í myndbandinu kemur orðrétt úr ræðu Göbbels sem er rakin í ævisögu nasistaleiðtogans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Alvim að brasilísk list næsta áratugarins yrði „tengd brýnum vonum þjóðarinnar djúpum böndum, ella yrði hún ekkert“. Alvim brást við gagnrýninni með því að segja að líkindin við ræðu Göbbels hafi verið „orðræðuleg tilviljun“ og að ekkert hafi verið að orðum hans. Hann tjáði sig ekki um tónlistina undir myndbandinu. „Öll ræðan byggðist á þjóðernislegri hugsjón fyrir brasilískar listir og það var tilviljun með EINA setningu úr ræðu Göbbels. Ég vitnaði ekki í hann og ég myndi ALDREI gera það. En setningin sjálf er fullkomin,“ skrifaði Alvim á Facebook-síðu sína. Samtök brasilískra gyðinga voru á meðal þeirra sem fordæmdu að menningarmálaráðherrann líkti eftir Göbbels í ræðu. Það væri ógnvekjandi sýn á menningu í landinu sem berjast þyrfti gegn og halda í skefjum. „Brasilía, sem endi hugrakka hermenn til að berjast við nasismann á evrópskri fold, á þetta ekki skilið,“ segja samtökin. #PrêmioNacionaldasArtes | Marco histórico nas artes e na cultura brasileira! Com investimento de mais de R$ 20 milhões, o Prêmio Nacional das Artes vai apoiar projetos de sete categorias em todas as regiões do Brasil. Dê o play e confira! pic.twitter.com/dbbW4xuKpM— Secretaria Especial da Cultura (@CulturaGovBr) January 16, 2020 Brasilía Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Menningarmálaráðherra Brasilíu sætir nú harðri gagnrýni eftir að hann notaði hluta úr ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ráðuneytis hans. Undir myndbandinu hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskálds Adolfs Hitler. Myndbandið fjallað um ný verðlaun sem Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, sagði að ættu að vera fyrir „hetjulega“ og „þjóðlega“ list. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað sakað brasilíska listamenn og menningarfrömuði um að framleiða kvikmyndir og skólabækur með „vinstri slagsíðu“. Hluti af því sem Alvim segir í myndbandinu kemur orðrétt úr ræðu Göbbels sem er rakin í ævisögu nasistaleiðtogans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Alvim að brasilísk list næsta áratugarins yrði „tengd brýnum vonum þjóðarinnar djúpum böndum, ella yrði hún ekkert“. Alvim brást við gagnrýninni með því að segja að líkindin við ræðu Göbbels hafi verið „orðræðuleg tilviljun“ og að ekkert hafi verið að orðum hans. Hann tjáði sig ekki um tónlistina undir myndbandinu. „Öll ræðan byggðist á þjóðernislegri hugsjón fyrir brasilískar listir og það var tilviljun með EINA setningu úr ræðu Göbbels. Ég vitnaði ekki í hann og ég myndi ALDREI gera það. En setningin sjálf er fullkomin,“ skrifaði Alvim á Facebook-síðu sína. Samtök brasilískra gyðinga voru á meðal þeirra sem fordæmdu að menningarmálaráðherrann líkti eftir Göbbels í ræðu. Það væri ógnvekjandi sýn á menningu í landinu sem berjast þyrfti gegn og halda í skefjum. „Brasilía, sem endi hugrakka hermenn til að berjast við nasismann á evrópskri fold, á þetta ekki skilið,“ segja samtökin. #PrêmioNacionaldasArtes | Marco histórico nas artes e na cultura brasileira! Com investimento de mais de R$ 20 milhões, o Prêmio Nacional das Artes vai apoiar projetos de sete categorias em todas as regiões do Brasil. Dê o play e confira! pic.twitter.com/dbbW4xuKpM— Secretaria Especial da Cultura (@CulturaGovBr) January 16, 2020
Brasilía Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira