Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 18:53 Slysið varð við Háöldukvísl á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand. VÍSIR/LANDMÆLINGAR Rúta með sautján erlendum ferðamönnum kom að alvarlegu bílslysi sem varð á Skeiðarársandi í dag. Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum var þeim mjög brugðið. Sjá einnig: Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Tveir bílar, sem í voru níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu, lentu í hörðum árekstri við Háöldukvísl skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Fjórir slösuðust alvarlega, þar á meðal þrjú börn, og fimm eru minna slasaðir. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Hópslysaáætlun á Suðurlandi var virkjuð þegar tilkynning um slysið barst. Þá opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri fyrir sautjan erlenda ferðamenn sem komu að slysinu á rútu. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fengið súpu og sálrænan stuðning. „Það var spjallað við þau og þau fengu bæklinga til að taka með sér. Þeim var mjög brugðið,“ segir Brynhildur. Búið var að loka fjöldahjálparstöðinni nú seint á sjöunda tímanum og ferðamennirnir á leið til Reykjavíkur. Þá hefur aftur verið opnað fyrir umferð um Suðurlandsveg en honum var lokað í nokkra klukkutíma í dag vegna slyssins. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Rúta með sautján erlendum ferðamönnum kom að alvarlegu bílslysi sem varð á Skeiðarársandi í dag. Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum var þeim mjög brugðið. Sjá einnig: Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Tveir bílar, sem í voru níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu, lentu í hörðum árekstri við Háöldukvísl skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Fjórir slösuðust alvarlega, þar á meðal þrjú börn, og fimm eru minna slasaðir. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Hópslysaáætlun á Suðurlandi var virkjuð þegar tilkynning um slysið barst. Þá opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri fyrir sautjan erlenda ferðamenn sem komu að slysinu á rútu. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fengið súpu og sálrænan stuðning. „Það var spjallað við þau og þau fengu bæklinga til að taka með sér. Þeim var mjög brugðið,“ segir Brynhildur. Búið var að loka fjöldahjálparstöðinni nú seint á sjöunda tímanum og ferðamennirnir á leið til Reykjavíkur. Þá hefur aftur verið opnað fyrir umferð um Suðurlandsveg en honum var lokað í nokkra klukkutíma í dag vegna slyssins. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt.
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08