Stjórnarmenn KR mættu með bikarinn í veiðiferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2020 14:30 Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði KR, lyftir Íslandsmeistarabikarnum sem hefur átt lögheimili í DHL-höllinni síðan 2014. vísir/daníel KR varð Íslandsmeistari karla í körfubolta í sjötta sinn í röð á síðasta tímabili. Ekkert annað lið hefur afrekað það í íslenskri körfuboltasögu. Í annál um íslenska körfuboltaárið 2019, sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs, var rætt um afrek KR og það sigurumhverfi sem búið er að skapa vestur í bæ. „Ég held að það sé bara fólk sem er inni í körfuboltahreyfingunni sem gerir sér grein fyrir hvers konar afrek þetta er. Þetta er fáránlegt. Það sem allir aðrir leggja á sig til að reyna að velta þeim af toppnum er svo magnað,“ sagði Teitur Örlygsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds. „Persónulega hlakka ég mjög til þegar KR dettur út og þetta brjálæði endar. Þetta er ekkert venjulegt afrek.“ Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, þegar að í fyllingu tímans geri fólk sér grein fyrir hversu stórt og mikið afrek KR-inga sé. „Við metum þetta ekki eins mikið núna. Það er eðlilegt. Það gerist alltaf með árunum að goðsögnin verður til. Að vinna sex titla í röð í nútímabolta, ég held að það eigi ekki eftir að gerast aftur. Þetta er í síðasta skipti sem við sjáum eitthvað svona,“ sagði Kristinn. Teitur segir að umgjörðin hjá KR sé fyrsta flokks og metnaðurinn mikill. „Stjórnin hefur búið til umgjörð þar sem mönnum líður greinilega vel og það skiptir miklu máli. Kannski mættu önnur lið taka sér það til fyrirmyndar. Þeir eru ofboðslega stoltir og eru með flottan kjarna af stuðningsmönnum,“ sagði Teitur sem sagði svo skemmtilega sögu. „Ég þekki stjórnarmenn í KR mjög vel. Hef lent í að vera með þeim í veiðiferð þar sem þeir mættu með Íslandsmeistarabikarinn. Það er partur af því hvað ég hlakka til að sjá KR tapa.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stórveldið KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
KR varð Íslandsmeistari karla í körfubolta í sjötta sinn í röð á síðasta tímabili. Ekkert annað lið hefur afrekað það í íslenskri körfuboltasögu. Í annál um íslenska körfuboltaárið 2019, sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs, var rætt um afrek KR og það sigurumhverfi sem búið er að skapa vestur í bæ. „Ég held að það sé bara fólk sem er inni í körfuboltahreyfingunni sem gerir sér grein fyrir hvers konar afrek þetta er. Þetta er fáránlegt. Það sem allir aðrir leggja á sig til að reyna að velta þeim af toppnum er svo magnað,“ sagði Teitur Örlygsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds. „Persónulega hlakka ég mjög til þegar KR dettur út og þetta brjálæði endar. Þetta er ekkert venjulegt afrek.“ Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, þegar að í fyllingu tímans geri fólk sér grein fyrir hversu stórt og mikið afrek KR-inga sé. „Við metum þetta ekki eins mikið núna. Það er eðlilegt. Það gerist alltaf með árunum að goðsögnin verður til. Að vinna sex titla í röð í nútímabolta, ég held að það eigi ekki eftir að gerast aftur. Þetta er í síðasta skipti sem við sjáum eitthvað svona,“ sagði Kristinn. Teitur segir að umgjörðin hjá KR sé fyrsta flokks og metnaðurinn mikill. „Stjórnin hefur búið til umgjörð þar sem mönnum líður greinilega vel og það skiptir miklu máli. Kannski mættu önnur lið taka sér það til fyrirmyndar. Þeir eru ofboðslega stoltir og eru með flottan kjarna af stuðningsmönnum,“ sagði Teitur sem sagði svo skemmtilega sögu. „Ég þekki stjórnarmenn í KR mjög vel. Hef lent í að vera með þeim í veiðiferð þar sem þeir mættu með Íslandsmeistarabikarinn. Það er partur af því hvað ég hlakka til að sjá KR tapa.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stórveldið KR
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30