Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 20:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Gleðilegt nýtt ár. Ég vona að allir hafi átt yndisleg jól og áramót. Mín voru frábær, með fullt af góðum mat, góðum félagsskap og ennþá meira af konfekti, gæti ekki verið betra. Ég ætla að byrja föndurárið 2020 á að sýna ykkur jólagjafirnar sem ég útbjó og fyrsta gjöfin er það sem ég gerði handa foreldrum mínum. Ég hafði ákveðið fyrir töluverðu síðan að ég vildi útbúa skilti með nöfnum okkar allra og láta það líta út eins og Skrafl. Ég pantaði þessar flísar af Ali, ég átti þessar spýtur í fórum mínum og svo var það Sizzle big shot vélin mín. Ég byrjaði á því að skrifa öll nöfnin okkar á blað og raða þeim upp, sem tók... ja, við skulum bara segja að það hafi tekið töluverðan tíma. Svo notaði ég vélina mína til að skera út alla stafina sem aftur tók töluverðan tíma. Auðvelda leiðin hefði verið að nota límmiða en ég hef aldrei verið mikið fyrir auðveldu leiðina, ekkert gaman af því. Ég hafði pantað 100 svona litlar flísar og þegar ég var að nálgast endinn þá fór ég að hafa pínu áhyggjur að það myndi ekki nægja en þegar ég var búin þá átti ég þrjár auka. Ég notaði límlakk til að festa stafina á flísarnar og ég notaði trélím til að festa flísarnar á spýturnar. Áður hafði ég bæsað spýturnar. Þegar allar flísarnar voru komnar á þá fannst mér vanta ramma þannig að ég útbjó hann. Þetta var annars eitt af „gott að vera vitur eftir á“ dæmunum, vegna þess að það hefði verið miklu auðveldara að mála rammann áður en ég límdi hann á, en stundum er maður bara vitur eftir á. Svo bætti ég við nokkrum tréblómum, fann fyrstu myndina sem var tekin af foreldrum mínum saman og prentaði hana út og festi hana með lítilli klemmu. Ég átti lítið skilti og skar út stafina „Þetta eru við“ og bætti því við. Ég límdi reipi aftan á skiltið og límdi svo litlar spýtur aftan á það til að styrkja aðeins meira. Og þar með var gjöfin tilbúin. Ég verð að viðurkenna að ég virkilega dýrka hvernig þetta kom út. Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Gleðilegt nýtt ár. Ég vona að allir hafi átt yndisleg jól og áramót. Mín voru frábær, með fullt af góðum mat, góðum félagsskap og ennþá meira af konfekti, gæti ekki verið betra. Ég ætla að byrja föndurárið 2020 á að sýna ykkur jólagjafirnar sem ég útbjó og fyrsta gjöfin er það sem ég gerði handa foreldrum mínum. Ég hafði ákveðið fyrir töluverðu síðan að ég vildi útbúa skilti með nöfnum okkar allra og láta það líta út eins og Skrafl. Ég pantaði þessar flísar af Ali, ég átti þessar spýtur í fórum mínum og svo var það Sizzle big shot vélin mín. Ég byrjaði á því að skrifa öll nöfnin okkar á blað og raða þeim upp, sem tók... ja, við skulum bara segja að það hafi tekið töluverðan tíma. Svo notaði ég vélina mína til að skera út alla stafina sem aftur tók töluverðan tíma. Auðvelda leiðin hefði verið að nota límmiða en ég hef aldrei verið mikið fyrir auðveldu leiðina, ekkert gaman af því. Ég hafði pantað 100 svona litlar flísar og þegar ég var að nálgast endinn þá fór ég að hafa pínu áhyggjur að það myndi ekki nægja en þegar ég var búin þá átti ég þrjár auka. Ég notaði límlakk til að festa stafina á flísarnar og ég notaði trélím til að festa flísarnar á spýturnar. Áður hafði ég bæsað spýturnar. Þegar allar flísarnar voru komnar á þá fannst mér vanta ramma þannig að ég útbjó hann. Þetta var annars eitt af „gott að vera vitur eftir á“ dæmunum, vegna þess að það hefði verið miklu auðveldara að mála rammann áður en ég límdi hann á, en stundum er maður bara vitur eftir á. Svo bætti ég við nokkrum tréblómum, fann fyrstu myndina sem var tekin af foreldrum mínum saman og prentaði hana út og festi hana með lítilli klemmu. Ég átti lítið skilti og skar út stafina „Þetta eru við“ og bætti því við. Ég límdi reipi aftan á skiltið og límdi svo litlar spýtur aftan á það til að styrkja aðeins meira. Og þar með var gjöfin tilbúin. Ég verð að viðurkenna að ég virkilega dýrka hvernig þetta kom út.
Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp