Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 20:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Gleðilegt nýtt ár. Ég vona að allir hafi átt yndisleg jól og áramót. Mín voru frábær, með fullt af góðum mat, góðum félagsskap og ennþá meira af konfekti, gæti ekki verið betra. Ég ætla að byrja föndurárið 2020 á að sýna ykkur jólagjafirnar sem ég útbjó og fyrsta gjöfin er það sem ég gerði handa foreldrum mínum. Ég hafði ákveðið fyrir töluverðu síðan að ég vildi útbúa skilti með nöfnum okkar allra og láta það líta út eins og Skrafl. Ég pantaði þessar flísar af Ali, ég átti þessar spýtur í fórum mínum og svo var það Sizzle big shot vélin mín. Ég byrjaði á því að skrifa öll nöfnin okkar á blað og raða þeim upp, sem tók... ja, við skulum bara segja að það hafi tekið töluverðan tíma. Svo notaði ég vélina mína til að skera út alla stafina sem aftur tók töluverðan tíma. Auðvelda leiðin hefði verið að nota límmiða en ég hef aldrei verið mikið fyrir auðveldu leiðina, ekkert gaman af því. Ég hafði pantað 100 svona litlar flísar og þegar ég var að nálgast endinn þá fór ég að hafa pínu áhyggjur að það myndi ekki nægja en þegar ég var búin þá átti ég þrjár auka. Ég notaði límlakk til að festa stafina á flísarnar og ég notaði trélím til að festa flísarnar á spýturnar. Áður hafði ég bæsað spýturnar. Þegar allar flísarnar voru komnar á þá fannst mér vanta ramma þannig að ég útbjó hann. Þetta var annars eitt af „gott að vera vitur eftir á“ dæmunum, vegna þess að það hefði verið miklu auðveldara að mála rammann áður en ég límdi hann á, en stundum er maður bara vitur eftir á. Svo bætti ég við nokkrum tréblómum, fann fyrstu myndina sem var tekin af foreldrum mínum saman og prentaði hana út og festi hana með lítilli klemmu. Ég átti lítið skilti og skar út stafina „Þetta eru við“ og bætti því við. Ég límdi reipi aftan á skiltið og límdi svo litlar spýtur aftan á það til að styrkja aðeins meira. Og þar með var gjöfin tilbúin. Ég verð að viðurkenna að ég virkilega dýrka hvernig þetta kom út. Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira
Gleðilegt nýtt ár. Ég vona að allir hafi átt yndisleg jól og áramót. Mín voru frábær, með fullt af góðum mat, góðum félagsskap og ennþá meira af konfekti, gæti ekki verið betra. Ég ætla að byrja föndurárið 2020 á að sýna ykkur jólagjafirnar sem ég útbjó og fyrsta gjöfin er það sem ég gerði handa foreldrum mínum. Ég hafði ákveðið fyrir töluverðu síðan að ég vildi útbúa skilti með nöfnum okkar allra og láta það líta út eins og Skrafl. Ég pantaði þessar flísar af Ali, ég átti þessar spýtur í fórum mínum og svo var það Sizzle big shot vélin mín. Ég byrjaði á því að skrifa öll nöfnin okkar á blað og raða þeim upp, sem tók... ja, við skulum bara segja að það hafi tekið töluverðan tíma. Svo notaði ég vélina mína til að skera út alla stafina sem aftur tók töluverðan tíma. Auðvelda leiðin hefði verið að nota límmiða en ég hef aldrei verið mikið fyrir auðveldu leiðina, ekkert gaman af því. Ég hafði pantað 100 svona litlar flísar og þegar ég var að nálgast endinn þá fór ég að hafa pínu áhyggjur að það myndi ekki nægja en þegar ég var búin þá átti ég þrjár auka. Ég notaði límlakk til að festa stafina á flísarnar og ég notaði trélím til að festa flísarnar á spýturnar. Áður hafði ég bæsað spýturnar. Þegar allar flísarnar voru komnar á þá fannst mér vanta ramma þannig að ég útbjó hann. Þetta var annars eitt af „gott að vera vitur eftir á“ dæmunum, vegna þess að það hefði verið miklu auðveldara að mála rammann áður en ég límdi hann á, en stundum er maður bara vitur eftir á. Svo bætti ég við nokkrum tréblómum, fann fyrstu myndina sem var tekin af foreldrum mínum saman og prentaði hana út og festi hana með lítilli klemmu. Ég átti lítið skilti og skar út stafina „Þetta eru við“ og bætti því við. Ég límdi reipi aftan á skiltið og límdi svo litlar spýtur aftan á það til að styrkja aðeins meira. Og þar með var gjöfin tilbúin. Ég verð að viðurkenna að ég virkilega dýrka hvernig þetta kom út.
Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira