Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 02:57 Rútan valt á Gjábakkavegi, á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Þyngdalsheiðar. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján manns innanborðs valt á Gjábakkavegi, um miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Viðbragðsaðilar í Árnessýslu fengu tilkynningu um slysið skömmu eftir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og var mikið lið sent á vettvang. Tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu, á Selfossi og Laugarvatni, þrír sjúkrabílar frá Selfossi auk lögreglu. Þá var óskað eftir aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu, á vettvangi slyssins í nótt, að aðstæður að hafi verið bærilegar. Smá vindur en mikil kuldi, eða um sjö stiga frost. Þæfingur var á veginum og mikil hálka. Haukur segir að í fyrstu hafi ekki verið vitað hvort einhverjir væru fastir í rútunni eða hversu mikið farþegarnir væru slasaðir en þegar lögregla kom á vettvang voru þeir allir að týnast út úr rútunni, sem lá á hliðinni. Haukur segir einnig að einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík en aðrir farþegar, ökumaður og leiðsögumaður, voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Farþegarnir sem um borð voru eru erlendir ferðamenn. Farþegar rútunnar, ökumaður og leiðsögumaður komu út úr rútunni, einn af öðrum, þegar lögregla kom á vettvang.Vísir/Jóhann K. Ljóst að bílbelti björguðu miklu Haukur segir það alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. Farþegarnir sem voru um um borð voru sautján auk ökumanns og leiðsögumanns, samtals nítján manns. Þá segir Haukur að hefði rútan farið út af veginum örlítið fyrr eða seinna hefði einnig getað farið verr það sem hátt er niður af veginum. Það var mat sjúkraflutningamanna, sem skoðuðu fólkið á þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, að ekki væri þörf á að flytja fleiri á slysadeild nema þeir sjálfir óskuðu eftir því. Var því önnur rútu fengin á vettvang til þess að ferja fólkið til Reykjavíkur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins. Farþegar, ökurmaður og leiðsögumaður voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu fólkið. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.Vísir/Jóhann K. Annað hópslysið í uppsveitum Árnessýslu á nokkrum dögum Slysið á Gjábakkavegi er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á einungis nokkrum dögum. Daginn fyrir gamlársdag skullu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt, ofan við Geysi. Fimmtán voru í bílunum tveimur og voru nokkrir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík. Bláskógabyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján manns innanborðs valt á Gjábakkavegi, um miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Viðbragðsaðilar í Árnessýslu fengu tilkynningu um slysið skömmu eftir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og var mikið lið sent á vettvang. Tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu, á Selfossi og Laugarvatni, þrír sjúkrabílar frá Selfossi auk lögreglu. Þá var óskað eftir aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu, á vettvangi slyssins í nótt, að aðstæður að hafi verið bærilegar. Smá vindur en mikil kuldi, eða um sjö stiga frost. Þæfingur var á veginum og mikil hálka. Haukur segir að í fyrstu hafi ekki verið vitað hvort einhverjir væru fastir í rútunni eða hversu mikið farþegarnir væru slasaðir en þegar lögregla kom á vettvang voru þeir allir að týnast út úr rútunni, sem lá á hliðinni. Haukur segir einnig að einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík en aðrir farþegar, ökumaður og leiðsögumaður, voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Farþegarnir sem um borð voru eru erlendir ferðamenn. Farþegar rútunnar, ökumaður og leiðsögumaður komu út úr rútunni, einn af öðrum, þegar lögregla kom á vettvang.Vísir/Jóhann K. Ljóst að bílbelti björguðu miklu Haukur segir það alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. Farþegarnir sem voru um um borð voru sautján auk ökumanns og leiðsögumanns, samtals nítján manns. Þá segir Haukur að hefði rútan farið út af veginum örlítið fyrr eða seinna hefði einnig getað farið verr það sem hátt er niður af veginum. Það var mat sjúkraflutningamanna, sem skoðuðu fólkið á þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, að ekki væri þörf á að flytja fleiri á slysadeild nema þeir sjálfir óskuðu eftir því. Var því önnur rútu fengin á vettvang til þess að ferja fólkið til Reykjavíkur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins. Farþegar, ökurmaður og leiðsögumaður voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu fólkið. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.Vísir/Jóhann K. Annað hópslysið í uppsveitum Árnessýslu á nokkrum dögum Slysið á Gjábakkavegi er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á einungis nokkrum dögum. Daginn fyrir gamlársdag skullu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt, ofan við Geysi. Fimmtán voru í bílunum tveimur og voru nokkrir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík.
Bláskógabyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45