Snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2020 06:22 Ökumenn og aðrir vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu ættu að gefa sér nægan tíma í umferðinni nú í morgunsárið. vísir/vilhelm Það hefur kyngt niður snjó á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi er nú snjór yfir öllu. Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu því að huga að því að gefa sér nægan tíma til þess að komast á milli staða nú í morgunsárið því þótt snjómokstur sé byrjaður er viðbúið að það taki lengri tíma en ella að komast leiðar sinnar eins og gjarnan þegar færðin er þung. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það hafi verið þéttur éljagangur á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í alla nótt. Aðspurður um snjódýptina segir Teitur að hún sé mæld klukkan níu á túninu austan við Veðurstofuhúsið. Þær tölur liggja því ekki fyrir. Nú séu élin hins vegar farin að þynnast upp, það haldi áfram og verður bjart og fallegt veður síðdegis í borginni. Þá veður mjög kalt og gæti orðið meira en 10 stiga frost undir kvöld í efstu byggðum. „Í dag er landið svolítið tvískipt, á Suður- og Vesturlandi er kalt og bjart en hríðarveður á Norður- og Austurlandi. Þá er kalt á öllu landinu, það var mjög kalt loft sem flæddi yfir landið í gær,“ segir Teitur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturland. Á Norðurlandi og Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11 og stendur til klukkan 16, á Austurlandi að Glettingi tekur hún gildi klukkan 9 og er í gildi til 13 og á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi líka klukkan 9 en er til 16. Það verða síðan umhleypingar strax á morgun að sögn Teits svo snjórinn á höfuðborgarsvæðinu stoppar stutt við. „Þetta umbreytist alveg á morgun. Þá kemur heiðarlegur suðaustan stormur og það hlýnar. Þessum stormi fylgir úrkoma sem byrjar sem snjókoma en svo þegar það hlýnar þá breytist hún í rigningu,“ segir Teitur. #Veður: Snjókomubakki kemur úr norðri og um leið hvessir af NV, fyrst með norðausturströndinni. Í Eyjafirði, Skagafirði og við Húnaflóa má reikna með ofankomu og blindu á flestum vegum frá því skömmu fyrir hádegi og fram undir kvöld. Skafrenningur verður A-lands. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 3, 2020 Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðvestan 13-20 m/s í dag með snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Lægir og styttir upp á öllu landinu í kvöld. Frost 3 til 13 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á morgun með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á laugardag: Suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari vindur og úrkomuminna seinnipartinn. Á mánudag: Breytileg átt, hvass vindur á köflum. Rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en snjókoma og kólnar vestan til á landinu um kvöldið. Nánari upplýsingar um færð á vegum má svo nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Veður Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Það hefur kyngt niður snjó á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi er nú snjór yfir öllu. Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu því að huga að því að gefa sér nægan tíma til þess að komast á milli staða nú í morgunsárið því þótt snjómokstur sé byrjaður er viðbúið að það taki lengri tíma en ella að komast leiðar sinnar eins og gjarnan þegar færðin er þung. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það hafi verið þéttur éljagangur á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í alla nótt. Aðspurður um snjódýptina segir Teitur að hún sé mæld klukkan níu á túninu austan við Veðurstofuhúsið. Þær tölur liggja því ekki fyrir. Nú séu élin hins vegar farin að þynnast upp, það haldi áfram og verður bjart og fallegt veður síðdegis í borginni. Þá veður mjög kalt og gæti orðið meira en 10 stiga frost undir kvöld í efstu byggðum. „Í dag er landið svolítið tvískipt, á Suður- og Vesturlandi er kalt og bjart en hríðarveður á Norður- og Austurlandi. Þá er kalt á öllu landinu, það var mjög kalt loft sem flæddi yfir landið í gær,“ segir Teitur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturland. Á Norðurlandi og Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11 og stendur til klukkan 16, á Austurlandi að Glettingi tekur hún gildi klukkan 9 og er í gildi til 13 og á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi líka klukkan 9 en er til 16. Það verða síðan umhleypingar strax á morgun að sögn Teits svo snjórinn á höfuðborgarsvæðinu stoppar stutt við. „Þetta umbreytist alveg á morgun. Þá kemur heiðarlegur suðaustan stormur og það hlýnar. Þessum stormi fylgir úrkoma sem byrjar sem snjókoma en svo þegar það hlýnar þá breytist hún í rigningu,“ segir Teitur. #Veður: Snjókomubakki kemur úr norðri og um leið hvessir af NV, fyrst með norðausturströndinni. Í Eyjafirði, Skagafirði og við Húnaflóa má reikna með ofankomu og blindu á flestum vegum frá því skömmu fyrir hádegi og fram undir kvöld. Skafrenningur verður A-lands. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 3, 2020 Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðvestan 13-20 m/s í dag með snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Lægir og styttir upp á öllu landinu í kvöld. Frost 3 til 13 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á morgun með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á laugardag: Suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari vindur og úrkomuminna seinnipartinn. Á mánudag: Breytileg átt, hvass vindur á köflum. Rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en snjókoma og kólnar vestan til á landinu um kvöldið. Nánari upplýsingar um færð á vegum má svo nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Veður Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira