Nýbúið að lagfæra veginn þar sem rútan valt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 12:00 Vegurinn þar sem rútan valt var nýlega endurbættur á um átta kílóbetra kafla. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján innanborðs valt á vegnum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Bílbelti björguðu því að fólk slasaðist ekki alvarlega. Nýlega er búið að lagafæra veginn þar sem slysið varð. Sautján erlendir ferðamenn af ýmsum þjóðernum, voru um borð í rútunni auk ökumanns og leiðsögumanns. Var hópurinn í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Rútan valt á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Í fyrstu var óttast að slysið væri alvarlegt. En ekki lágu fyrir upplýsingar um hvort fólk væri fast í bílnum og hversu mikið það væri slasað. Mikið lið var sent á vettvang, tækjabílar slökkviliðs frá Laugarvatni og Selfossi, sjúkrabílar frá Selfossi og höfuðborgarsvæðinu auk lögreglu sem kom fyrst á staðinn en þá voru þeir sem í rútunni voru að týnast út úr henni einn af öðrum. Ekki þurfti að beita klippum til að ná fólki út. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði á vettvangi slyssins í nótt mildi að ekki hafi farið verr. „Þetta er hreint ótrúlegt því eins og þú sérð þá er eins og rútunni sé lagt hérna á hliðina því sitthvoru megin er brött öxl. Þetta er bara mesta mildi og svo er rétt að það komi fram að það voru allir í bílbeltum og það er bara engin spurning að það hafði mikið að segja um hversu lítil meiðsli eru á fólki,“ Meiðsli þeirra sem í rútunni voru eru ekki alvarleg.Vísir/Jóhann K. Vegur endurbættur á um átta kílómetra kafla nýverið Vegurinn þar sem slysið varð í gærkvöldi, liggur í gegnum þjóðgarðinn, hann var endurbættur nýverið á um átta kílómetra kafla til austurs, frá þjónustumiðstöðinni. Vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð um miðjan september í fyrra. Lengi hafa verið áhyggjur um alvegleg slys á þessum slóðum vegna þess hve þröngur vegurinn er í gegnum Þingvelli og mikil umferð hópferðabíla, með erlenda ferðamenn. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík eftir slysið í gær en aðrir voru fluttir í þjónustumiðstöðina þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Það var mat þeirra að ekki þurfti að flytja fleiri á spítala nema þeir sjálfir óskuðu þess. Slysið á Þingvöllum í gær er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á aðeins þremur dögum en daginn fyrir gamlársdag lentu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut. Fimmtán voru þá í bílunum tveimur. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir menn hafa áhyggjur af þróuninni. „Við höfum svo sem sagt það áður að við höfum heilmiklar áhyggjur af þeirri þróun. Við erum að fá hjá okkur alltaf meira og meira af þessum hópslysum sem er kannski eðlileg þróun í því að fjölgun ferðamanna er töluvert mikil og hún er mikil á svæðinu hjá okkur,“ segir Sveinn Kristján. Skýrsla tekin af ökumanni í dag og rútan fjarlægð Mikil hálka var á vettvangi slyssins í gær og snjór yfir öllu. Lögreglan hefur tildrög slyssins til rannsóknar. „Rannsóknin mun halda áfram og reynt að ná betri skýrslu af ökumanni núna í dag geri ég ráð fyrir. Bílinn verður væntanlega fjarlægður í dag,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Bláskógabyggð Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54 Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján innanborðs valt á vegnum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Bílbelti björguðu því að fólk slasaðist ekki alvarlega. Nýlega er búið að lagafæra veginn þar sem slysið varð. Sautján erlendir ferðamenn af ýmsum þjóðernum, voru um borð í rútunni auk ökumanns og leiðsögumanns. Var hópurinn í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Rútan valt á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Í fyrstu var óttast að slysið væri alvarlegt. En ekki lágu fyrir upplýsingar um hvort fólk væri fast í bílnum og hversu mikið það væri slasað. Mikið lið var sent á vettvang, tækjabílar slökkviliðs frá Laugarvatni og Selfossi, sjúkrabílar frá Selfossi og höfuðborgarsvæðinu auk lögreglu sem kom fyrst á staðinn en þá voru þeir sem í rútunni voru að týnast út úr henni einn af öðrum. Ekki þurfti að beita klippum til að ná fólki út. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði á vettvangi slyssins í nótt mildi að ekki hafi farið verr. „Þetta er hreint ótrúlegt því eins og þú sérð þá er eins og rútunni sé lagt hérna á hliðina því sitthvoru megin er brött öxl. Þetta er bara mesta mildi og svo er rétt að það komi fram að það voru allir í bílbeltum og það er bara engin spurning að það hafði mikið að segja um hversu lítil meiðsli eru á fólki,“ Meiðsli þeirra sem í rútunni voru eru ekki alvarleg.Vísir/Jóhann K. Vegur endurbættur á um átta kílómetra kafla nýverið Vegurinn þar sem slysið varð í gærkvöldi, liggur í gegnum þjóðgarðinn, hann var endurbættur nýverið á um átta kílómetra kafla til austurs, frá þjónustumiðstöðinni. Vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð um miðjan september í fyrra. Lengi hafa verið áhyggjur um alvegleg slys á þessum slóðum vegna þess hve þröngur vegurinn er í gegnum Þingvelli og mikil umferð hópferðabíla, með erlenda ferðamenn. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík eftir slysið í gær en aðrir voru fluttir í þjónustumiðstöðina þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Það var mat þeirra að ekki þurfti að flytja fleiri á spítala nema þeir sjálfir óskuðu þess. Slysið á Þingvöllum í gær er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á aðeins þremur dögum en daginn fyrir gamlársdag lentu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut. Fimmtán voru þá í bílunum tveimur. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir menn hafa áhyggjur af þróuninni. „Við höfum svo sem sagt það áður að við höfum heilmiklar áhyggjur af þeirri þróun. Við erum að fá hjá okkur alltaf meira og meira af þessum hópslysum sem er kannski eðlileg þróun í því að fjölgun ferðamanna er töluvert mikil og hún er mikil á svæðinu hjá okkur,“ segir Sveinn Kristján. Skýrsla tekin af ökumanni í dag og rútan fjarlægð Mikil hálka var á vettvangi slyssins í gær og snjór yfir öllu. Lögreglan hefur tildrög slyssins til rannsóknar. „Rannsóknin mun halda áfram og reynt að ná betri skýrslu af ökumanni núna í dag geri ég ráð fyrir. Bílinn verður væntanlega fjarlægður í dag,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Bláskógabyggð Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54 Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Rúta valt skammt frá Þingvöllum Rúta valt skammt frá Þingvöllum á tólfta tímanum í kvöld. Á annan tug manna eru í rútunni. 2. janúar 2020 23:54
Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. 3. janúar 2020 02:57